NFL: Lamar og félagar halda áfram að vinna bestu lið deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 14:00 Leikstjórnandinn Lamar Jackson hjá Baltimore Ravens er á einu augabragði orðin ein stærsta stjarna NFL-deildarinnar. Getty/y Rob Carr Baltimore Ravens liðið hefur sett stefnuna á Super Bowl í ár og liðið er líklegur kandídat eftir að hafa unnið hvert frábæra liðið á fætur öðru á undanförnum vikum. Baltimore Ravens vann annað spútniklið í gær eða lið San Francisco 49ers. Bæði liðin því með tíu sigra í tólf leikjum. Það mátti þó ekki miklu muna því Hrafnarnir unnu á vallarmarki í blálokin. Baltimore Ravens fór á toppinn í Ameríkudeildinni eftir að Houston Texans vann meistara New England Patriots í kvöldleiknum. Bæði Ravens og Patriots hafa unnið tíu leiki en Baltimore vann innbyrðis leik liðanna og er því ofar.Game ball goes to OB.#WeAreTexanspic.twitter.com/fTnS13wzhb — Houston Texans (@HoustonTexans) December 2, 2019 Houston Texans er í efsta sæti í sínum riðli í Ameríkudeildinni en Tennessee Titans vann sinn þriðja leik í röð og er aðeins einum leik á eftir. Það er því mikil spenna í Suður-riðlinum. Leikstjórnandinn Lamar Jackson hjá Baltimore Ravens er á sínu fyrsta heila tímabili í byrjunarliðshlutverki og hefur spilað nær óaðfinnanlega. Það stefnir allt í það að þessi óvenjulegi og nær óstöðvandi leikmaður verði kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í ár.Lamar Jackson and the Ravens have beaten ... Seahawks Patriots Texans 49ers Those teams have a combined 36-9 record on the season ?? pic.twitter.com/E8iVCeNHZQ — ESPN (@espn) December 1, 2019Baltimore liðið hefur unnið bestu lið deildarinnar að undanförnu. Liðið hefur unnið átta síðustu leiki sína eða alla leiki frá og með 1. október. Meðal liðanna sem hafa legið í valnum eru sterk lið eins og Seattle Seahawks, New England Patriots, Houston Texans, Los Angeles Rams og nú síðast San Francisco 49ers.FINAL: Eight in a row. The @Ravens win! #SFvsBALpic.twitter.com/B2HTCWJKXU — NFL (@NFL) December 1, 2019 Green Bay Packers og Kansas City Chiefs styrktu bæði stöðu sína í sínum riðlum með sigrum í gær. Packers vann New York Giants í snjókomu og Chiefs vann sannfærandi sigur á Oakland Raiders. Tveir af óvæntustu sigrum dagsins voru sigrar Miami Dolphins og Washington Redskins sem bæði voru aðeins að vinna þriðja leikinn sinn í sumar. Cincinnati Bengals vann líka sinn fyrsta leik á tímabilinu og endaði þar með ellefu leikja taphrinu. Dallas Cowboys er líka áfram á toppnum í sínum riðli þrátt fyrir tvö vandræðaleg töp í röð. Ástæðan er að Philadelphia Eagles tapaði sínum þriðja leik í röð í gær og nú fyrir Miami Dolphins.Úrsltin í NFL-deildinni í gær: Houston Texans- New England Patriots 28-22 Denver Broncos - Los Angeles Chargers 23-20 Kansas City Chiefs - Oakland Raiders 40-9 Arizona Cardinals - Los Angeles Rams 7-34 Baltimore Ravens - San Francisco 49ers 20-17 Carolina Panthers - Washington Redskins 21-29 Cincinnati Bengals - New York Jets 22-6 Indianapolis Colts - Tennessee Titans 17-31 Jacksonville Jaguars - Tampa Bay Buccaneers 11-28 Miami Dolphins - Philadelphia Eagles 37-31 New York Giants - Green Bay Packers 13-31 Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns 20-13 NFL Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Sjá meira
Baltimore Ravens liðið hefur sett stefnuna á Super Bowl í ár og liðið er líklegur kandídat eftir að hafa unnið hvert frábæra liðið á fætur öðru á undanförnum vikum. Baltimore Ravens vann annað spútniklið í gær eða lið San Francisco 49ers. Bæði liðin því með tíu sigra í tólf leikjum. Það mátti þó ekki miklu muna því Hrafnarnir unnu á vallarmarki í blálokin. Baltimore Ravens fór á toppinn í Ameríkudeildinni eftir að Houston Texans vann meistara New England Patriots í kvöldleiknum. Bæði Ravens og Patriots hafa unnið tíu leiki en Baltimore vann innbyrðis leik liðanna og er því ofar.Game ball goes to OB.#WeAreTexanspic.twitter.com/fTnS13wzhb — Houston Texans (@HoustonTexans) December 2, 2019 Houston Texans er í efsta sæti í sínum riðli í Ameríkudeildinni en Tennessee Titans vann sinn þriðja leik í röð og er aðeins einum leik á eftir. Það er því mikil spenna í Suður-riðlinum. Leikstjórnandinn Lamar Jackson hjá Baltimore Ravens er á sínu fyrsta heila tímabili í byrjunarliðshlutverki og hefur spilað nær óaðfinnanlega. Það stefnir allt í það að þessi óvenjulegi og nær óstöðvandi leikmaður verði kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í ár.Lamar Jackson and the Ravens have beaten ... Seahawks Patriots Texans 49ers Those teams have a combined 36-9 record on the season ?? pic.twitter.com/E8iVCeNHZQ — ESPN (@espn) December 1, 2019Baltimore liðið hefur unnið bestu lið deildarinnar að undanförnu. Liðið hefur unnið átta síðustu leiki sína eða alla leiki frá og með 1. október. Meðal liðanna sem hafa legið í valnum eru sterk lið eins og Seattle Seahawks, New England Patriots, Houston Texans, Los Angeles Rams og nú síðast San Francisco 49ers.FINAL: Eight in a row. The @Ravens win! #SFvsBALpic.twitter.com/B2HTCWJKXU — NFL (@NFL) December 1, 2019 Green Bay Packers og Kansas City Chiefs styrktu bæði stöðu sína í sínum riðlum með sigrum í gær. Packers vann New York Giants í snjókomu og Chiefs vann sannfærandi sigur á Oakland Raiders. Tveir af óvæntustu sigrum dagsins voru sigrar Miami Dolphins og Washington Redskins sem bæði voru aðeins að vinna þriðja leikinn sinn í sumar. Cincinnati Bengals vann líka sinn fyrsta leik á tímabilinu og endaði þar með ellefu leikja taphrinu. Dallas Cowboys er líka áfram á toppnum í sínum riðli þrátt fyrir tvö vandræðaleg töp í röð. Ástæðan er að Philadelphia Eagles tapaði sínum þriðja leik í röð í gær og nú fyrir Miami Dolphins.Úrsltin í NFL-deildinni í gær: Houston Texans- New England Patriots 28-22 Denver Broncos - Los Angeles Chargers 23-20 Kansas City Chiefs - Oakland Raiders 40-9 Arizona Cardinals - Los Angeles Rams 7-34 Baltimore Ravens - San Francisco 49ers 20-17 Carolina Panthers - Washington Redskins 21-29 Cincinnati Bengals - New York Jets 22-6 Indianapolis Colts - Tennessee Titans 17-31 Jacksonville Jaguars - Tampa Bay Buccaneers 11-28 Miami Dolphins - Philadelphia Eagles 37-31 New York Giants - Green Bay Packers 13-31 Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns 20-13
NFL Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Sjá meira