Sportpakkinn: Besta byrjun Inter í 88 ára sögu félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 16:00 Það er gaman hjá Inter mönnum þessa dagana. Getty/Mattia Ozbot Góðir hlutir eru að gerast hjá Internazionale í ítalska boltanum sem tók toppsætið af Juventus um helgina. Arnar Björnsson skoðaði betur hvað gerðist í fjórtándu umferð Seríu A. Juventus varð að gefa toppsætið í serie A eftir jafntefli við Sassuolo. Inter nýtti tækifærið og vann SPAL 2-1. Lautaro Martines skoraði á sextándu mínútu og Argentínumaðurinn kom Inter í 2-0 áður en fyrri hálfleik lauk. Hann er búinn að skora 8 mörk í 14 leikjum en til samanburðar skoraði hann 6 mörk í 27 leikjum á síðustu leiktíð. Mattia Valoti minnkaði muninn fyrir SPAL í byrjun seinni hálfleiks. Inter hefur unnið 12 leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum. Þetta er besta byrjun í sögu félagsins og í öll fjögur skiptin sem liðið hefur verið í fyrsta sæti eftir 14 leiki hefur Inter unnið Ítalíumeistaratitilinn. Lautaro Martines fékk tvö fín færi til að auka forystuna en Etrit Berisha markvörður sá til þess að sigur Inter varð ekki stærri. Inter hefur spilað 22 leiki í öllum keppnum í vetur og skorað í öllum leikjunum, það gerðist síðast fyrir 12 árum. Inter vann titilinn í átjánda og síðasta sinn 2010. Ljóst er að Antonio Conte er búinn að kveikja neista í Mílanó-liðinu. Lazio er í þriðja sæti eftir sjötta sigurinn í röð, í gær 3-0 á Udinese. Ciro Immobile er búinn að vera frábær á leiktíðinni, hann skoraði 1. markið á 9. mínútu. Þegar rúmur hálftími var liðinn braut William Troost-Ekong á Joaquin Correa í vítateignum, dómarinn sá ekki ástæðu til að dæma en myndbandsdómarar stöðvuðu leikinn og vítaspyrna varð niðurstaðan. Ciro Immobile skoraði sautjánda mark sitt á leiktíðinni. Á síðustu leiktíð skoraði hann 15 mörk í 36 leikjum, nú er hann kominn með 17 í 14 leikjum, sjö mörkum meira en Romelu Lukaku sem er næst markahæstur. Áður en fyrri hálfleiknum lauk var dæmd önnur vítaspyrna á Udinese. Joaquin Correa lék varnarmenn Udinese grátt og hann var aftur felldur í teignum, Bram Nuytinck var sá brotlegi. Immobile lét félaga sinn Luis Alberto um að taka vítið. Spánverjinn skoraði annað mark sitt í deildinni. Það má finna frétt Arnars Björnssonar um ítalska fótboltann hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Besta byrjun Inter í 88 ára sögu félagsins Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Góðir hlutir eru að gerast hjá Internazionale í ítalska boltanum sem tók toppsætið af Juventus um helgina. Arnar Björnsson skoðaði betur hvað gerðist í fjórtándu umferð Seríu A. Juventus varð að gefa toppsætið í serie A eftir jafntefli við Sassuolo. Inter nýtti tækifærið og vann SPAL 2-1. Lautaro Martines skoraði á sextándu mínútu og Argentínumaðurinn kom Inter í 2-0 áður en fyrri hálfleik lauk. Hann er búinn að skora 8 mörk í 14 leikjum en til samanburðar skoraði hann 6 mörk í 27 leikjum á síðustu leiktíð. Mattia Valoti minnkaði muninn fyrir SPAL í byrjun seinni hálfleiks. Inter hefur unnið 12 leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum. Þetta er besta byrjun í sögu félagsins og í öll fjögur skiptin sem liðið hefur verið í fyrsta sæti eftir 14 leiki hefur Inter unnið Ítalíumeistaratitilinn. Lautaro Martines fékk tvö fín færi til að auka forystuna en Etrit Berisha markvörður sá til þess að sigur Inter varð ekki stærri. Inter hefur spilað 22 leiki í öllum keppnum í vetur og skorað í öllum leikjunum, það gerðist síðast fyrir 12 árum. Inter vann titilinn í átjánda og síðasta sinn 2010. Ljóst er að Antonio Conte er búinn að kveikja neista í Mílanó-liðinu. Lazio er í þriðja sæti eftir sjötta sigurinn í röð, í gær 3-0 á Udinese. Ciro Immobile er búinn að vera frábær á leiktíðinni, hann skoraði 1. markið á 9. mínútu. Þegar rúmur hálftími var liðinn braut William Troost-Ekong á Joaquin Correa í vítateignum, dómarinn sá ekki ástæðu til að dæma en myndbandsdómarar stöðvuðu leikinn og vítaspyrna varð niðurstaðan. Ciro Immobile skoraði sautjánda mark sitt á leiktíðinni. Á síðustu leiktíð skoraði hann 15 mörk í 36 leikjum, nú er hann kominn með 17 í 14 leikjum, sjö mörkum meira en Romelu Lukaku sem er næst markahæstur. Áður en fyrri hálfleiknum lauk var dæmd önnur vítaspyrna á Udinese. Joaquin Correa lék varnarmenn Udinese grátt og hann var aftur felldur í teignum, Bram Nuytinck var sá brotlegi. Immobile lét félaga sinn Luis Alberto um að taka vítið. Spánverjinn skoraði annað mark sitt í deildinni. Það má finna frétt Arnars Björnssonar um ítalska fótboltann hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Besta byrjun Inter í 88 ára sögu félagsins
Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira