Að leggja raflínur í jörð Þorsteinn Gunnarsson skrifar 17. desember 2019 08:30 Veðurhamfarir urðu á Norður- og Norðausturlandi snemma haustið 2012 þar sem miklar óveðursskemmdir urðu í Mývatnssveit. Brotnuðu um 100 staurar, rafmagnslaust var í allt að fjóra sólarhringa og aðstæður hinar erfiðustu. Brugðist var hratt við til að koma rafmagni aftur á til notenda. Gripið var til þess ráðs að leggja jarðstreng ofanjarðar til bráðabirgða og honum komið í jörð seinna um haustið. Með þeirri framkvæmd var loftlínukerfið í Mývatnssveit aflagt en í staðinn lagðir þriggja fasa jarðstrengir og svæðið ljósleiðaravætt í leiðinni sem var framsýni. Í óveðurshvellinum í síðustu viku nutum við góðs af því að nánast allar raflínur eru í jörð, rafmagnið hékk inni allan tímann og svo er hægt að grípa til gufustöðvarinnar í Bjarnaflagi ef allt fer á versta veg sem er okkar varaafl. Að leggja raflínur í jörð þar sem því er viðkomið er fjárfesting sem borgar sig, það geta Mývetningar vitnað um. Í Mývatnssveit er víða lítill jarðvegur og því þurfti að grafa jarðstrenginn niður í hraun á köflum í stað þess að plægja hann. Vissulega fylgir því talsvert jarðrask en það er hægt að lágmarka með vönduðum vinnubrögðum og tíminn læknar sárin. Með greininni fylgir samsett mynd frá Grænavatni í Mývatnssveit eftir slíka aðgerð, tekin með 5 ára millibili (mynd af heimasíðu Rarik). Tíminn læknar sárin.RARIK Eyðum nú ekki allri orkunni í að finna sökudólga á víxl vegna afhendingaöryggisleysis raforku. Búið er að margbenda á þetta í mörg án markvissra aðgerða. Nú þarf að láta hendur standa fram úr ermum eða um leið og óvissustigi hefur verið aflétt og raforkuflutningur tryggður eftir veðurhvellinn í síðustu viku. Höfundur er sveitarstjóri Skútustaðahrepps Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óveður 10. og 11. desember 2019 Skútustaðahreppur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Sjá meira
Veðurhamfarir urðu á Norður- og Norðausturlandi snemma haustið 2012 þar sem miklar óveðursskemmdir urðu í Mývatnssveit. Brotnuðu um 100 staurar, rafmagnslaust var í allt að fjóra sólarhringa og aðstæður hinar erfiðustu. Brugðist var hratt við til að koma rafmagni aftur á til notenda. Gripið var til þess ráðs að leggja jarðstreng ofanjarðar til bráðabirgða og honum komið í jörð seinna um haustið. Með þeirri framkvæmd var loftlínukerfið í Mývatnssveit aflagt en í staðinn lagðir þriggja fasa jarðstrengir og svæðið ljósleiðaravætt í leiðinni sem var framsýni. Í óveðurshvellinum í síðustu viku nutum við góðs af því að nánast allar raflínur eru í jörð, rafmagnið hékk inni allan tímann og svo er hægt að grípa til gufustöðvarinnar í Bjarnaflagi ef allt fer á versta veg sem er okkar varaafl. Að leggja raflínur í jörð þar sem því er viðkomið er fjárfesting sem borgar sig, það geta Mývetningar vitnað um. Í Mývatnssveit er víða lítill jarðvegur og því þurfti að grafa jarðstrenginn niður í hraun á köflum í stað þess að plægja hann. Vissulega fylgir því talsvert jarðrask en það er hægt að lágmarka með vönduðum vinnubrögðum og tíminn læknar sárin. Með greininni fylgir samsett mynd frá Grænavatni í Mývatnssveit eftir slíka aðgerð, tekin með 5 ára millibili (mynd af heimasíðu Rarik). Tíminn læknar sárin.RARIK Eyðum nú ekki allri orkunni í að finna sökudólga á víxl vegna afhendingaöryggisleysis raforku. Búið er að margbenda á þetta í mörg án markvissra aðgerða. Nú þarf að láta hendur standa fram úr ermum eða um leið og óvissustigi hefur verið aflétt og raforkuflutningur tryggður eftir veðurhvellinn í síðustu viku. Höfundur er sveitarstjóri Skútustaðahrepps
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun