Eftirlit með útgerðarfyrirtækjum í molum Kristinn H. Gunnarsson skrifar 16. desember 2019 08:30 Fyrir réttu ári skilaði Ríkisendurskoðun skýrslu til Alþingis um eftirlit Fiskistofu. Þar kemur fram: Eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla, hvort heldur sem er á hafnarvog eða hjá aðilum sem hafa leyfi til endur- eða heimavigtunar, er ófullnægjandi og efast má um að það skili tilætluðum árangri. Eftirlit stofnunarinnar með brottkasti er veikburða og ómarkvisst. Raunverulegur árangur þess er auk þess á huldu. Ekki verður séð að Fiskistofa kanni hvort yfirráð tengdra aðila í sjávarútvegi yfir aflahlutdeildum sé í samræmi við það hámark sem er skilgreint í lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Í stuttu máli þá hefur Fiskistofa hefur brugðist í öllum þremur verkefnunum sem hún á að sinna. Ófullnægjandi, veikburða og sinnir ekki eftirliti. Þetta er þreföld falleinkunn. Stofnunin veldur ekki hlutverki sínu. Vigtun: eftirlit takmarkað og ófullnægjandi Um vigtunina segir Rikisendurskoðun að árin 2013‒17 hafi eftirlit Fiskistofu, þar sem fulltrúi stofnunarinnar stóð yfir vigtun hjá vigtunarleyfishöfum, náð að meðaltali til innan við hálfs prósents af lönduðum afla hér á landi. Framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög og fyrirmæli stjórnvalda. Þá segir orðrétt í skýrslunni: „Á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga sem Ríkisendurskoðun aflaði er ljóst að eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla, hvort heldur sem er á hafnarvog eða hjá aðilum sem hafa leyfi til endur- eða heimavigtunar, er takmarkað og efast má um að það skili tilætluðum árangri.“ Brottkast: eftirlit takmarkað, veikburða og ómarkvisst Álit Ríkisendurskoðunar varðandi eftirlit með brottkasti er líka áfellisdómur yfir Fiskistofu, sem og atvinnuvegaráðuneytinu og Hafrannsóknarstofnun. Bent er á að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið telji að brottkast sé óverulegt innan íslenska fiskveiðiflotans þrátt fyrir þá sterku hagrænu hvata sem eru til staðar. Þarna er einfaldlega bent á að ráðuneytið setji kíkinn fyrir blinda augað og láti eins og að í sjávarútvegi notfæri menn sér ekki auðsóttan fjárhagslegan ávinning sem brottkast og vanvigtun felur í sér. Þessi afstaða ráðuneytisins, sem er auðvitað afstaða pólitísks ráðherra, fellur meira undir trúarbrögð en staðreyndir. Látið er eins og að kvótakerfið sé hin fullkomna stjórnun og handhafar kvótans séu samfélag heilagra. Enda er talið að við þessar útópísku aðstæður þurfi ekkert eftirlit. Ríkisendurskoðun slær þessa bábilju út af borðinu með þessum orðum: „Hafrannsóknastofnun hefur ekki ráðist í neinar rannsóknir á tegundaháðu brottkasti í rúman áratug auk þess sem gagnasöfnun um lengdarháð brottkast hefur dregist talsvert saman undanfarin ár. Í ljósi þessa og að eftirlit með brottkasti er afar takmarkað, veikburða og ómarkvisst er ekki tilefni til fullyrðinga um umfang þess. Taka verði alvarlega áhyggjur og vísbendingar um að brottkast sé stundað.“ Samþjöppun ekki könnuð Ríkisendurskoðun segir að eftirlit Fiskistofu með samþjöppuninni sé fólgið í því að taka við tilkynningum frá handhöfum aflaheimilda og „verður ekki séð að Fiskistofa kanni yfirráð tengdra aðila yfir aflahluteildum með markvissum og reglubundum hætti í samræmi við ákvæði 13. gr. laga um stjórn fiskveiða.“ Með öðrum orðum: Eftirlitsstofnunin treystir á tilkynningar frá þeim sem hún á að hafa eftirlit með. Punktur. Engin viðbrögð ráðamanna Ríkisendurskoðun lagði fram tillögur til úrbóta svo Fiskistofa mynda sinna sínu hlutverki. Vigtunin yrði færð undir forræði Fiskistofu og endurviktunin tekin til rækilegrar endurskoðunar. Aðvitað þarf að skilja að vigtun og kvótahafann. Það blasir við að freistnivandinn er mikill þegar sá sem nýtir kvótann hefur yfirráð yfir vigtuninni. Sérhver Íslendingur man söguna af valdi dönsku faktoranna þar sem þeir sögðu búðarþjónum sínum að vigta vöru íslendinganna „rétt.“ Þá setti Ríkisendurskoðun fram tillögur varðandi brottkastið og samþjöppunina. Nú er liðið heilt ár frá því að Ríkisendurskoðun setti fram skýrslu sína. Ekkert hefur gerst sem nálgast það að framfylgja tillögum stofnunarinnar. Enn eru tugir stórra útgerðarfyrirtækja sem vigta „rétt“ og hafa til þess töluvert svigrúm. Enn er brottkast ekki viðurkennt og enn fá valdir útgerðarmenn að valsa um auðlinda og safna æ stærri hlut af henni undir veldi sitt. Þarfasti þjónninn Það þarf ekki mikið pólitískt innsæi til þess að átta sig á því hvers vegna ekkert gerist. Það er óttinn við útgerðarvaldið. Atgangur Samherja gagnvart fyrrverandi Seðlabankastjóra eru skýrasta dæmið. Fleiri stórfyrirtæki í atvinnugreininni sýna af sér viðlíka hegðun og valsa um eins og ríki í ríkinu. Bæði eftirlitsstofnanir og rannsóknarstofnanir í sjávarútvegi eru skjálfandi undir hæl ófyrirleitna valdsins og ráðherrar, einkum sjávarútvegsráðherrar, hafa einn af öðrum í langri röð verið eins og þarfasti þjónn handhafa veiðiheimildanna og leyfa þeim að meðhöndla þær sem sína eign. Svo yfirgengileg er þjónustulundin að Ríkisendurskoðun er nóg boðið og bregst við eins og Skúli forðum og vill láta vigta rétt, í þágu þjóðarinnar. Það eru orð í tíma töluð.Kristinn H. Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Sjávarútvegur Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir réttu ári skilaði Ríkisendurskoðun skýrslu til Alþingis um eftirlit Fiskistofu. Þar kemur fram: Eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla, hvort heldur sem er á hafnarvog eða hjá aðilum sem hafa leyfi til endur- eða heimavigtunar, er ófullnægjandi og efast má um að það skili tilætluðum árangri. Eftirlit stofnunarinnar með brottkasti er veikburða og ómarkvisst. Raunverulegur árangur þess er auk þess á huldu. Ekki verður séð að Fiskistofa kanni hvort yfirráð tengdra aðila í sjávarútvegi yfir aflahlutdeildum sé í samræmi við það hámark sem er skilgreint í lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Í stuttu máli þá hefur Fiskistofa hefur brugðist í öllum þremur verkefnunum sem hún á að sinna. Ófullnægjandi, veikburða og sinnir ekki eftirliti. Þetta er þreföld falleinkunn. Stofnunin veldur ekki hlutverki sínu. Vigtun: eftirlit takmarkað og ófullnægjandi Um vigtunina segir Rikisendurskoðun að árin 2013‒17 hafi eftirlit Fiskistofu, þar sem fulltrúi stofnunarinnar stóð yfir vigtun hjá vigtunarleyfishöfum, náð að meðaltali til innan við hálfs prósents af lönduðum afla hér á landi. Framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög og fyrirmæli stjórnvalda. Þá segir orðrétt í skýrslunni: „Á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga sem Ríkisendurskoðun aflaði er ljóst að eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla, hvort heldur sem er á hafnarvog eða hjá aðilum sem hafa leyfi til endur- eða heimavigtunar, er takmarkað og efast má um að það skili tilætluðum árangri.“ Brottkast: eftirlit takmarkað, veikburða og ómarkvisst Álit Ríkisendurskoðunar varðandi eftirlit með brottkasti er líka áfellisdómur yfir Fiskistofu, sem og atvinnuvegaráðuneytinu og Hafrannsóknarstofnun. Bent er á að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið telji að brottkast sé óverulegt innan íslenska fiskveiðiflotans þrátt fyrir þá sterku hagrænu hvata sem eru til staðar. Þarna er einfaldlega bent á að ráðuneytið setji kíkinn fyrir blinda augað og láti eins og að í sjávarútvegi notfæri menn sér ekki auðsóttan fjárhagslegan ávinning sem brottkast og vanvigtun felur í sér. Þessi afstaða ráðuneytisins, sem er auðvitað afstaða pólitísks ráðherra, fellur meira undir trúarbrögð en staðreyndir. Látið er eins og að kvótakerfið sé hin fullkomna stjórnun og handhafar kvótans séu samfélag heilagra. Enda er talið að við þessar útópísku aðstæður þurfi ekkert eftirlit. Ríkisendurskoðun slær þessa bábilju út af borðinu með þessum orðum: „Hafrannsóknastofnun hefur ekki ráðist í neinar rannsóknir á tegundaháðu brottkasti í rúman áratug auk þess sem gagnasöfnun um lengdarháð brottkast hefur dregist talsvert saman undanfarin ár. Í ljósi þessa og að eftirlit með brottkasti er afar takmarkað, veikburða og ómarkvisst er ekki tilefni til fullyrðinga um umfang þess. Taka verði alvarlega áhyggjur og vísbendingar um að brottkast sé stundað.“ Samþjöppun ekki könnuð Ríkisendurskoðun segir að eftirlit Fiskistofu með samþjöppuninni sé fólgið í því að taka við tilkynningum frá handhöfum aflaheimilda og „verður ekki séð að Fiskistofa kanni yfirráð tengdra aðila yfir aflahluteildum með markvissum og reglubundum hætti í samræmi við ákvæði 13. gr. laga um stjórn fiskveiða.“ Með öðrum orðum: Eftirlitsstofnunin treystir á tilkynningar frá þeim sem hún á að hafa eftirlit með. Punktur. Engin viðbrögð ráðamanna Ríkisendurskoðun lagði fram tillögur til úrbóta svo Fiskistofa mynda sinna sínu hlutverki. Vigtunin yrði færð undir forræði Fiskistofu og endurviktunin tekin til rækilegrar endurskoðunar. Aðvitað þarf að skilja að vigtun og kvótahafann. Það blasir við að freistnivandinn er mikill þegar sá sem nýtir kvótann hefur yfirráð yfir vigtuninni. Sérhver Íslendingur man söguna af valdi dönsku faktoranna þar sem þeir sögðu búðarþjónum sínum að vigta vöru íslendinganna „rétt.“ Þá setti Ríkisendurskoðun fram tillögur varðandi brottkastið og samþjöppunina. Nú er liðið heilt ár frá því að Ríkisendurskoðun setti fram skýrslu sína. Ekkert hefur gerst sem nálgast það að framfylgja tillögum stofnunarinnar. Enn eru tugir stórra útgerðarfyrirtækja sem vigta „rétt“ og hafa til þess töluvert svigrúm. Enn er brottkast ekki viðurkennt og enn fá valdir útgerðarmenn að valsa um auðlinda og safna æ stærri hlut af henni undir veldi sitt. Þarfasti þjónninn Það þarf ekki mikið pólitískt innsæi til þess að átta sig á því hvers vegna ekkert gerist. Það er óttinn við útgerðarvaldið. Atgangur Samherja gagnvart fyrrverandi Seðlabankastjóra eru skýrasta dæmið. Fleiri stórfyrirtæki í atvinnugreininni sýna af sér viðlíka hegðun og valsa um eins og ríki í ríkinu. Bæði eftirlitsstofnanir og rannsóknarstofnanir í sjávarútvegi eru skjálfandi undir hæl ófyrirleitna valdsins og ráðherrar, einkum sjávarútvegsráðherrar, hafa einn af öðrum í langri röð verið eins og þarfasti þjónn handhafa veiðiheimildanna og leyfa þeim að meðhöndla þær sem sína eign. Svo yfirgengileg er þjónustulundin að Ríkisendurskoðun er nóg boðið og bregst við eins og Skúli forðum og vill láta vigta rétt, í þágu þjóðarinnar. Það eru orð í tíma töluð.Kristinn H. Gunnarsson
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun