Konur „óumdeilanlega betri“ en karlar Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. desember 2019 08:43 Barack Obama fór um víðan völl á fundi sínum í Singapúr. skjáskot Þrátt fyrir að konur séu ekki fullkomnar eru þær óumdeilanlega betri en karlmenn, að sögn Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ef fleiri konur væru þjóðarleiðtogar væri heimurinn betri staður að hans sögn, lífsgæði og þjóðarhagur myndi vænkast. Flest vandamál heimsins mætti rekja til eldra fólks, ekki síst karlmanna, sem reyna að hanga á völdum eins og hundar á roði. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Obama á fundi í Singapúr um leiðtogahæfni í vikunni. Þar var hann meðal annars spurður hvort hann gæti hugsað sér að bjóða aftur fram krafta sína á hinu pólitíska sviði og svaraði Obama því neitandi. Hann tryði því að allir ættu að þekkja sinn vitjunartíma í pólitík. Þegar hann hélt um stjórnartaumana í Hvíta húsinu segist Obama hafa hugsað til þess hvernig heimurinn liti út ef honum væri stjórnað af konum, en ekki körlum eins og sér. „Ég vil að þið vitið það,“ sagði Obama og beindi orðum sínum að konunum í salnum, „að þið eruð ekki fullkomnar. Ég get hins vegar sagt nokkuð óumdeilanlega að þið eruð betri en við.“ Obama sagðist jafnframt sannfærður um að lífskjör heimsbyggðarinnar myndu batna umtalsvert ef konur myndu halda um stjórnartaumana, þó það væri ekki í nema tvö ár. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Obama hefur talað á þessum nótum. Það gerði hann til að mynda árið 2017 þegar hann kallaði eftir fleiri kvenleiðtogum - „því karlar virðast eiga í vandræðum þessa dagana.“ Hann nefndi þó engin nöfn í því samhengi. Obama bætti um betur í fyrrasumar þegar hann sagði á fundi í Jóhannesarborg að karlar væru farnir að „fara í taugarnar“ á honum. Í Singapúr minntist Obama þess hvernig konurnar í ríkisstjórn hans áttu oft erfitt með að fá áheyrn á fundum. Þær hafi jafnvel lagt fram tillögur, til þess eins að karlmaður bæri þær fram nokkrum mínútum síðar. Þetta hafi orðið til þess að konurnar hafi hætt að taka til máls á fundunum. „Ég vissi að þær höfðu meira til málanna að leggja en karlmennirnir,“ sagði Obama en bætti við að karlarnir hafi verið duglegri við að koma skoðunum sínum á framfæri. Því hafi hann brugðið á það ráð að spyrja konurnar sérstaklega á fundunum, sem oftar en ekki bjuggu yfir „ótrúlegri innsýn“ í málefnið hverju sinni. Hann hvatti því konurnar, sem viðstaddar voru, til að hefja upp raust sína. Hann beindi spjótum sínum einnig að karllægum fyrirtækjum. „Ef það er engin kona í efstu lögum fyrirtækisins, þá eruð þið væntanlega hluti af vandamálinu. Þið þurfið að vera hluti af lausninni og ættuð því að taka starfsemi ykkar til endurskoðunar,“ sagði Obama. Bandaríkin Jafnréttismál Singapúr Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Þrátt fyrir að konur séu ekki fullkomnar eru þær óumdeilanlega betri en karlmenn, að sögn Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ef fleiri konur væru þjóðarleiðtogar væri heimurinn betri staður að hans sögn, lífsgæði og þjóðarhagur myndi vænkast. Flest vandamál heimsins mætti rekja til eldra fólks, ekki síst karlmanna, sem reyna að hanga á völdum eins og hundar á roði. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Obama á fundi í Singapúr um leiðtogahæfni í vikunni. Þar var hann meðal annars spurður hvort hann gæti hugsað sér að bjóða aftur fram krafta sína á hinu pólitíska sviði og svaraði Obama því neitandi. Hann tryði því að allir ættu að þekkja sinn vitjunartíma í pólitík. Þegar hann hélt um stjórnartaumana í Hvíta húsinu segist Obama hafa hugsað til þess hvernig heimurinn liti út ef honum væri stjórnað af konum, en ekki körlum eins og sér. „Ég vil að þið vitið það,“ sagði Obama og beindi orðum sínum að konunum í salnum, „að þið eruð ekki fullkomnar. Ég get hins vegar sagt nokkuð óumdeilanlega að þið eruð betri en við.“ Obama sagðist jafnframt sannfærður um að lífskjör heimsbyggðarinnar myndu batna umtalsvert ef konur myndu halda um stjórnartaumana, þó það væri ekki í nema tvö ár. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Obama hefur talað á þessum nótum. Það gerði hann til að mynda árið 2017 þegar hann kallaði eftir fleiri kvenleiðtogum - „því karlar virðast eiga í vandræðum þessa dagana.“ Hann nefndi þó engin nöfn í því samhengi. Obama bætti um betur í fyrrasumar þegar hann sagði á fundi í Jóhannesarborg að karlar væru farnir að „fara í taugarnar“ á honum. Í Singapúr minntist Obama þess hvernig konurnar í ríkisstjórn hans áttu oft erfitt með að fá áheyrn á fundum. Þær hafi jafnvel lagt fram tillögur, til þess eins að karlmaður bæri þær fram nokkrum mínútum síðar. Þetta hafi orðið til þess að konurnar hafi hætt að taka til máls á fundunum. „Ég vissi að þær höfðu meira til málanna að leggja en karlmennirnir,“ sagði Obama en bætti við að karlarnir hafi verið duglegri við að koma skoðunum sínum á framfæri. Því hafi hann brugðið á það ráð að spyrja konurnar sérstaklega á fundunum, sem oftar en ekki bjuggu yfir „ótrúlegri innsýn“ í málefnið hverju sinni. Hann hvatti því konurnar, sem viðstaddar voru, til að hefja upp raust sína. Hann beindi spjótum sínum einnig að karllægum fyrirtækjum. „Ef það er engin kona í efstu lögum fyrirtækisins, þá eruð þið væntanlega hluti af vandamálinu. Þið þurfið að vera hluti af lausninni og ættuð því að taka starfsemi ykkar til endurskoðunar,“ sagði Obama.
Bandaríkin Jafnréttismál Singapúr Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira