Forsætisráðherra Finnlands sagður reiðubúinn að hætta Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2019 08:53 Antti Rinne tók við sem forsætisráðherra Finnlands í sumar. Getty Stjórnarsamstarfið í Finnlandi er sagt vera í mikilli hættu eftir deilur síðustu vikna á finnskum vinnumarkaði og er forsætisráðherrann og leiðtogi Jafnaðarmanna Antti Rinne sagður reiðubúinn að láta af embætti. Heimildarmenn blaðsins Iltalehti og ríkisfjölmiðilsins Yle segja að Rinne muni biðjast lausnar fyrir hádegi í dag. Miklar deilur hafa staðið á finnskum vinnumarkaði síðustu vikurnar sem sneru að starfsmönnum finnska póstsins. Verkföll starfsmanna póstsins og samúðarverkföll annarra stéttarfélaga höfðu mikil áhrif á finnskt samfélag og ollu meðal annars röskunum í flug-, ferju- og lestarsamgöngum. Miðflokkurinn, sem á sæti í samsteypustjórn Rinne, lýsti því yfir í gærkvöldi að þingflokkur Miðflokksins treysti ekki lengur Rinne fyrir því að leiða ríkisstjórn. Leiðtogar Miðflokksins funduðu með Rinne í morgun og sitja þingflokkarnir nú sjálfir á fundum.Sanna Marin samgönguráðherra.GettyBlaðið Suomen Kuvalehti greindi frá því í morgun að Rinne væri reiðubúinn að stíga til hliðar til að samgönguráðherrann og samflokksmaður Rinne, hin 33 ára Sanna Marin, tæki við sem nýr forsætisráðherra. Þingkosningar fóru fram í Finnlandi í vor og myndaði Jafnaðarmannaflokkurinn þá stjórn með Græningjum, Miðflokknum, Vinstra bandalaginu og Sænska þjóðarflokknum. Finnland Tengdar fréttir Samkomulag í höfn í Finnlandi og verkföllum aflýst Samkomulag hefur náðist í kjaradeilu finnskra póststarfsmanna og hefur verkföllum verið aflýst. 27. nóvember 2019 09:55 Verkföll póststarfsmanna raska finnsku samfélagi Deiluaðilar í kjaradeilu finnskra póststarfsmanna hafa enn ekki náð saman og héldu verkfallsaðgerðir áfram í dag. 26. nóvember 2019 12:46 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Stjórnarsamstarfið í Finnlandi er sagt vera í mikilli hættu eftir deilur síðustu vikna á finnskum vinnumarkaði og er forsætisráðherrann og leiðtogi Jafnaðarmanna Antti Rinne sagður reiðubúinn að láta af embætti. Heimildarmenn blaðsins Iltalehti og ríkisfjölmiðilsins Yle segja að Rinne muni biðjast lausnar fyrir hádegi í dag. Miklar deilur hafa staðið á finnskum vinnumarkaði síðustu vikurnar sem sneru að starfsmönnum finnska póstsins. Verkföll starfsmanna póstsins og samúðarverkföll annarra stéttarfélaga höfðu mikil áhrif á finnskt samfélag og ollu meðal annars röskunum í flug-, ferju- og lestarsamgöngum. Miðflokkurinn, sem á sæti í samsteypustjórn Rinne, lýsti því yfir í gærkvöldi að þingflokkur Miðflokksins treysti ekki lengur Rinne fyrir því að leiða ríkisstjórn. Leiðtogar Miðflokksins funduðu með Rinne í morgun og sitja þingflokkarnir nú sjálfir á fundum.Sanna Marin samgönguráðherra.GettyBlaðið Suomen Kuvalehti greindi frá því í morgun að Rinne væri reiðubúinn að stíga til hliðar til að samgönguráðherrann og samflokksmaður Rinne, hin 33 ára Sanna Marin, tæki við sem nýr forsætisráðherra. Þingkosningar fóru fram í Finnlandi í vor og myndaði Jafnaðarmannaflokkurinn þá stjórn með Græningjum, Miðflokknum, Vinstra bandalaginu og Sænska þjóðarflokknum.
Finnland Tengdar fréttir Samkomulag í höfn í Finnlandi og verkföllum aflýst Samkomulag hefur náðist í kjaradeilu finnskra póststarfsmanna og hefur verkföllum verið aflýst. 27. nóvember 2019 09:55 Verkföll póststarfsmanna raska finnsku samfélagi Deiluaðilar í kjaradeilu finnskra póststarfsmanna hafa enn ekki náð saman og héldu verkfallsaðgerðir áfram í dag. 26. nóvember 2019 12:46 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Samkomulag í höfn í Finnlandi og verkföllum aflýst Samkomulag hefur náðist í kjaradeilu finnskra póststarfsmanna og hefur verkföllum verið aflýst. 27. nóvember 2019 09:55
Verkföll póststarfsmanna raska finnsku samfélagi Deiluaðilar í kjaradeilu finnskra póststarfsmanna hafa enn ekki náð saman og héldu verkfallsaðgerðir áfram í dag. 26. nóvember 2019 12:46