Ellefta árið í röð sem jafnrétti kynjanna mælist mest á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. desember 2019 06:53 Er þetta ellefta árið í röð sem Ísland er efst á listanum. vísir/vilhelm Ísland er efst á nýjum lista Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) yfir ríki þar sem kynjajafnrétti mælist mest í heiminum. Er þetta ellefta árið í röð sem Ísland er efst á listanum en hann var gefinn út í morgun ásamt skýrslu um stöðu kynjajafnréttis á heimsvísu. Næst á eftir Íslandi koma Norðurlöndin Noregur, Finnland og Svíþjóð en í fimmta sæti er Níkaragva og Nýja-Sjáland er í því sjötta. Írland er í sjöunda sæti, Spánn í því áttunda, Rúanda í níunda sæti og Þýskaland situr í því tíunda. Í tilkynningu á vef Alþjóðaefnahagsráðsins segir að ekkert okkar muni upplifa að sjá jafnrétti kynjanna náð og líklega munu mörg barna okkar heldur ekki ná því. Það er meginniðurstaða skýrslunnar sem leiðir í ljós að fullu jafnrétti kynjanna verði ekki náð í heiminum fyrr en eftir 99,5 ár. Í fyrra var árafjöldinn 108 ár. Þetta er 14. árið í röð sem Alþjóðaefnahagsráðið gefur út skýrslu sína um jafnrétti kynjanna í heiminum. Úttektin nær til alls 153 landa en lagt er mat á jafnrétti kynjanna í stjórnmálum, menntun atvinnu og heilbrigði. Í ár eru störf framtíðarinnar einnig sérstaklega skoðuð með tilliti til jafnréttis kynjanna. Þannig sýnir skýrslan að konur eru aðeins tólf prósent þeirra sem starfa við skýjavinnslu (e. cloud computing). Í verkfræði eru konur fimmtán prósent og svo 26 prósent sem starfa við gagnavinnslu og gervigreind.Nánar má lesa um skýrsluna á vef Alþjóðaefnahagsráðsins. Jafnréttismál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Sjá meira
Ísland er efst á nýjum lista Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) yfir ríki þar sem kynjajafnrétti mælist mest í heiminum. Er þetta ellefta árið í röð sem Ísland er efst á listanum en hann var gefinn út í morgun ásamt skýrslu um stöðu kynjajafnréttis á heimsvísu. Næst á eftir Íslandi koma Norðurlöndin Noregur, Finnland og Svíþjóð en í fimmta sæti er Níkaragva og Nýja-Sjáland er í því sjötta. Írland er í sjöunda sæti, Spánn í því áttunda, Rúanda í níunda sæti og Þýskaland situr í því tíunda. Í tilkynningu á vef Alþjóðaefnahagsráðsins segir að ekkert okkar muni upplifa að sjá jafnrétti kynjanna náð og líklega munu mörg barna okkar heldur ekki ná því. Það er meginniðurstaða skýrslunnar sem leiðir í ljós að fullu jafnrétti kynjanna verði ekki náð í heiminum fyrr en eftir 99,5 ár. Í fyrra var árafjöldinn 108 ár. Þetta er 14. árið í röð sem Alþjóðaefnahagsráðið gefur út skýrslu sína um jafnrétti kynjanna í heiminum. Úttektin nær til alls 153 landa en lagt er mat á jafnrétti kynjanna í stjórnmálum, menntun atvinnu og heilbrigði. Í ár eru störf framtíðarinnar einnig sérstaklega skoðuð með tilliti til jafnréttis kynjanna. Þannig sýnir skýrslan að konur eru aðeins tólf prósent þeirra sem starfa við skýjavinnslu (e. cloud computing). Í verkfræði eru konur fimmtán prósent og svo 26 prósent sem starfa við gagnavinnslu og gervigreind.Nánar má lesa um skýrsluna á vef Alþjóðaefnahagsráðsins.
Jafnréttismál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Sjá meira