Treystir sér til að fóðra ráðhúsfólkið fyrir miklu minni pening Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2019 11:43 Ráðhúsfólkið er vel haldið en Kristján treystir sér til að fóðra það fyrir umtalsvert minni pening en nú fer í kostinn. Margir furða sig á því hversu vel borgarfulltrúar gera við sig í mat og drykk en eins og fram hefur komið borða þeir og drekka fyrir 360 þúsund krónur á fundi hverjum. Einn þeirra er veitingamaðurinn Kristján Þorsteinsson, annar eiganda veitingastaðarins Osushi á Facebook:Illa farið með fé útsvarsgreiðenda „Þetta er með hreinum ólíkindum. Ég er tilbúinn að bjóða borginni veitingar á þessa fundi á 70 prósentum lægra verði - og jafnvel bjóða einn kaldan með. Hér er einfaldlega farið illa með fé útsvarsgreiðenda.“ Kristján segir í samtali við Vísi að ekki myndi standa á sér með slíkt. Hann hafi kynnt sér málið á sínum tíma, starfsfólk ráðhússins sé með mötuneyti auk þess sem það geti keypt sér eitthvað aukreitis svo sem salat eða samloku lítist þeim ekki á það sem er í matinn í það og það skiptið. Kristján vildi bjóða uppá aukamöguleika í þeim efnum og hafði samband við þá sem hafa með veitingar í ráðhúsinu að gera en var þá sagt að hann yrði að tala við Múlakaffi um það. „Engar veitingar færu þarna inn nema í gegnum þá.“ Múlakaffi með hreðjatak á ráðhúsfólki Þannig virðist sem Múlakaffi hefi eitthvert hreðjatak á ráðhúsinu með það, einhvern samning sem útilokar aðra. „Þeir eru sennilega með einhvern samning við Múlakaffi og sá samningur er ekki góður. Eins og ég segi fullum fetum: Ég myndi treysta mér til að bjóða uppá veitingar á 70 prósent lægra verði en Múlakaffi er að taka fyrir þetta. Og ég held að flestir veitingamenn væru tilbúnir að bjóða það sama. Þetta er absúrd verð,“ segir Kristján og bendir á að ekkert jólahlaðborð á almennum markaði sé svo dýrt sem þetta. „Væri gaman að fá að vita hvað þau eru að fá að borða, það hlýtur að vera eitthvað stórglæsilegt. Fyrir þessa upphæð,“ segir Kristján. Hann teldi reyndar ekki úr vegi að borgarfulltrúarnir færu úr húsi á þá fjölmörgu veitingastaði sem eru í grenndinni hvar rekstur er í járnum. Framundan séu erfiðir mánuðir; janúar, febrúar og mars eru þungir fyrir veitingafólk. Borgarstjórn Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Borgarfulltrúum svelgist á veitingunum frá Múlakaffi Ljóst er að borgarfulltrúum ofbýður kostnaðurinn sem er vegna veitinga við þeirra eigin fundahöld. 3. desember 2019 09:17 Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Borgarfulltrúi Flokks fólksins ofbýður kostnaður vegna borgarstórnarfunda. 3. desember 2019 10:48 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira
Margir furða sig á því hversu vel borgarfulltrúar gera við sig í mat og drykk en eins og fram hefur komið borða þeir og drekka fyrir 360 þúsund krónur á fundi hverjum. Einn þeirra er veitingamaðurinn Kristján Þorsteinsson, annar eiganda veitingastaðarins Osushi á Facebook:Illa farið með fé útsvarsgreiðenda „Þetta er með hreinum ólíkindum. Ég er tilbúinn að bjóða borginni veitingar á þessa fundi á 70 prósentum lægra verði - og jafnvel bjóða einn kaldan með. Hér er einfaldlega farið illa með fé útsvarsgreiðenda.“ Kristján segir í samtali við Vísi að ekki myndi standa á sér með slíkt. Hann hafi kynnt sér málið á sínum tíma, starfsfólk ráðhússins sé með mötuneyti auk þess sem það geti keypt sér eitthvað aukreitis svo sem salat eða samloku lítist þeim ekki á það sem er í matinn í það og það skiptið. Kristján vildi bjóða uppá aukamöguleika í þeim efnum og hafði samband við þá sem hafa með veitingar í ráðhúsinu að gera en var þá sagt að hann yrði að tala við Múlakaffi um það. „Engar veitingar færu þarna inn nema í gegnum þá.“ Múlakaffi með hreðjatak á ráðhúsfólki Þannig virðist sem Múlakaffi hefi eitthvert hreðjatak á ráðhúsinu með það, einhvern samning sem útilokar aðra. „Þeir eru sennilega með einhvern samning við Múlakaffi og sá samningur er ekki góður. Eins og ég segi fullum fetum: Ég myndi treysta mér til að bjóða uppá veitingar á 70 prósent lægra verði en Múlakaffi er að taka fyrir þetta. Og ég held að flestir veitingamenn væru tilbúnir að bjóða það sama. Þetta er absúrd verð,“ segir Kristján og bendir á að ekkert jólahlaðborð á almennum markaði sé svo dýrt sem þetta. „Væri gaman að fá að vita hvað þau eru að fá að borða, það hlýtur að vera eitthvað stórglæsilegt. Fyrir þessa upphæð,“ segir Kristján. Hann teldi reyndar ekki úr vegi að borgarfulltrúarnir færu úr húsi á þá fjölmörgu veitingastaði sem eru í grenndinni hvar rekstur er í járnum. Framundan séu erfiðir mánuðir; janúar, febrúar og mars eru þungir fyrir veitingafólk.
Borgarstjórn Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Borgarfulltrúum svelgist á veitingunum frá Múlakaffi Ljóst er að borgarfulltrúum ofbýður kostnaðurinn sem er vegna veitinga við þeirra eigin fundahöld. 3. desember 2019 09:17 Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Borgarfulltrúi Flokks fólksins ofbýður kostnaður vegna borgarstórnarfunda. 3. desember 2019 10:48 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira
Borgarfulltrúum svelgist á veitingunum frá Múlakaffi Ljóst er að borgarfulltrúum ofbýður kostnaðurinn sem er vegna veitinga við þeirra eigin fundahöld. 3. desember 2019 09:17
Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Borgarfulltrúi Flokks fólksins ofbýður kostnaður vegna borgarstórnarfunda. 3. desember 2019 10:48
Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30