Ábyrg fjármál Reykjavíkur og loftútreikningar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 3. desember 2019 17:30 Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar er til umræðu í dag. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir afgangi í rekstri borgarinnar, bæði A-hluta og samstæðu, þrátt fyrir að á milli umræðna hafi birst spár um meiri samdrátt í efnahagslífinu en áður hafði verið gert ráð fyrir. Meirihlutinn í borgastjórn vill mæta þessum samdrætti hagræðingarkröfu á rekstur og kraftmikla fjárfestingaráætlun sem verður 70% fjármögnuð með eigin fé og 30% með lántökum, þar sem haldið verður áfram með grænar og félagslegar lántökur á hagstæðum vöxtum. Við munum á næsta ári m.a. stíga stór skref til að brúa bil milli fæðingarorlofs og leikskóla og fara í metnaðarfulla uppbyggingu íþróttarmannvirkja í Breiðholti og Úlfarsárdal. Fjármögnun Borgarlínu hefur verið tryggð og endurspeglar bæði fjárhagsáætlun 2020 og fimm ára áætlun til 2024 grænar áherslur þessa meirihluta.Einföldum, skýrum og skerpum Á þessu árum hefur meirihlutinn í borgarstjórn unnið að því að einfalda, skýra og skerpa stjórnkerfi borgarinnar, til að tryggja góða stjórnarhætti í öllum okkar rekstri. Við höfum skýrt umboð og ábyrgð, einfaldað boðleiðir og skerpt á hlutverki lykileininga í stjórnsýslu borgarinnar. Við viljum að ákvarðanatakan verði betri og áreiðanlegri. Um mitt þetta ár tók gildi nýtt skipulag Reykjavíkurborgar sem endurspeglar áherslur góðra stjórnarhátta og tekur innkaupamál borgarinnar föstum tökum. Þá var fjármálum borgarinnar og áhættustýringu gert hærra undir höfði til að tryggja agaða og góða fjármálastjórn, þar sem fjármunum er ráðstafað af ráðdeild og hagkvæmni og virkt eftirlit er með fjárfestingum og framkvæmdum. Borgarráð hefur ekki farið varhluta af þessum breytingum. Nú eru viðaukar vegna fjármála lagðir fyrir reglulega til að tryggja góða yfirsýn allra í samræmi við þá ábyrgð sem borgarfulltrúar bera til að hafa eftirlit með fjármálum borgarinnar. Við munum halda áfram á þessari vegferð ábyrgrar fjármálastjórnunar með því að horfa á hvernig megi einfalda, skýra og skerpa stjórnsýslu Reykjavíkur á sama tíma og við viljum þjónustumiðaða, skemmtilega og lifandi borg.Loftútreikningar Sjálfstæðisflokksins Oddviti Sjálfstæðisflokksins hélt því fram í Fréttablaðinu í morgun að Viðreisn hafi mistekist að halda uppi merkjum ábyrgrar fjármálastjórnunar, þar sem skuldir borgarinnar hafi aukist um margar Hörpur. Ef eitthvert sannleikskorn væri í þessum loftfimleikum oddvitans í útreikningum, þá gætu fulltrúar Viðreisnar mögulega tekið undir þessi orð. Þess í stað ætlum við að horfa á raunverulegar tölur sem sýna ábyrga fjármálstjórn, afgang af rekstri A-hluta og samstæðunnar í heild, hvernig varlegar verður farið í ný langtímalán og leiguskuldir en síðastliðin tvö ár. Þá verður einnig að hafa í huga að á árunum 2020 til 2024 verða afborganir lána og niðurgreiðsla skulda hærri en nýjar lántökur. Við munum á næsta ári, sem hingað til halda áfram á vegferð ábyrgrar fjármálastjórnunar, borgarbúum til heilla.Höfunduer er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar er til umræðu í dag. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir afgangi í rekstri borgarinnar, bæði A-hluta og samstæðu, þrátt fyrir að á milli umræðna hafi birst spár um meiri samdrátt í efnahagslífinu en áður hafði verið gert ráð fyrir. Meirihlutinn í borgastjórn vill mæta þessum samdrætti hagræðingarkröfu á rekstur og kraftmikla fjárfestingaráætlun sem verður 70% fjármögnuð með eigin fé og 30% með lántökum, þar sem haldið verður áfram með grænar og félagslegar lántökur á hagstæðum vöxtum. Við munum á næsta ári m.a. stíga stór skref til að brúa bil milli fæðingarorlofs og leikskóla og fara í metnaðarfulla uppbyggingu íþróttarmannvirkja í Breiðholti og Úlfarsárdal. Fjármögnun Borgarlínu hefur verið tryggð og endurspeglar bæði fjárhagsáætlun 2020 og fimm ára áætlun til 2024 grænar áherslur þessa meirihluta.Einföldum, skýrum og skerpum Á þessu árum hefur meirihlutinn í borgarstjórn unnið að því að einfalda, skýra og skerpa stjórnkerfi borgarinnar, til að tryggja góða stjórnarhætti í öllum okkar rekstri. Við höfum skýrt umboð og ábyrgð, einfaldað boðleiðir og skerpt á hlutverki lykileininga í stjórnsýslu borgarinnar. Við viljum að ákvarðanatakan verði betri og áreiðanlegri. Um mitt þetta ár tók gildi nýtt skipulag Reykjavíkurborgar sem endurspeglar áherslur góðra stjórnarhátta og tekur innkaupamál borgarinnar föstum tökum. Þá var fjármálum borgarinnar og áhættustýringu gert hærra undir höfði til að tryggja agaða og góða fjármálastjórn, þar sem fjármunum er ráðstafað af ráðdeild og hagkvæmni og virkt eftirlit er með fjárfestingum og framkvæmdum. Borgarráð hefur ekki farið varhluta af þessum breytingum. Nú eru viðaukar vegna fjármála lagðir fyrir reglulega til að tryggja góða yfirsýn allra í samræmi við þá ábyrgð sem borgarfulltrúar bera til að hafa eftirlit með fjármálum borgarinnar. Við munum halda áfram á þessari vegferð ábyrgrar fjármálastjórnunar með því að horfa á hvernig megi einfalda, skýra og skerpa stjórnsýslu Reykjavíkur á sama tíma og við viljum þjónustumiðaða, skemmtilega og lifandi borg.Loftútreikningar Sjálfstæðisflokksins Oddviti Sjálfstæðisflokksins hélt því fram í Fréttablaðinu í morgun að Viðreisn hafi mistekist að halda uppi merkjum ábyrgrar fjármálastjórnunar, þar sem skuldir borgarinnar hafi aukist um margar Hörpur. Ef eitthvert sannleikskorn væri í þessum loftfimleikum oddvitans í útreikningum, þá gætu fulltrúar Viðreisnar mögulega tekið undir þessi orð. Þess í stað ætlum við að horfa á raunverulegar tölur sem sýna ábyrga fjármálstjórn, afgang af rekstri A-hluta og samstæðunnar í heild, hvernig varlegar verður farið í ný langtímalán og leiguskuldir en síðastliðin tvö ár. Þá verður einnig að hafa í huga að á árunum 2020 til 2024 verða afborganir lána og niðurgreiðsla skulda hærri en nýjar lántökur. Við munum á næsta ári, sem hingað til halda áfram á vegferð ábyrgrar fjármálastjórnunar, borgarbúum til heilla.Höfunduer er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun