Gullfundur Íslendinga á Grænlandi talinn fimmtíu milljarða króna virði Kristján Már Unnarsson skrifar 12. desember 2019 21:45 Eldur Ólafsson jarðfræðingur er stofnandi og framkvæmdastjóri AEX Gold. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Gullnámur á Grænlandi, sem Íslendingar eiga þriðjung í, hafa reynst mun gullríkari en búist var við. Gullæðar, sem þegar hafa fundist, eru taldar um fimmtíu milljarða króna virði. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Gullnámurnar eru á nokkrum stöðum á Suður-Grænlandi, í fjalllendi inn af bænum Nanortalik. Aðalmaðurinn á bak við verkefnið er 33 ára Íslendingur, Eldur Ólafsson frá Torfastöðum í Biskupstungum. -Hvernig datt þér í hug að fara að leita að gulli á Grænlandi? „Ég held að áhuginn hafi kviknað í jarðfræðinni hérna í Háskóla Íslands. Ég hef fókuserað á auðlindir frá því ég útskrifaðist. Byrjaði í jarðhita, og svo í olíu og gas, og núna í „mining“ á Grænlandi,“ svarar Eldur, stofnandi og framkvæmdastjóri AEX Gold. Gullnámurnar eru á Suður-Grænlandi.Mynd/AEX Gold. Ævintýrið hófst fyrir fimm árum þegar Eldur ásamt fleirum stofnaði fyrirtæki um að taka yfir gullnámu af félagi sem fór í þrot. „Og keyptum þessa námu, auk þriggja annarra leyfa, frá þremur mismunandi fyrirtækjum, og settum öll þessi leyfi inn í eitt félag, sem við skráðum á markað í Kanada árið 2017.“ Frá einu af leitarsvæðum AEX Gold.Mynd/AEX Gold. Þeir fengu inn sérfræðiþekkingu og fjármagn til að standa undir meiri leit sem núna hefur skilað þeim árangri að búið er að finna óvenju gullríkar æðar. „Sem eru 18 grömm á tonnið. Það er mjög hátt hlutfall. Meðaltalið í heiminum er í kringum 2-3 grömm. Og segir sig sjálft að þegar þú ert með hærra hlutfall þá er ódýrara að vinna það,“ segir Eldur. Gullið hefur reynst meira en búist var við, segir í frétt grænlenska miðilsins Sermitsiaq, sem lýsir árangrinum sem gullævintýri. Frá búðum gullleitarmanna. Þyrlur eru notaðar til að komast á milli svæða.Mynd/AEX Gold. Gullmagnið, sem áætlað er að finnist í námunum, telst verulegt, sem og verðmætið. „263 þúsund únsur. Markaðsverð á gulli í dag er í kringum 1.500 dollarar þannig að þetta eru í kringum 400 milljónir dollara.“ Eða um fimmtíu milljarðar íslenskra króna. Íslendingar hófu gullleitina á Grænlandi fyrir fimm árum.Mynd/AEX Gold. Fjárfestar í AEX Gold eru um tvöhundruð talsins en tæplega þriðjungur hlutfjár er í höndum Íslendinga. „Ég myndi halda að það væri yfir þrjátíu prósent í félaginu, ef ég ætti að skjóta á það. Stór partur er hlutur minnar fjölskyldu, sem er um tólf prósent í félaginu.“ Eldur segir námareksturinn verða með lágmarks umhverfisáhrifum. „Það er að segja; allt efni sem við tökum út úr fjallinu skilum við aftur inn í fjallið, eftir að við erum búnir að taka gullið úr því.“ Framkvæmdastjóri AEX Gold segir að jarðefnum verði aftur skilað inn í fjallið þegar búið er að ná gullinu.Mynd/AEX Gold. Þá muni gullnáman styrkja fjárhag Grænlands. „Við getum búið til störf þarna fyrir 100-200 manns á svæðinu. Við getum skilað auðlindagjöldum upp á 2,5 prósent til stjórnvalda auk skatta og gjalda. Þannig að þetta hefur áhrif á samfélagið,“ segir Eldur. Hann bætir við að fjárfesting í sjálfbærri orkuvinnslu vegna námarekstursins, eins og vindmyllum og vatnsorkuveri, muni jafnframt gagnast byggðum í grennd. Áætlað er að milli 100 og 200 störf skapist á Suður-Grænlandi þegar gullvinnslan hefst.Mynd/AEX Gold. Og núna er komið að því að hefja gullvinnsluna. „Við sendum núna strax út á þessu ári nokkur tonn til þess að slá nokkrar gullmyntir og við sjáum hvað kemur út úr því. En í framhaldinu af því ætlum við að byrja á næsta ári og svo aukum við vinnsluna frá ári til árs. Plönin liggja þannig hjá okkur,“ segir Eldur Ólafsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Norðurslóðir Tengdar fréttir Eigandi Icelandair Hotels vill reisa lúxushótel í hjarta Nuuk Aðaleigandi Icelandair-Hotels, malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, hefur kynnt áform um að reisa lúxushótel í hjarta Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 8. desember 2019 22:49 Leiðir gullgrafaraævintýri á Grænlandi Alopex Gold hefur undir höndum leyfi á þremur gullnámusvæðum á Grænlandi, Nalunaq, Vagar og Tartoq. Eldur Ólafsson er forstjóri fyrirtækisins og einn stofnenda. Í sumar fóru fram boranir í Nalunaq sem staðfesta framhald aðalgullæðarinnar en það eykur vissuna að til staðar séu 1,2 milljónir únsa af gulli. 10. desember 2017 10:00 Grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu í fyrsta þjóðveginn Grænlenska þingið hefur í fyrsta sinn samþykkt fjárveitingu til þjóðvegagerðar í þessu næsta nágrannalandi Íslands. 26. nóvember 2019 22:31 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Gullnámur á Grænlandi, sem Íslendingar eiga þriðjung í, hafa reynst mun gullríkari en búist var við. Gullæðar, sem þegar hafa fundist, eru taldar um fimmtíu milljarða króna virði. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Gullnámurnar eru á nokkrum stöðum á Suður-Grænlandi, í fjalllendi inn af bænum Nanortalik. Aðalmaðurinn á bak við verkefnið er 33 ára Íslendingur, Eldur Ólafsson frá Torfastöðum í Biskupstungum. -Hvernig datt þér í hug að fara að leita að gulli á Grænlandi? „Ég held að áhuginn hafi kviknað í jarðfræðinni hérna í Háskóla Íslands. Ég hef fókuserað á auðlindir frá því ég útskrifaðist. Byrjaði í jarðhita, og svo í olíu og gas, og núna í „mining“ á Grænlandi,“ svarar Eldur, stofnandi og framkvæmdastjóri AEX Gold. Gullnámurnar eru á Suður-Grænlandi.Mynd/AEX Gold. Ævintýrið hófst fyrir fimm árum þegar Eldur ásamt fleirum stofnaði fyrirtæki um að taka yfir gullnámu af félagi sem fór í þrot. „Og keyptum þessa námu, auk þriggja annarra leyfa, frá þremur mismunandi fyrirtækjum, og settum öll þessi leyfi inn í eitt félag, sem við skráðum á markað í Kanada árið 2017.“ Frá einu af leitarsvæðum AEX Gold.Mynd/AEX Gold. Þeir fengu inn sérfræðiþekkingu og fjármagn til að standa undir meiri leit sem núna hefur skilað þeim árangri að búið er að finna óvenju gullríkar æðar. „Sem eru 18 grömm á tonnið. Það er mjög hátt hlutfall. Meðaltalið í heiminum er í kringum 2-3 grömm. Og segir sig sjálft að þegar þú ert með hærra hlutfall þá er ódýrara að vinna það,“ segir Eldur. Gullið hefur reynst meira en búist var við, segir í frétt grænlenska miðilsins Sermitsiaq, sem lýsir árangrinum sem gullævintýri. Frá búðum gullleitarmanna. Þyrlur eru notaðar til að komast á milli svæða.Mynd/AEX Gold. Gullmagnið, sem áætlað er að finnist í námunum, telst verulegt, sem og verðmætið. „263 þúsund únsur. Markaðsverð á gulli í dag er í kringum 1.500 dollarar þannig að þetta eru í kringum 400 milljónir dollara.“ Eða um fimmtíu milljarðar íslenskra króna. Íslendingar hófu gullleitina á Grænlandi fyrir fimm árum.Mynd/AEX Gold. Fjárfestar í AEX Gold eru um tvöhundruð talsins en tæplega þriðjungur hlutfjár er í höndum Íslendinga. „Ég myndi halda að það væri yfir þrjátíu prósent í félaginu, ef ég ætti að skjóta á það. Stór partur er hlutur minnar fjölskyldu, sem er um tólf prósent í félaginu.“ Eldur segir námareksturinn verða með lágmarks umhverfisáhrifum. „Það er að segja; allt efni sem við tökum út úr fjallinu skilum við aftur inn í fjallið, eftir að við erum búnir að taka gullið úr því.“ Framkvæmdastjóri AEX Gold segir að jarðefnum verði aftur skilað inn í fjallið þegar búið er að ná gullinu.Mynd/AEX Gold. Þá muni gullnáman styrkja fjárhag Grænlands. „Við getum búið til störf þarna fyrir 100-200 manns á svæðinu. Við getum skilað auðlindagjöldum upp á 2,5 prósent til stjórnvalda auk skatta og gjalda. Þannig að þetta hefur áhrif á samfélagið,“ segir Eldur. Hann bætir við að fjárfesting í sjálfbærri orkuvinnslu vegna námarekstursins, eins og vindmyllum og vatnsorkuveri, muni jafnframt gagnast byggðum í grennd. Áætlað er að milli 100 og 200 störf skapist á Suður-Grænlandi þegar gullvinnslan hefst.Mynd/AEX Gold. Og núna er komið að því að hefja gullvinnsluna. „Við sendum núna strax út á þessu ári nokkur tonn til þess að slá nokkrar gullmyntir og við sjáum hvað kemur út úr því. En í framhaldinu af því ætlum við að byrja á næsta ári og svo aukum við vinnsluna frá ári til árs. Plönin liggja þannig hjá okkur,“ segir Eldur Ólafsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Norðurslóðir Tengdar fréttir Eigandi Icelandair Hotels vill reisa lúxushótel í hjarta Nuuk Aðaleigandi Icelandair-Hotels, malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, hefur kynnt áform um að reisa lúxushótel í hjarta Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 8. desember 2019 22:49 Leiðir gullgrafaraævintýri á Grænlandi Alopex Gold hefur undir höndum leyfi á þremur gullnámusvæðum á Grænlandi, Nalunaq, Vagar og Tartoq. Eldur Ólafsson er forstjóri fyrirtækisins og einn stofnenda. Í sumar fóru fram boranir í Nalunaq sem staðfesta framhald aðalgullæðarinnar en það eykur vissuna að til staðar séu 1,2 milljónir únsa af gulli. 10. desember 2017 10:00 Grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu í fyrsta þjóðveginn Grænlenska þingið hefur í fyrsta sinn samþykkt fjárveitingu til þjóðvegagerðar í þessu næsta nágrannalandi Íslands. 26. nóvember 2019 22:31 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Eigandi Icelandair Hotels vill reisa lúxushótel í hjarta Nuuk Aðaleigandi Icelandair-Hotels, malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, hefur kynnt áform um að reisa lúxushótel í hjarta Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 8. desember 2019 22:49
Leiðir gullgrafaraævintýri á Grænlandi Alopex Gold hefur undir höndum leyfi á þremur gullnámusvæðum á Grænlandi, Nalunaq, Vagar og Tartoq. Eldur Ólafsson er forstjóri fyrirtækisins og einn stofnenda. Í sumar fóru fram boranir í Nalunaq sem staðfesta framhald aðalgullæðarinnar en það eykur vissuna að til staðar séu 1,2 milljónir únsa af gulli. 10. desember 2017 10:00
Grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu í fyrsta þjóðveginn Grænlenska þingið hefur í fyrsta sinn samþykkt fjárveitingu til þjóðvegagerðar í þessu næsta nágrannalandi Íslands. 26. nóvember 2019 22:31
Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40