Drew Brees vann kapphlaupið við Brady og bætti eftirsótt met Manning í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2019 16:30 Þetta var einstaklega gott kvöld fyrir Drew Brees Getty/Jonathan Bachman Drew Brees varð í nótt sá leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar sem hefur gefið flestar snertimarkssendingar á ferlinum. Þetta er eftirsóttasta met NFL-deildarinnar og því mikil tímamót fyrir hinn fertuga Drew Brees. Drew Brees bætti met Peyton Manning um leið og hann leiddi New Orleans Saints til 34-7 sigurs á Indianapolis Colts í Mánudagsleik NFL-deildarinnar. Drew Brees fór reyndar fram úr tveimur lifandi goðsögnum í þessum leik. 540 Drew Brees has done it: the most TD passes in @NFL history!#Saints#MNFpic.twitter.com/7FAakkRGCm— New Orleans Saints (@Saints) December 17, 2019 Hann byrjaði á því að jafna og komast fram úr Tom Brady sem var líka á höttunum eftir meti Peyton Manning. Peyton Manning gaf á sínum tíma 539 snertimarkssendingar og Tom Brady var kominn upp í 538 eftir leik sinn um helgina. Brees byrjaði kvöldið í 537 snertimarkssendingum. Drew Brees átti nánast fullkominn dag því 29 af 30 sendingum hans heppnuðust og leikmenn Saints skoruðu fjögur snertimörk eftir sendingar hans. Brees er þar með kominn með 541 snertimarkssendingu á ferlinum. Tom Brady er eflaust ekki búinn að syngja sitt síðasta en hann er nú þremur snertimarkssendingum á eftir Drew Brees. Drew Brees is the NFL's new TD pass king pic.twitter.com/WciMPHYo1Z— ESPN (@espn) December 17, 2019 Met Manning féll í þriðja leikhlutanum þegar Drew Brees vann innherjan Josh Hill. Brees átti einnig snertimarkssendingar á útherjana Michael Thomas og Tre'Quan Smith og hinn fjölhæfa Taysom Hill. NFL Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Sjá meira
Drew Brees varð í nótt sá leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar sem hefur gefið flestar snertimarkssendingar á ferlinum. Þetta er eftirsóttasta met NFL-deildarinnar og því mikil tímamót fyrir hinn fertuga Drew Brees. Drew Brees bætti met Peyton Manning um leið og hann leiddi New Orleans Saints til 34-7 sigurs á Indianapolis Colts í Mánudagsleik NFL-deildarinnar. Drew Brees fór reyndar fram úr tveimur lifandi goðsögnum í þessum leik. 540 Drew Brees has done it: the most TD passes in @NFL history!#Saints#MNFpic.twitter.com/7FAakkRGCm— New Orleans Saints (@Saints) December 17, 2019 Hann byrjaði á því að jafna og komast fram úr Tom Brady sem var líka á höttunum eftir meti Peyton Manning. Peyton Manning gaf á sínum tíma 539 snertimarkssendingar og Tom Brady var kominn upp í 538 eftir leik sinn um helgina. Brees byrjaði kvöldið í 537 snertimarkssendingum. Drew Brees átti nánast fullkominn dag því 29 af 30 sendingum hans heppnuðust og leikmenn Saints skoruðu fjögur snertimörk eftir sendingar hans. Brees er þar með kominn með 541 snertimarkssendingu á ferlinum. Tom Brady er eflaust ekki búinn að syngja sitt síðasta en hann er nú þremur snertimarkssendingum á eftir Drew Brees. Drew Brees is the NFL's new TD pass king pic.twitter.com/WciMPHYo1Z— ESPN (@espn) December 17, 2019 Met Manning féll í þriðja leikhlutanum þegar Drew Brees vann innherjan Josh Hill. Brees átti einnig snertimarkssendingar á útherjana Michael Thomas og Tre'Quan Smith og hinn fjölhæfa Taysom Hill.
NFL Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Sjá meira