Tuttugu börn voru alveg laus í bílum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. desember 2019 10:11 57 leikskólar víða um land voru heimsóttir og athuguðu starfsmenn Landsbjargar og Samgöngustofu hvernig búið var um börn í bílum þegar komið var með þau til skólans. vísir/vilhelm Könnun sem Landsbjörg og Samgöngustofa gerður fyrr á árinu um öryggi barna í bílum leiddi í ljós að alls voru tuttugu börn alveg laus í bílum og þar af leiðandi í mikilli hættu. Þá voru 83 börn einungis í öryggisbeltum sem telst ekki fullnægjandi búnaður með tilliti til hæðar og þyngdar barnsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Samgöngustofu. Í ár var gerð könnun á 2088 börnum. 57 leikskólar víða um land voru heimsóttir og athuguðu sjálfboðaliðar úr slysavarnadeildum og björgunarsveitum víðs vegar um landið og starfsmenn Samgöngustofu hvernig búið var um börn í bílum þegar komið var með þau til skólans. „Könnunin staðfestir mjög góðan árangur sem helst má sjá í því að árið 1985 voru 80% barna í engum búnaði – ekki einu sinni öryggisbeltum – en nú á þessu ári eru þau aðeins 1%. 10 ára meðaltal alvarlega slasaðra barna og látinna í umferðinni er nú 17,5 en árið 1996 var meðaltalið 39,6. Þrátt fyrir þessa jákvæðu þróun er það hins vegar áhyggjuefni að 20 börn voru alveg laus í bílum og 83 voru í öryggisbeltum sem telst ekki nægjanlega öruggur búnaður með tilliti til hæðar þeirra og þyngdar. Vitnisburður um þær áherslur sem lagðar á öryggi barna í bílum í dag er að á Meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans fer ekkert foreldri heim með barn sitt nema að undangenginni fræðslu um rétta notkun öryggisbúnaðar í bílum. Sú fræðsla felst m.a. í því að kenna foreldrum að festa beltin rétt, að þess sé gætt að þau séu ekki snúin, að þau séu ekki of slök eða of strekkt, að stóllinn sé ekki skaddaður eða of gamall o.s.frv. Þessi fræðsla er tryggð öllum foreldrum sama hverrar þjóðar þeir eru,“ segir í tilkynningu Samgöngustofu en niðurstöður rannsóknarinnar má nálgast hér. Börn og uppeldi Umferðaröryggi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Sjá meira
Könnun sem Landsbjörg og Samgöngustofa gerður fyrr á árinu um öryggi barna í bílum leiddi í ljós að alls voru tuttugu börn alveg laus í bílum og þar af leiðandi í mikilli hættu. Þá voru 83 börn einungis í öryggisbeltum sem telst ekki fullnægjandi búnaður með tilliti til hæðar og þyngdar barnsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Samgöngustofu. Í ár var gerð könnun á 2088 börnum. 57 leikskólar víða um land voru heimsóttir og athuguðu sjálfboðaliðar úr slysavarnadeildum og björgunarsveitum víðs vegar um landið og starfsmenn Samgöngustofu hvernig búið var um börn í bílum þegar komið var með þau til skólans. „Könnunin staðfestir mjög góðan árangur sem helst má sjá í því að árið 1985 voru 80% barna í engum búnaði – ekki einu sinni öryggisbeltum – en nú á þessu ári eru þau aðeins 1%. 10 ára meðaltal alvarlega slasaðra barna og látinna í umferðinni er nú 17,5 en árið 1996 var meðaltalið 39,6. Þrátt fyrir þessa jákvæðu þróun er það hins vegar áhyggjuefni að 20 börn voru alveg laus í bílum og 83 voru í öryggisbeltum sem telst ekki nægjanlega öruggur búnaður með tilliti til hæðar þeirra og þyngdar. Vitnisburður um þær áherslur sem lagðar á öryggi barna í bílum í dag er að á Meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans fer ekkert foreldri heim með barn sitt nema að undangenginni fræðslu um rétta notkun öryggisbúnaðar í bílum. Sú fræðsla felst m.a. í því að kenna foreldrum að festa beltin rétt, að þess sé gætt að þau séu ekki snúin, að þau séu ekki of slök eða of strekkt, að stóllinn sé ekki skaddaður eða of gamall o.s.frv. Þessi fræðsla er tryggð öllum foreldrum sama hverrar þjóðar þeir eru,“ segir í tilkynningu Samgöngustofu en niðurstöður rannsóknarinnar má nálgast hér.
Börn og uppeldi Umferðaröryggi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Sjá meira