Guðmundur Andri telur Svanhildi Hólm ekki góðan kost í Efstaleitið Jakob Bjarnar skrifar 17. desember 2019 08:57 Guðmundur Andri telur umsókn Svanhildar Hólm, aðstoðarmanns fjármálaráðherra, athyglisvert uppátæki. Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar telur umsókn Svanhildar Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, um stöðu útvarpsstjóra uppátæki sem sýni furðulegt samband Sjálfstæðismanna við Ríkisútvarpið. Þetta kemur fram í pistli sem þingmaðurinn birti nú í morgun á Facebooksíðu sinni. Mikil spenna ríkir um þessa stöðuveitingu og hitnar í kolum ef eitthvað er. Málið er hápólitískt og orðið að stjórnskipulegu bitbeini. Umsækjendur sem sótt hafa um eru 41 talsins í ferli sem stjórn Ríkisútvarpsins hefur kosið að hafa leynilegt. Vísir greindi í gær frá viðbrögðum fyrrverandi Björns Bjarnasonar og Gunnars Braga Sveinssonar veltu fyrir sér uppleggi Eiríks Guðmundssonar útvarpsmanns sem taldi það ekki góðan kost að útvarpsstjóri kæmi beint úr röðum Sjálfstæðismanna. Svanhildur ekki trúverðugur fulltrúi stofnunarinnar Guðmundur Andri segir Sjálfstæðisflokkinn ekki endilega hinn eðlilega vettvang valda og samskipta í samfélaginu, og trúnaðarstörf fyrir flokkinn ekki endilega góðan undirbúning að valdastöðum á samfélagsvísu. „Því er manneskja sem hefur aðstoðað formann flokksins árum saman, meðal annars við framkomu í fjölmiðlum, ekki heppileg til þess að gegna starfi á borð við útvarpsstjóra – það segir sig eiginlega sjálft,“ segir meðal annars í pistli Guðmundar Andra. Hann segir ekki þar með sagt að Svanhildur sé ekki góður og frambærilegur starfskraftur, það hafi hún sýnt. En „manneskja sem sinnt hefur slíkri trúnaðarstöðu fyrir slíkan valdamann, sem á mikið undir opinberri umfjöllun um sig og sinn flokk, er einfaldlega ekki trúverðugur fulltrúi stofnunar sem okkur er öllum mikið í mun að sé sjálfstæð og sterk og ekki í þjónustuhlutverki við ríkisstjórnir hverju sinni.“ Furðulegt samband Sjálfstæðisflokks við RÚV Þá telur Guðmundur Andri umsókn Svanhildar sýna mótsagnakennd viðhorf Sjálfstæðismanna til Ríkisútvarpsins. „Þetta uppátæki Svanhildar Hólm - að sækja um stöðu útvarpsstjóra - sýnir okkur hið furðulega samband Sjálfstæðismanna við Ríkisútvarpið. Annars vegar standa þeim í linnulausum árásum á stofnunina, með hótunum og hlutdrægnibrigslum gagnvart hverjum þeim sem ekki hefur svarið trúnaðareiða í Valhöll – láta eins og það sé sérstakt keppikefli allra sem þarna starfa að ráðast á Sjálfstæðisflokkinn – og hins vegar telja þeir sig geta gengið þarna inn og út að vild og tekið sér þær stöður sem þá fýsir hverju sinni ...“ Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Hið óháða, ópólitíska og óþarfa RUV ohf.“ Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður telur óásættanlegt að Sjálfstæðismaður verði skipaður útvarpsstjóri. 16. desember 2019 10:24 Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00 41 vill verða útvarpsstjóri Alls barst 41 umsókn um starf útvarpsstjóra en umsóknarfrestur rann út á miðnætti í gær. Svo segir í tilkynningu frá stjórn Ríkisútvarpsins. 10. desember 2019 16:00 Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00 RÚV þarf ekki að segja almenningi frá umsækjendum um starf útvarpsstjóra Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur synjaði beiðni blaðamanns Vísis um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starf útvarpsstjóra hjá Ríkisútvarpinu. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag. 4. desember 2019 16:15 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar telur umsókn Svanhildar Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, um stöðu útvarpsstjóra uppátæki sem sýni furðulegt samband Sjálfstæðismanna við Ríkisútvarpið. Þetta kemur fram í pistli sem þingmaðurinn birti nú í morgun á Facebooksíðu sinni. Mikil spenna ríkir um þessa stöðuveitingu og hitnar í kolum ef eitthvað er. Málið er hápólitískt og orðið að stjórnskipulegu bitbeini. Umsækjendur sem sótt hafa um eru 41 talsins í ferli sem stjórn Ríkisútvarpsins hefur kosið að hafa leynilegt. Vísir greindi í gær frá viðbrögðum fyrrverandi Björns Bjarnasonar og Gunnars Braga Sveinssonar veltu fyrir sér uppleggi Eiríks Guðmundssonar útvarpsmanns sem taldi það ekki góðan kost að útvarpsstjóri kæmi beint úr röðum Sjálfstæðismanna. Svanhildur ekki trúverðugur fulltrúi stofnunarinnar Guðmundur Andri segir Sjálfstæðisflokkinn ekki endilega hinn eðlilega vettvang valda og samskipta í samfélaginu, og trúnaðarstörf fyrir flokkinn ekki endilega góðan undirbúning að valdastöðum á samfélagsvísu. „Því er manneskja sem hefur aðstoðað formann flokksins árum saman, meðal annars við framkomu í fjölmiðlum, ekki heppileg til þess að gegna starfi á borð við útvarpsstjóra – það segir sig eiginlega sjálft,“ segir meðal annars í pistli Guðmundar Andra. Hann segir ekki þar með sagt að Svanhildur sé ekki góður og frambærilegur starfskraftur, það hafi hún sýnt. En „manneskja sem sinnt hefur slíkri trúnaðarstöðu fyrir slíkan valdamann, sem á mikið undir opinberri umfjöllun um sig og sinn flokk, er einfaldlega ekki trúverðugur fulltrúi stofnunar sem okkur er öllum mikið í mun að sé sjálfstæð og sterk og ekki í þjónustuhlutverki við ríkisstjórnir hverju sinni.“ Furðulegt samband Sjálfstæðisflokks við RÚV Þá telur Guðmundur Andri umsókn Svanhildar sýna mótsagnakennd viðhorf Sjálfstæðismanna til Ríkisútvarpsins. „Þetta uppátæki Svanhildar Hólm - að sækja um stöðu útvarpsstjóra - sýnir okkur hið furðulega samband Sjálfstæðismanna við Ríkisútvarpið. Annars vegar standa þeim í linnulausum árásum á stofnunina, með hótunum og hlutdrægnibrigslum gagnvart hverjum þeim sem ekki hefur svarið trúnaðareiða í Valhöll – láta eins og það sé sérstakt keppikefli allra sem þarna starfa að ráðast á Sjálfstæðisflokkinn – og hins vegar telja þeir sig geta gengið þarna inn og út að vild og tekið sér þær stöður sem þá fýsir hverju sinni ...“
Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Hið óháða, ópólitíska og óþarfa RUV ohf.“ Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður telur óásættanlegt að Sjálfstæðismaður verði skipaður útvarpsstjóri. 16. desember 2019 10:24 Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00 41 vill verða útvarpsstjóri Alls barst 41 umsókn um starf útvarpsstjóra en umsóknarfrestur rann út á miðnætti í gær. Svo segir í tilkynningu frá stjórn Ríkisútvarpsins. 10. desember 2019 16:00 Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00 RÚV þarf ekki að segja almenningi frá umsækjendum um starf útvarpsstjóra Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur synjaði beiðni blaðamanns Vísis um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starf útvarpsstjóra hjá Ríkisútvarpinu. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag. 4. desember 2019 16:15 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
„Hið óháða, ópólitíska og óþarfa RUV ohf.“ Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður telur óásættanlegt að Sjálfstæðismaður verði skipaður útvarpsstjóri. 16. desember 2019 10:24
Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00
41 vill verða útvarpsstjóri Alls barst 41 umsókn um starf útvarpsstjóra en umsóknarfrestur rann út á miðnætti í gær. Svo segir í tilkynningu frá stjórn Ríkisútvarpsins. 10. desember 2019 16:00
Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00
RÚV þarf ekki að segja almenningi frá umsækjendum um starf útvarpsstjóra Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur synjaði beiðni blaðamanns Vísis um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starf útvarpsstjóra hjá Ríkisútvarpinu. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag. 4. desember 2019 16:15
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent