Frumvarp um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmáli samþykkt á Alþingi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2019 16:21 Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála var samþykkt á Alþingi í dag með 41 atkvæði gegn níu. Þrír þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna en níu voru fjarverandi og einn með skráða fjarvist. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarþingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Þá voru Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson, einnig þingmenn Sjálfstæðisflokksins, meðal þeirra sem voru fjarverandi auk þeirra Katrínar Jakobsdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem eru stödd á Bretlandseyjum í tengslum við 70 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var jafnframt einn þeirra þriggja sem sátu hjá. Frumvarpið hefur verið nokkuð umdeilt en með því er ríkinu veitt heimild til að greiða þeim bætur sem sýknaðir voru í Hæstarétti í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála og eftirlifandi mökum og börnum þeirra sýknuðu sem látnir eru, ef við á. Nokkrir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu, þeirra á meðal Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem sat hjá við atkvæðagreiðsluna. „Eins og ég hef nefnt hérna áður þá mun ég sitja hjá við atkvæðagreiðsluna vegna tengsla minna, persónulegra tengsla, við aðila sem kemur málinu við. Þó hefur það verið í því hlutverki að mæla fyrir því að málið verði samþykkt. Ég verð að segja það að umræðunnar upp á síðkastið hafa dregið mjög úr mikilli sannfæringu minni gagnvart málinu að ég hugsa að ég myndi sitja hjá, jafnvel ef ekki væri fyrir fyrrnefnd tengsl,“ sagði Helgi Hrafn. Sigríður Á Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins rifjaði einnig upp að þetta væri í þriðja sinn sem Guðmundar- og Geirfinnsmálið ratar í þingsal. „Ég greiði atkvæði með því frumvarpi vegna þess að ég tel nauðsynlegt að þessu máli ljúki með einhverjum hætti formlega í ljósi sýknu dóms Hæstaréttar á dögunum. Ég tel hins vegar málið meingallað, bæði efnislega og formlega allt of snemma fram komið hér á þinginu í ljósi þess farvegs sem málið er nú komið í,“ sagði Sigríður. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37 Vonar að frumvarp um bætur til sakborninga leiði til sátta Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að verði frumvarp hennar um sanngirnisbætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum að lögum sé til marks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti. 8. október 2019 20:28 „Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 20:30 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála var samþykkt á Alþingi í dag með 41 atkvæði gegn níu. Þrír þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna en níu voru fjarverandi og einn með skráða fjarvist. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarþingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Þá voru Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson, einnig þingmenn Sjálfstæðisflokksins, meðal þeirra sem voru fjarverandi auk þeirra Katrínar Jakobsdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem eru stödd á Bretlandseyjum í tengslum við 70 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var jafnframt einn þeirra þriggja sem sátu hjá. Frumvarpið hefur verið nokkuð umdeilt en með því er ríkinu veitt heimild til að greiða þeim bætur sem sýknaðir voru í Hæstarétti í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála og eftirlifandi mökum og börnum þeirra sýknuðu sem látnir eru, ef við á. Nokkrir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu, þeirra á meðal Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem sat hjá við atkvæðagreiðsluna. „Eins og ég hef nefnt hérna áður þá mun ég sitja hjá við atkvæðagreiðsluna vegna tengsla minna, persónulegra tengsla, við aðila sem kemur málinu við. Þó hefur það verið í því hlutverki að mæla fyrir því að málið verði samþykkt. Ég verð að segja það að umræðunnar upp á síðkastið hafa dregið mjög úr mikilli sannfæringu minni gagnvart málinu að ég hugsa að ég myndi sitja hjá, jafnvel ef ekki væri fyrir fyrrnefnd tengsl,“ sagði Helgi Hrafn. Sigríður Á Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins rifjaði einnig upp að þetta væri í þriðja sinn sem Guðmundar- og Geirfinnsmálið ratar í þingsal. „Ég greiði atkvæði með því frumvarpi vegna þess að ég tel nauðsynlegt að þessu máli ljúki með einhverjum hætti formlega í ljósi sýknu dóms Hæstaréttar á dögunum. Ég tel hins vegar málið meingallað, bæði efnislega og formlega allt of snemma fram komið hér á þinginu í ljósi þess farvegs sem málið er nú komið í,“ sagði Sigríður.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37 Vonar að frumvarp um bætur til sakborninga leiði til sátta Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að verði frumvarp hennar um sanngirnisbætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum að lögum sé til marks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti. 8. október 2019 20:28 „Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 20:30 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
„Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37
Vonar að frumvarp um bætur til sakborninga leiði til sátta Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að verði frumvarp hennar um sanngirnisbætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum að lögum sé til marks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti. 8. október 2019 20:28
„Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 20:30