Guðmundur Andri telur Svanhildi Hólm ekki góðan kost í Efstaleitið Jakob Bjarnar skrifar 17. desember 2019 08:57 Guðmundur Andri telur umsókn Svanhildar Hólm, aðstoðarmanns fjármálaráðherra, athyglisvert uppátæki. Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar telur umsókn Svanhildar Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, um stöðu útvarpsstjóra uppátæki sem sýni furðulegt samband Sjálfstæðismanna við Ríkisútvarpið. Þetta kemur fram í pistli sem þingmaðurinn birti nú í morgun á Facebooksíðu sinni. Mikil spenna ríkir um þessa stöðuveitingu og hitnar í kolum ef eitthvað er. Málið er hápólitískt og orðið að stjórnskipulegu bitbeini. Umsækjendur sem sótt hafa um eru 41 talsins í ferli sem stjórn Ríkisútvarpsins hefur kosið að hafa leynilegt. Vísir greindi í gær frá viðbrögðum fyrrverandi Björns Bjarnasonar og Gunnars Braga Sveinssonar veltu fyrir sér uppleggi Eiríks Guðmundssonar útvarpsmanns sem taldi það ekki góðan kost að útvarpsstjóri kæmi beint úr röðum Sjálfstæðismanna. Svanhildur ekki trúverðugur fulltrúi stofnunarinnar Guðmundur Andri segir Sjálfstæðisflokkinn ekki endilega hinn eðlilega vettvang valda og samskipta í samfélaginu, og trúnaðarstörf fyrir flokkinn ekki endilega góðan undirbúning að valdastöðum á samfélagsvísu. „Því er manneskja sem hefur aðstoðað formann flokksins árum saman, meðal annars við framkomu í fjölmiðlum, ekki heppileg til þess að gegna starfi á borð við útvarpsstjóra – það segir sig eiginlega sjálft,“ segir meðal annars í pistli Guðmundar Andra. Hann segir ekki þar með sagt að Svanhildur sé ekki góður og frambærilegur starfskraftur, það hafi hún sýnt. En „manneskja sem sinnt hefur slíkri trúnaðarstöðu fyrir slíkan valdamann, sem á mikið undir opinberri umfjöllun um sig og sinn flokk, er einfaldlega ekki trúverðugur fulltrúi stofnunar sem okkur er öllum mikið í mun að sé sjálfstæð og sterk og ekki í þjónustuhlutverki við ríkisstjórnir hverju sinni.“ Furðulegt samband Sjálfstæðisflokks við RÚV Þá telur Guðmundur Andri umsókn Svanhildar sýna mótsagnakennd viðhorf Sjálfstæðismanna til Ríkisútvarpsins. „Þetta uppátæki Svanhildar Hólm - að sækja um stöðu útvarpsstjóra - sýnir okkur hið furðulega samband Sjálfstæðismanna við Ríkisútvarpið. Annars vegar standa þeim í linnulausum árásum á stofnunina, með hótunum og hlutdrægnibrigslum gagnvart hverjum þeim sem ekki hefur svarið trúnaðareiða í Valhöll – láta eins og það sé sérstakt keppikefli allra sem þarna starfa að ráðast á Sjálfstæðisflokkinn – og hins vegar telja þeir sig geta gengið þarna inn og út að vild og tekið sér þær stöður sem þá fýsir hverju sinni ...“ Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Hið óháða, ópólitíska og óþarfa RUV ohf.“ Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður telur óásættanlegt að Sjálfstæðismaður verði skipaður útvarpsstjóri. 16. desember 2019 10:24 Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00 41 vill verða útvarpsstjóri Alls barst 41 umsókn um starf útvarpsstjóra en umsóknarfrestur rann út á miðnætti í gær. Svo segir í tilkynningu frá stjórn Ríkisútvarpsins. 10. desember 2019 16:00 Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00 RÚV þarf ekki að segja almenningi frá umsækjendum um starf útvarpsstjóra Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur synjaði beiðni blaðamanns Vísis um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starf útvarpsstjóra hjá Ríkisútvarpinu. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag. 4. desember 2019 16:15 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar telur umsókn Svanhildar Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, um stöðu útvarpsstjóra uppátæki sem sýni furðulegt samband Sjálfstæðismanna við Ríkisútvarpið. Þetta kemur fram í pistli sem þingmaðurinn birti nú í morgun á Facebooksíðu sinni. Mikil spenna ríkir um þessa stöðuveitingu og hitnar í kolum ef eitthvað er. Málið er hápólitískt og orðið að stjórnskipulegu bitbeini. Umsækjendur sem sótt hafa um eru 41 talsins í ferli sem stjórn Ríkisútvarpsins hefur kosið að hafa leynilegt. Vísir greindi í gær frá viðbrögðum fyrrverandi Björns Bjarnasonar og Gunnars Braga Sveinssonar veltu fyrir sér uppleggi Eiríks Guðmundssonar útvarpsmanns sem taldi það ekki góðan kost að útvarpsstjóri kæmi beint úr röðum Sjálfstæðismanna. Svanhildur ekki trúverðugur fulltrúi stofnunarinnar Guðmundur Andri segir Sjálfstæðisflokkinn ekki endilega hinn eðlilega vettvang valda og samskipta í samfélaginu, og trúnaðarstörf fyrir flokkinn ekki endilega góðan undirbúning að valdastöðum á samfélagsvísu. „Því er manneskja sem hefur aðstoðað formann flokksins árum saman, meðal annars við framkomu í fjölmiðlum, ekki heppileg til þess að gegna starfi á borð við útvarpsstjóra – það segir sig eiginlega sjálft,“ segir meðal annars í pistli Guðmundar Andra. Hann segir ekki þar með sagt að Svanhildur sé ekki góður og frambærilegur starfskraftur, það hafi hún sýnt. En „manneskja sem sinnt hefur slíkri trúnaðarstöðu fyrir slíkan valdamann, sem á mikið undir opinberri umfjöllun um sig og sinn flokk, er einfaldlega ekki trúverðugur fulltrúi stofnunar sem okkur er öllum mikið í mun að sé sjálfstæð og sterk og ekki í þjónustuhlutverki við ríkisstjórnir hverju sinni.“ Furðulegt samband Sjálfstæðisflokks við RÚV Þá telur Guðmundur Andri umsókn Svanhildar sýna mótsagnakennd viðhorf Sjálfstæðismanna til Ríkisútvarpsins. „Þetta uppátæki Svanhildar Hólm - að sækja um stöðu útvarpsstjóra - sýnir okkur hið furðulega samband Sjálfstæðismanna við Ríkisútvarpið. Annars vegar standa þeim í linnulausum árásum á stofnunina, með hótunum og hlutdrægnibrigslum gagnvart hverjum þeim sem ekki hefur svarið trúnaðareiða í Valhöll – láta eins og það sé sérstakt keppikefli allra sem þarna starfa að ráðast á Sjálfstæðisflokkinn – og hins vegar telja þeir sig geta gengið þarna inn og út að vild og tekið sér þær stöður sem þá fýsir hverju sinni ...“
Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Hið óháða, ópólitíska og óþarfa RUV ohf.“ Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður telur óásættanlegt að Sjálfstæðismaður verði skipaður útvarpsstjóri. 16. desember 2019 10:24 Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00 41 vill verða útvarpsstjóri Alls barst 41 umsókn um starf útvarpsstjóra en umsóknarfrestur rann út á miðnætti í gær. Svo segir í tilkynningu frá stjórn Ríkisútvarpsins. 10. desember 2019 16:00 Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00 RÚV þarf ekki að segja almenningi frá umsækjendum um starf útvarpsstjóra Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur synjaði beiðni blaðamanns Vísis um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starf útvarpsstjóra hjá Ríkisútvarpinu. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag. 4. desember 2019 16:15 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Hið óháða, ópólitíska og óþarfa RUV ohf.“ Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður telur óásættanlegt að Sjálfstæðismaður verði skipaður útvarpsstjóri. 16. desember 2019 10:24
Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00
41 vill verða útvarpsstjóri Alls barst 41 umsókn um starf útvarpsstjóra en umsóknarfrestur rann út á miðnætti í gær. Svo segir í tilkynningu frá stjórn Ríkisútvarpsins. 10. desember 2019 16:00
Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00
RÚV þarf ekki að segja almenningi frá umsækjendum um starf útvarpsstjóra Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur synjaði beiðni blaðamanns Vísis um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starf útvarpsstjóra hjá Ríkisútvarpinu. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag. 4. desember 2019 16:15