Sportpakkinn: „Það eru spennandi tímar hjá Liverpool og hollenska landsliðinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2019 15:15 Virgil van Dijk á verðlaunaafhendingunni í gær. Getty/Kristy Sparow Lionel Messi vann Gullboltann í sjötta sinn í gær en Arnar Björnsson skoðaði betur manninn sem endaði í öðru sætinu en Virgil van Dijk átti magnað ár með Liverpool og hollenska landsliðinu. Hollenski varnarmaðurinn Virgil van Dijk varð annar í kjörinu á knattspyrnumanni ársins. Margir töldu hann eiga raunhæfan möguleika á að skáka Lionel Messi. Aðeins munaði sjö stigum á þeim, Messi fékk 686 stig, Van Dijk 679 og Cristiano Ronaldo varð þriðji með 476 stig. Síðasti varnarmaðurinn sem var valinn sá besti var Ítalinn Fabio Cannavaro 2006. Messi hefur aldrei unnið gullboltann með jafn litlum mun. „Ég er mjög stoltur af því hve langt ég hef náð á mínum ferli. Stoltur af fjölskyldunni, eiginkonu og börnum sem hafa staðið þétt við bakið á mér. Það að verða annar í keppni um gullskóinn er ótrúlegt. Að vera í hópi með öllum þessum nöfnum, flestir leikmennirnir eru sóknarmenn og því er þetta sérstakt fyrir varnarmann. Þetta ætti að hvetja unga varnarmenn. Síðasta leiktíð var glæsileg hjá okkur og í raun hefðum við alveg getað átt fleiri leikmenn á 30 manna listanum. Allir geta verið ánægðir með árangur Liverpool, kannski hefðum við átt að eiga tvo fleiri á listanum ef ég á að vera hreinskilinn. Síðasta leiktíð á að gefa okkur kraft til að gera enn betur og ná betri árangri en á síðustu leiktíð. Það er markmið okkar. Erfiðast er að halda stöðugleikanum leik eftir leik. Vonandi tekst mér það og bæta mig enn meira. Fólk býst við miklu af mér og reyni að standa undir væntingunum. Það eru spennandi tímar hjá Liverpool og hollenska landsliðinu“, sagði Virgil van Dijk eftir að niðurstaðan í kjörinu lá fyrir. Hollendingurinn, Matthijs de Ligt, var frábær með Ajax á síðustu leiktíð og gekk í sumar til liðs við stórlið Juventus. Hann var valinn sá besti af ungu leikmönnunum. „Það skiptir miklu að vinna þennan titil. Þetta er mikill heiður fyrir mig. Ég held að munurinn hafi ekki verið mikill. Það eru svo margir hæfileikaríkir strákar sem komu til greina. Ég stóð mig vel á síðustu leiktíð og er alsæll með að hafa orðið fyrir valinu. Ég vonast til að bæta mig sem knattspyrnumaður á hverjum degi og sýna hvað ég get, það gengur að minnsta kosti vel núna,“ sagði Matthijs de Ligt. Hér fyrir neðan má sjá Arnar Björnsson fjalla um Hollendingana tvo sem verða væntanlega saman í miðri vörn hollenska liðsins á EM næsta sumar.Klippa: Sportpakkinn: Stoltur að vera í öðru sætinu á eftir Lionel Messi EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Í beinni: Bayern Munchen - Chelsea | Risaleikur á Allianz Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Sjá meira
Lionel Messi vann Gullboltann í sjötta sinn í gær en Arnar Björnsson skoðaði betur manninn sem endaði í öðru sætinu en Virgil van Dijk átti magnað ár með Liverpool og hollenska landsliðinu. Hollenski varnarmaðurinn Virgil van Dijk varð annar í kjörinu á knattspyrnumanni ársins. Margir töldu hann eiga raunhæfan möguleika á að skáka Lionel Messi. Aðeins munaði sjö stigum á þeim, Messi fékk 686 stig, Van Dijk 679 og Cristiano Ronaldo varð þriðji með 476 stig. Síðasti varnarmaðurinn sem var valinn sá besti var Ítalinn Fabio Cannavaro 2006. Messi hefur aldrei unnið gullboltann með jafn litlum mun. „Ég er mjög stoltur af því hve langt ég hef náð á mínum ferli. Stoltur af fjölskyldunni, eiginkonu og börnum sem hafa staðið þétt við bakið á mér. Það að verða annar í keppni um gullskóinn er ótrúlegt. Að vera í hópi með öllum þessum nöfnum, flestir leikmennirnir eru sóknarmenn og því er þetta sérstakt fyrir varnarmann. Þetta ætti að hvetja unga varnarmenn. Síðasta leiktíð var glæsileg hjá okkur og í raun hefðum við alveg getað átt fleiri leikmenn á 30 manna listanum. Allir geta verið ánægðir með árangur Liverpool, kannski hefðum við átt að eiga tvo fleiri á listanum ef ég á að vera hreinskilinn. Síðasta leiktíð á að gefa okkur kraft til að gera enn betur og ná betri árangri en á síðustu leiktíð. Það er markmið okkar. Erfiðast er að halda stöðugleikanum leik eftir leik. Vonandi tekst mér það og bæta mig enn meira. Fólk býst við miklu af mér og reyni að standa undir væntingunum. Það eru spennandi tímar hjá Liverpool og hollenska landsliðinu“, sagði Virgil van Dijk eftir að niðurstaðan í kjörinu lá fyrir. Hollendingurinn, Matthijs de Ligt, var frábær með Ajax á síðustu leiktíð og gekk í sumar til liðs við stórlið Juventus. Hann var valinn sá besti af ungu leikmönnunum. „Það skiptir miklu að vinna þennan titil. Þetta er mikill heiður fyrir mig. Ég held að munurinn hafi ekki verið mikill. Það eru svo margir hæfileikaríkir strákar sem komu til greina. Ég stóð mig vel á síðustu leiktíð og er alsæll með að hafa orðið fyrir valinu. Ég vonast til að bæta mig sem knattspyrnumaður á hverjum degi og sýna hvað ég get, það gengur að minnsta kosti vel núna,“ sagði Matthijs de Ligt. Hér fyrir neðan má sjá Arnar Björnsson fjalla um Hollendingana tvo sem verða væntanlega saman í miðri vörn hollenska liðsins á EM næsta sumar.Klippa: Sportpakkinn: Stoltur að vera í öðru sætinu á eftir Lionel Messi
EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Í beinni: Bayern Munchen - Chelsea | Risaleikur á Allianz Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn