Einkabíllinn er dauður Sævar Þór Jónsson skrifar 13. desember 2019 14:15 Frá unga aldri hef ég verið með bíladellu á háu stigi. Hið óheflaða frelsi einkabílsins var svo heillandi. Með hækkandi aldri óx eftirlöngun mín eftir því að eignast mitt eigið ökutæki og eignaðist ég það snemma á fullorðinsaldri. Áður en langt var um liðið var ég orðinn forfallinn bíladellukarl. Sólundaði ég óteljandi stundum ýmist við að dútla við skrjóða eða á bílastæðum helstu bílasala bæjarins að svipast um eftir bílum. Ég er jú eins og flestir sem hafa dálæti af bílnum. Forhertur bíladellukall líkt og ég á erfitt með að gera mér í hugarlund þá framtíð sem í vændum er, án hins ljúfa anga bensínsins eða díselolíunnar. Maður sem alla tíð hefur haft einstakt dálæti á bílum og öðrum bollaleggingum um vélarstærðir sem og flestu öðru er viðkemur ökutækjum. Sú framtíð sem er í vændum á erfitt með að finna sér átyllu í hugarheimi mínum. Hvað þá þegar við verðum orðin umkringd pískrandi rafknúnum ökutækjum. Eitt er þó ljóst, eins erfitt og það kann að vera að viðurkenna, og þá einkum fyrir kall eins og mig, endalok einkabílsins eru í aðsigi. Orrustan um einkabílinn er fyrir bí, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Ökutæki knúin bensíni eða dísel heyra brátt sögunni til. Gleypt af sömu örlögum og fararskjótar fyrri alda. Stund viðurkenningar er núna, við verðum að slást í för með tíðarandanum og auknum kröfum um að umhverfið skuli njóta vafans. En nú er tími orkuskipta runninn upp. Í takt við auknar kröfur um vernd umhverfisins og umhverfisvænni og endurnýjanlega orkugjafa hvílir á okkur skylda og ábyrgð, okkar allra, að gæta hagsmuna framtíðar. Annað leyfist okkur ekki. Í ljósi þeirra stakkaskipta og þróunar sem samfélag okkar stendur frammi fyrir verðum við, fyrst við erum á annað borð hafin handa, að stíga tvö skref áfram í stað eins, og óheimila notkun þeirra ökutækja sem ganga alfarið fyrir bensíni eða dísel, nema í undantekningartilfellum. Banna innflutning og notkun slíkra tækja verður að vera raunhæfur möguleiki ef við ætlum að ná markmiðum okkar í umhverfismálum. Það þarf í reynd að gerast innan mjög fárra ára. Höldum ótrauð áfram hvatasköpuninni og komum flota okkar alfarið yfir í endurnýtanlega orku. Verum óhrædd við að ganga lengra og setjum okkur háleit markmið um úreldingu hins úrelta flota og greiðum leið þeirra sem kjósa umhverfisvænni ökutæki, og þá fyrst og fremst efnahagslega. Setjum okkur áætlun og stöndum við hana. Stefnum á, jafnvel innan 5 ára, að vera eingöngu með bílaflota sem knúinn er áfram af rafmagni eða tvígengisvélum. Verum frumkvöðlar sem þjóð í þessum orkuskiptum. Staðreyndin er sú að einkabílinn í óbreyttri mynd hefur ekið sinn hinsta veg hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Við getum ekki leyft okkur að nýta einkabílinn eins og hann er nýttur í dag nema að farið sé í kerfilegar breytingar sem ganga út á það að við nýtum umhverfisvænni kosti þegar kemur að einkabílnum og öðrum farartækjum. Stjórnvöld verða að stíga þessi skref með ívilunum og með reglusetningu. Þá þurfa bílaumboðin að stíga skref að umbreytingu sem snýr að því að bjóða eingöngu upp á kosti sem eru umhverfisvænir.Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Samgöngur Sævar Þór Jónsson Umhverfismál Mest lesið Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Sjá meira
Frá unga aldri hef ég verið með bíladellu á háu stigi. Hið óheflaða frelsi einkabílsins var svo heillandi. Með hækkandi aldri óx eftirlöngun mín eftir því að eignast mitt eigið ökutæki og eignaðist ég það snemma á fullorðinsaldri. Áður en langt var um liðið var ég orðinn forfallinn bíladellukarl. Sólundaði ég óteljandi stundum ýmist við að dútla við skrjóða eða á bílastæðum helstu bílasala bæjarins að svipast um eftir bílum. Ég er jú eins og flestir sem hafa dálæti af bílnum. Forhertur bíladellukall líkt og ég á erfitt með að gera mér í hugarlund þá framtíð sem í vændum er, án hins ljúfa anga bensínsins eða díselolíunnar. Maður sem alla tíð hefur haft einstakt dálæti á bílum og öðrum bollaleggingum um vélarstærðir sem og flestu öðru er viðkemur ökutækjum. Sú framtíð sem er í vændum á erfitt með að finna sér átyllu í hugarheimi mínum. Hvað þá þegar við verðum orðin umkringd pískrandi rafknúnum ökutækjum. Eitt er þó ljóst, eins erfitt og það kann að vera að viðurkenna, og þá einkum fyrir kall eins og mig, endalok einkabílsins eru í aðsigi. Orrustan um einkabílinn er fyrir bí, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Ökutæki knúin bensíni eða dísel heyra brátt sögunni til. Gleypt af sömu örlögum og fararskjótar fyrri alda. Stund viðurkenningar er núna, við verðum að slást í för með tíðarandanum og auknum kröfum um að umhverfið skuli njóta vafans. En nú er tími orkuskipta runninn upp. Í takt við auknar kröfur um vernd umhverfisins og umhverfisvænni og endurnýjanlega orkugjafa hvílir á okkur skylda og ábyrgð, okkar allra, að gæta hagsmuna framtíðar. Annað leyfist okkur ekki. Í ljósi þeirra stakkaskipta og þróunar sem samfélag okkar stendur frammi fyrir verðum við, fyrst við erum á annað borð hafin handa, að stíga tvö skref áfram í stað eins, og óheimila notkun þeirra ökutækja sem ganga alfarið fyrir bensíni eða dísel, nema í undantekningartilfellum. Banna innflutning og notkun slíkra tækja verður að vera raunhæfur möguleiki ef við ætlum að ná markmiðum okkar í umhverfismálum. Það þarf í reynd að gerast innan mjög fárra ára. Höldum ótrauð áfram hvatasköpuninni og komum flota okkar alfarið yfir í endurnýtanlega orku. Verum óhrædd við að ganga lengra og setjum okkur háleit markmið um úreldingu hins úrelta flota og greiðum leið þeirra sem kjósa umhverfisvænni ökutæki, og þá fyrst og fremst efnahagslega. Setjum okkur áætlun og stöndum við hana. Stefnum á, jafnvel innan 5 ára, að vera eingöngu með bílaflota sem knúinn er áfram af rafmagni eða tvígengisvélum. Verum frumkvöðlar sem þjóð í þessum orkuskiptum. Staðreyndin er sú að einkabílinn í óbreyttri mynd hefur ekið sinn hinsta veg hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Við getum ekki leyft okkur að nýta einkabílinn eins og hann er nýttur í dag nema að farið sé í kerfilegar breytingar sem ganga út á það að við nýtum umhverfisvænni kosti þegar kemur að einkabílnum og öðrum farartækjum. Stjórnvöld verða að stíga þessi skref með ívilunum og með reglusetningu. Þá þurfa bílaumboðin að stíga skref að umbreytingu sem snýr að því að bjóða eingöngu upp á kosti sem eru umhverfisvænir.Höfundur er lögmaður.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun