Sportpakkinn: Átján ára hollenskur landsliðsmaður hetja Bayern í sínum fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2019 15:00 Joshua Zirkzee átti frábæra innkomu hjá Bayern í gærkvöldi. Hér fagnar hann markinu sínu. Getty/TF-Images Bayern er enn fjórum stigum á eftir efstu liðum þýsku deildarinnar eftir leikina í gær en það munaði ekki miklu að munurinn væri enn meiri. Arnar Björnsson skoðaði leiki gærdagsins í þýsku bundesligunni og óvænta hetju Bæjara. Knattspyrnustjóri Borussia Mönchengladbach gerði sex breytingar frá tapi gegn Wolfsburg um helgina þegar neðsta liðið Paderborn kom í heimsókn á Borussia Park gærkvöldi. Gladbach gat jafnað við Leipzig á toppnum í Bundesligunni með sigri. Staðan var 0-0 í hálfleik en seinni hálfleikurinn var nýhafinn þegar Patrick Herrmann vann boltann af Jamilu Collins. Lars Stindl sendi á Alassane Plea og Frakkinn skoraði fimmta mark sitt í deildinni í vetur. Um miðjan hálfleikinn var dæmd vítaspyrna þegar Sebastian Schonlau slæmdi hendinni í andlitið á Patrick Hermann. Lars Stindl skoraði úr vítaspyrnunni. Gladbach vann leikinn því 2-0 og er líkt og Leipzig með 34 stig en Leipzig heldur fyrsta sætinu á markamun. Bayern Mülnchen er í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir efstu liðunum. Freiburg var mótherji meistaranna í Bayern München. Hinn 19 ára Alphonso Davies lagði upp fyrsta markið fyrir Robert Lewandowski. Nítjánda mark Pólverjans í deildinni á leiktíðinni og 221. mark hans í Bundesligunni. Hann er þar með orðinn sá þriðji markahæsti frá upphafi eftir að hafa farið fram úr Jupp Heynkes í gærkvöldi.Markahæstu leikmenn í þýsku Bundesligunni frá upphafi:1. Gerd Müller 365 mörk í 365 leikjum2. Klaus Fishcer 268 mörk í 268 leikjum3. Robert Lewandowski 221 mark í 306 leikjum4. Jupp Heynkes 220 mörk í 369 leikjum5. Manfred Burgemüller 213 mörk í 447 leikjum Vincenzo Grifo jafnaði metin þegar hálftími var eftir en átján ára hollenskur landsliðsmaður, Joshua Zirkzee, kom af varamannabekknum í sínum fyrsta leik í deildinni. Hann var aðeins búinn að vera inn á í 104 sekúndur þegar hann kom Bæjurum yfir á annarri mínútu uppbótatímans. Zirkzee er sá þriðji yngsti sem skorar fyrir Bæjara í Bundesligunni, aðeins Roque Santa Cruz og Alphonso Davies voru yngri. Serge Gnabry bætti þriðja markinu við skömmu síðar og FC Bayern vann leikinn 3-1. Schalke er í fimmta sæti, stigi á eftir Bayern og Borussia Dortmund. Tyrkneski miðvörðurinn, Ozan Kabak, kom Schalke yfir gegn Wolfsburg í byrjun seinni hálfleiks. Þessi 19 ára strákur var valinn besti nýliðinn á síðustu leiktíð og lék sinn 1. og eina landsleik gegn Íslendingum í síðasta mánuði. Kevin Mbabu jafnaði metin og tryggði Wolfsburg stig, liðið er í 8. sæti með 24 stig. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Átján ára hollenskur landsliðsmaður hetja Bayern í sínum fyrsta leik Sportpakkinn Þýski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Sjá meira
Bayern er enn fjórum stigum á eftir efstu liðum þýsku deildarinnar eftir leikina í gær en það munaði ekki miklu að munurinn væri enn meiri. Arnar Björnsson skoðaði leiki gærdagsins í þýsku bundesligunni og óvænta hetju Bæjara. Knattspyrnustjóri Borussia Mönchengladbach gerði sex breytingar frá tapi gegn Wolfsburg um helgina þegar neðsta liðið Paderborn kom í heimsókn á Borussia Park gærkvöldi. Gladbach gat jafnað við Leipzig á toppnum í Bundesligunni með sigri. Staðan var 0-0 í hálfleik en seinni hálfleikurinn var nýhafinn þegar Patrick Herrmann vann boltann af Jamilu Collins. Lars Stindl sendi á Alassane Plea og Frakkinn skoraði fimmta mark sitt í deildinni í vetur. Um miðjan hálfleikinn var dæmd vítaspyrna þegar Sebastian Schonlau slæmdi hendinni í andlitið á Patrick Hermann. Lars Stindl skoraði úr vítaspyrnunni. Gladbach vann leikinn því 2-0 og er líkt og Leipzig með 34 stig en Leipzig heldur fyrsta sætinu á markamun. Bayern Mülnchen er í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir efstu liðunum. Freiburg var mótherji meistaranna í Bayern München. Hinn 19 ára Alphonso Davies lagði upp fyrsta markið fyrir Robert Lewandowski. Nítjánda mark Pólverjans í deildinni á leiktíðinni og 221. mark hans í Bundesligunni. Hann er þar með orðinn sá þriðji markahæsti frá upphafi eftir að hafa farið fram úr Jupp Heynkes í gærkvöldi.Markahæstu leikmenn í þýsku Bundesligunni frá upphafi:1. Gerd Müller 365 mörk í 365 leikjum2. Klaus Fishcer 268 mörk í 268 leikjum3. Robert Lewandowski 221 mark í 306 leikjum4. Jupp Heynkes 220 mörk í 369 leikjum5. Manfred Burgemüller 213 mörk í 447 leikjum Vincenzo Grifo jafnaði metin þegar hálftími var eftir en átján ára hollenskur landsliðsmaður, Joshua Zirkzee, kom af varamannabekknum í sínum fyrsta leik í deildinni. Hann var aðeins búinn að vera inn á í 104 sekúndur þegar hann kom Bæjurum yfir á annarri mínútu uppbótatímans. Zirkzee er sá þriðji yngsti sem skorar fyrir Bæjara í Bundesligunni, aðeins Roque Santa Cruz og Alphonso Davies voru yngri. Serge Gnabry bætti þriðja markinu við skömmu síðar og FC Bayern vann leikinn 3-1. Schalke er í fimmta sæti, stigi á eftir Bayern og Borussia Dortmund. Tyrkneski miðvörðurinn, Ozan Kabak, kom Schalke yfir gegn Wolfsburg í byrjun seinni hálfleiks. Þessi 19 ára strákur var valinn besti nýliðinn á síðustu leiktíð og lék sinn 1. og eina landsleik gegn Íslendingum í síðasta mánuði. Kevin Mbabu jafnaði metin og tryggði Wolfsburg stig, liðið er í 8. sæti með 24 stig. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Átján ára hollenskur landsliðsmaður hetja Bayern í sínum fyrsta leik
Sportpakkinn Þýski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Sjá meira