Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2019 10:10 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis.Morgunblaðið greinir frá og hefur eftir Ásmundi að Evrópuráðsþingið ætti að íhuga aðgerðir gagnvart Þórhildi Sunnu vegna þessa. Það var í júní sem forsætisnefnd Alþingis féllst á niðurstöðu siðanefndar Alþingis þess efnis að Þórhildur Sunna hefði brotið gegn siðareglum þingsins með ummælum sem hún lét falla um Ásmund í Silfrinu í Ríkissjónvarpinu. Ásmundur gerði sjálfur athugasemd við ummæli Þórhildar Sunnu og Björns Leví sem tjáðu sig um endurgreiðslur til Ásmundar vegna aksturskostnaðar. Ásmundur segir í samtalinu við Morgunblaðið að honum finnist mikilvægt að greina Evrópuráðsþinginu frá broti Þórhildar Sunnu. „Þórhildur Sunna rækti ekki störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika samkvæmt áliti forsætisnefndar og siðanefndar,“ segir Ásmundur. Þórhildur Sunna er varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins. Þórhildur Sunna sagði í Silfrinu þann 25. febrúar í fyrra að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Þá lá fyrir að Ásmundur hafði fengið 4,6 milljóna króna aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi vegna 48 þúsund kílómetra aksturs á eigin bíl. Reglur um þingfararkostnað kveða á um að þingmenn sem aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári skuli notast við bílaleigubíl sem Ásmundur gerði ekki. Viðurkenndi Ásmundur að hluti af endurgreiðslunum til sín hefðu orkað tvímælis, eins og hann komst að ári. Endurgreiddi hann skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur sem hann fékk fyrir ferðir um Suðurkjördæmi með tökufólki frá sjónvarpsstöðinni ÍNN. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis.Morgunblaðið greinir frá og hefur eftir Ásmundi að Evrópuráðsþingið ætti að íhuga aðgerðir gagnvart Þórhildi Sunnu vegna þessa. Það var í júní sem forsætisnefnd Alþingis féllst á niðurstöðu siðanefndar Alþingis þess efnis að Þórhildur Sunna hefði brotið gegn siðareglum þingsins með ummælum sem hún lét falla um Ásmund í Silfrinu í Ríkissjónvarpinu. Ásmundur gerði sjálfur athugasemd við ummæli Þórhildar Sunnu og Björns Leví sem tjáðu sig um endurgreiðslur til Ásmundar vegna aksturskostnaðar. Ásmundur segir í samtalinu við Morgunblaðið að honum finnist mikilvægt að greina Evrópuráðsþinginu frá broti Þórhildar Sunnu. „Þórhildur Sunna rækti ekki störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika samkvæmt áliti forsætisnefndar og siðanefndar,“ segir Ásmundur. Þórhildur Sunna er varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins. Þórhildur Sunna sagði í Silfrinu þann 25. febrúar í fyrra að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Þá lá fyrir að Ásmundur hafði fengið 4,6 milljóna króna aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi vegna 48 þúsund kílómetra aksturs á eigin bíl. Reglur um þingfararkostnað kveða á um að þingmenn sem aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári skuli notast við bílaleigubíl sem Ásmundur gerði ekki. Viðurkenndi Ásmundur að hluti af endurgreiðslunum til sín hefðu orkað tvímælis, eins og hann komst að ári. Endurgreiddi hann skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur sem hann fékk fyrir ferðir um Suðurkjördæmi með tökufólki frá sjónvarpsstöðinni ÍNN.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira