Tom Brady og félagar í úrslitakeppnina ellefta árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2019 11:00 Patrick Mahomes í snjókomunni í Kansas City í gær. Getty/Peter Aiken Átta lið hafa nú tryggt sér sæti í úrslitakeppni NFL-deildarinnar eftir úrslit fimmtándu umferðarinnar í gær og nótt. Buffalo Bills, New England Patriots, Seattle Seahawks og Green Bay Packers komust öll í úrslitakeppnina með sigri og það gerði einnig San Francisco 49ers þrátt fyrir tap, þökk sé úrslitum í öðrum leikjum. FINAL: The @Patriots advance to 11-3 with a playoff-clinching win! #NEvsCIN#GoPatspic.twitter.com/3luwmyUx2c— NFL (@NFL) December 15, 2019 Tom Brady og félagar í New England Patriots settu nýtt met með því að komast í úrslitakeppnina ellefta árið í röð. Liðið hefur verið aðeins að hiksta að undanförnu en er öruggt inn í úrslitakeppnina eftir 34-13 útisigur á Cincinnati Bengals. Patriots varð fjórða liðið til þess að tryggja sig inn í úrslitakeppnina og bættist þar í hóp með Baltimore Ravens, Kansas City Chiefs og New Orleans Saints. Þegar leið á daginn og kvöldið þá bættust fjögur önnur lið við. Seattle Seahawks tryggði sig inn með 30-24 útisigri á Carolina Panthers og Green Bay Packers er öruggt eftir 21-13 sigur á Chicago Bears en bæði fóru inn af því að Los Angeles Rams tapaði á móti Dallas Cowboys. Það gerði einnig San Francisco 49ers þrátt fyrir tap á móti Atlanta Falcons. FINAL: The @BuffaloBills improve to 10-4! #BUFvsPIT#GoBIlls (by @Lexus) pic.twitter.com/rVRPMQjP34— NFL (@NFL) December 16, 2019 Buffalo Bills var síðan síðasta liðið til að tryggja sig inn eftir 17-10 sigur á Pittsburgh Steelers í Sunnudagskvöldleiknum. Það er mikil spenna í suðurriðli Ameríkudeildarinnar og þar vann Houston Texans gríðarlega mikilvægan 24-21 útisigur á Tennessee Titans. Liðin voru jöfn á toppi riðilsins fyrir leikinn en mætast svo aftur í lokaumferðinni. Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles eru í mikilli keppni í Austurriðli Þjóðardeildarinnar og eru áfram jöfn eftir sigra hjá báðum. Það lítur því út fyrir hreinan úrslitaleik hjá þeim um næstu helgi. Annars setti vetur konungur mikinn svip á leik Kansas City Chiefs og Denver Broncos en hann var spilaður í snjó. Það kom þó ekki í veg fyrir að Patrick Mahomes leiddi Chiefs liðið til sigurs, 23-3. FINAL: The @Chiefs win a wintery Week 15 game! #DENvsKC#ChiefsKingdompic.twitter.com/aYf9dH0eiT— NFL (@NFL) December 15, 2019 Úrslitin í NFL-deildinni: Pittsburgh Steelers - Buffalo Bills 10-17 Dallas Cowboys - Los Angeles Rams 44-21 San Francisco 49ers - Atlanta Falcons 22-29 Arizona Cardinals - Cleveland Browns 38-24 Los Angeles Chargers - Minnesota Vikings 10-39 Oakland Raiders - Jacksonville Jaguars 16-20 Carolina Panthers - Seattle Seahawks 24-30 Cincinnati Bengals - New England Patriots 13-34 Detroit Lions - Tampa Bay Buccaneers 17-38 Green Bay Packers - Chicago Bears 21-13 Kansas City Chiefs - Denver Broncos 23-3 New York Giants - Miami Dolphins 36-20 Tennessee Titans - Houston Texans 21-24 Washington Redskins - Philadelphia Eagles 27-37 FINAL: The @packers improve to 11-3!#GoPackGo#CHIvsGBpic.twitter.com/ZAy2qChwfG— NFL (@NFL) December 15, 2019 Ameríkudeildin - staðan (feit- og skáletruð lið örugg í úrslitakeppni) Austurriðill New England Patriots 11-3 Buffalo Bills 10-4 New York Jets 5-9 Miami Dolphins 3-11NorðurriðillBaltimore Ravens 12-2 Pittsburgh Steelers 8-6 Cleveland Browns 6-8 Cincinnati Bengals 1-13Suðurriðill Houston Texans 9-5 Tennessee Titans 8-6 Indianapolis Colts 6-7 Jacksonville Jaguars 5-9VesturriðillKansas City Chiefs 10-4 Oakland Raiders 6-8 Denver Broncos 5-9 Los Angeles Chargers 5-9Þjóðardeildin - staðan (feit- og skáletruð lið örugg í úrslitakeppni)Austurriðill Dallas Cowboys 7-7 Philadelphia Eagles 7-7 New York Giants 3-11 Washington Redskins 3-11NorðurriðillGreen Bay Packers 11-3 Minnesota Vikings 10-4 Chicago Bears 7-7 Detroit Lions 3-10SuðurriðillNew Orleans Saints 10-3 Tampa Bay Buccaneers 7-7 Atlanta Falcons 5-9 Carolina Panthers 5-9VesturriðillSeattle Seahawks 11-3San Francisco 49ers 11-3 Los Angeles Rams 8-6 Arizona Cardinals 4-9 NFL Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Sjá meira
Átta lið hafa nú tryggt sér sæti í úrslitakeppni NFL-deildarinnar eftir úrslit fimmtándu umferðarinnar í gær og nótt. Buffalo Bills, New England Patriots, Seattle Seahawks og Green Bay Packers komust öll í úrslitakeppnina með sigri og það gerði einnig San Francisco 49ers þrátt fyrir tap, þökk sé úrslitum í öðrum leikjum. FINAL: The @Patriots advance to 11-3 with a playoff-clinching win! #NEvsCIN#GoPatspic.twitter.com/3luwmyUx2c— NFL (@NFL) December 15, 2019 Tom Brady og félagar í New England Patriots settu nýtt met með því að komast í úrslitakeppnina ellefta árið í röð. Liðið hefur verið aðeins að hiksta að undanförnu en er öruggt inn í úrslitakeppnina eftir 34-13 útisigur á Cincinnati Bengals. Patriots varð fjórða liðið til þess að tryggja sig inn í úrslitakeppnina og bættist þar í hóp með Baltimore Ravens, Kansas City Chiefs og New Orleans Saints. Þegar leið á daginn og kvöldið þá bættust fjögur önnur lið við. Seattle Seahawks tryggði sig inn með 30-24 útisigri á Carolina Panthers og Green Bay Packers er öruggt eftir 21-13 sigur á Chicago Bears en bæði fóru inn af því að Los Angeles Rams tapaði á móti Dallas Cowboys. Það gerði einnig San Francisco 49ers þrátt fyrir tap á móti Atlanta Falcons. FINAL: The @BuffaloBills improve to 10-4! #BUFvsPIT#GoBIlls (by @Lexus) pic.twitter.com/rVRPMQjP34— NFL (@NFL) December 16, 2019 Buffalo Bills var síðan síðasta liðið til að tryggja sig inn eftir 17-10 sigur á Pittsburgh Steelers í Sunnudagskvöldleiknum. Það er mikil spenna í suðurriðli Ameríkudeildarinnar og þar vann Houston Texans gríðarlega mikilvægan 24-21 útisigur á Tennessee Titans. Liðin voru jöfn á toppi riðilsins fyrir leikinn en mætast svo aftur í lokaumferðinni. Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles eru í mikilli keppni í Austurriðli Þjóðardeildarinnar og eru áfram jöfn eftir sigra hjá báðum. Það lítur því út fyrir hreinan úrslitaleik hjá þeim um næstu helgi. Annars setti vetur konungur mikinn svip á leik Kansas City Chiefs og Denver Broncos en hann var spilaður í snjó. Það kom þó ekki í veg fyrir að Patrick Mahomes leiddi Chiefs liðið til sigurs, 23-3. FINAL: The @Chiefs win a wintery Week 15 game! #DENvsKC#ChiefsKingdompic.twitter.com/aYf9dH0eiT— NFL (@NFL) December 15, 2019 Úrslitin í NFL-deildinni: Pittsburgh Steelers - Buffalo Bills 10-17 Dallas Cowboys - Los Angeles Rams 44-21 San Francisco 49ers - Atlanta Falcons 22-29 Arizona Cardinals - Cleveland Browns 38-24 Los Angeles Chargers - Minnesota Vikings 10-39 Oakland Raiders - Jacksonville Jaguars 16-20 Carolina Panthers - Seattle Seahawks 24-30 Cincinnati Bengals - New England Patriots 13-34 Detroit Lions - Tampa Bay Buccaneers 17-38 Green Bay Packers - Chicago Bears 21-13 Kansas City Chiefs - Denver Broncos 23-3 New York Giants - Miami Dolphins 36-20 Tennessee Titans - Houston Texans 21-24 Washington Redskins - Philadelphia Eagles 27-37 FINAL: The @packers improve to 11-3!#GoPackGo#CHIvsGBpic.twitter.com/ZAy2qChwfG— NFL (@NFL) December 15, 2019 Ameríkudeildin - staðan (feit- og skáletruð lið örugg í úrslitakeppni) Austurriðill New England Patriots 11-3 Buffalo Bills 10-4 New York Jets 5-9 Miami Dolphins 3-11NorðurriðillBaltimore Ravens 12-2 Pittsburgh Steelers 8-6 Cleveland Browns 6-8 Cincinnati Bengals 1-13Suðurriðill Houston Texans 9-5 Tennessee Titans 8-6 Indianapolis Colts 6-7 Jacksonville Jaguars 5-9VesturriðillKansas City Chiefs 10-4 Oakland Raiders 6-8 Denver Broncos 5-9 Los Angeles Chargers 5-9Þjóðardeildin - staðan (feit- og skáletruð lið örugg í úrslitakeppni)Austurriðill Dallas Cowboys 7-7 Philadelphia Eagles 7-7 New York Giants 3-11 Washington Redskins 3-11NorðurriðillGreen Bay Packers 11-3 Minnesota Vikings 10-4 Chicago Bears 7-7 Detroit Lions 3-10SuðurriðillNew Orleans Saints 10-3 Tampa Bay Buccaneers 7-7 Atlanta Falcons 5-9 Carolina Panthers 5-9VesturriðillSeattle Seahawks 11-3San Francisco 49ers 11-3 Los Angeles Rams 8-6 Arizona Cardinals 4-9
NFL Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Sjá meira