Þetta hefur verið frábær vetur fyrir þá Lamar Jackson og Joe Burrow, Lamar í NFL-deildinni og Joe í háskólafótboltanum.
Lamar Jackson þykir nær öruggur með að vera kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á þessari leiktíð og Joe Burrow fékk í gær hin frægu Heisman-verðlaun sem besti leikmaður háskólaboltans.
Það er sem er furðulegt við það er að sá besti í háskólaboltanum er eldri en sá besti í NFL-deildinni. Lamar Jackson er fæddur 7. janúar 1997 og verður ekki 23 ára fyrr en í byrjun næsta árs. Joe Burrow er fæddur 10. desember 1996 og varð því 23 ára á dögunum.
Crazy to think Joe Burrow is older than Lamar Jackson pic.twitter.com/bRjVUT2lWR
— ESPN (@espn) December 15, 2019
Lamar Jackson er á sínu öðru tímabili í NFL-deildinni en því fyrsta sem aðalleikstjórnandi. Hann hefur gjörbreytt ímynd manna af leikstjórnandastöðunni í NFL-deildinni með því að haga sér eins og leikstjórnandi og hlaupari í senn. Fyrir vikið hefur enginn átt svar við liði Baltimore Ravens sem hefur unnið tíu leiki í röð.
Joe Burrow hefur spilað frábærlega á sínu öðru ári með Louisiana State University en áður var hann hjá Ohio State. LSU Tigers hafa unnið alla þrettán leiki sína og Joe Burrow er með 48 snertimarkssendingar í þessum þrettán leikjum.