Ljóst að eignatjón hleypur á hundruðum milljóna króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. desember 2019 17:45 Björgunarsveitarmenn sinna útkalli á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudagskvöld. vísir/vilhelm Þótt erfitt sé að meta eignatjón á þessari stundu vegna óveðursins sem geisaði á landinu frá þriðjudag og fram eftir gærdeginum er ljóst að það hleypur á hundruðum milljóna króna. Sérstaklega er tjónið mikið í raforku og fjarskiptakerfinu. Þá fylgdi mikið foktjón aftakaveðrinu. Þetta kemur fram í stöðumatsskýrslu Almannavarna sem send var fjölmiðlum á fimmta tímanum í dag en hún var rituð klukkan tólf á hádegi. Í skýrslunni eru tekin dæmi um eignatjón sem varð í Vestmannaeyjum. Hjá fiskimjölsverksmiðjunni FES hjá Ísfélagi Vestmannaeyja er áætlað tjón um 30 milljónir. Hjá Vinnslustöðinni er tjónið áætlað um 40 milljónir. Hjá Godthaab er tjónið metið um 15 milljónir og hjá Eyjablikki um 1 milljón. Um 70 fasteignir urðu fyrir foktjóni en ekki er vitað um tjónafjárhæð. Þá er ótalið annað tjón og óbeinn kostnaður sem óhjákvæmilega fylgir. Í skýrslunni kemur fram að Náttúruhamfaratrygging Íslands greiði tjón sem verði á fasteignum, innbúi og lausafé vegna sjávarflóða. Óverulegt tjón enn sem komið er vegna sjávarflóða. Einungis hafi borist tilkynningar um sjávarflóð í Straumsvík, á Bakkafirði, á Borgarfirði eystra og Raufarhöfn. 800 björgunarsveitarmenn sinnt meira en 1000 verkefnum Þá eru verkefni björgunarsveitanna rakin í skýrslunni en mikið hefur mætt á sveitunum síðustu daga: „Í heildina til hafa um 800 björgunarsveitarmenn verið við störf undanfarna daga. Þar af hafa 224 komið að leit að ungum dreng í Sölvadal. Bjargir hafa verið sóttar frá nærliggjandi svæðum auk liðsauka frá suðvesturhorninu og Vesturlandi. Um 80 björgunarsveitarmenn hafa verið við störf í Húnavatnssýslu og 75 í Skagafirði. Um 223 björgunarsveitarmenn hafa sinnt óveðurs- og ófærðarverkefnum á Norðurlandi eystra og víðar. Björgunarsveitir hafa leyst vel yfir 1000 verkefni og aðstoðarbeiðnir á landsvísu. Áður en óveðrið skall á sendi Slysavarnafélagið Landsbjörg öfluga snjóbíla á lykilstaði á Norðvesturland og Ströndum til að vera nær líklegum skaðasvæðum,“ segir í skýrslunni. Viðbragðsaðilar eru enn að störfum og verða næstu daga, sérstaklega á Norðurlandi. Segir í skýrslunni að aðgerðir viðbragðsaðila hafi gengið vel. Almenningur hafi reynst vel undirbúinn og farið að tilmælum viðbragðsaðila og yfirvalda: „Enn eru viðbragðsaðilar að störfum og verða næstu daga, sérstaklega á Norðurlandi, verkefni þeirra snúa að enduruppbyggingu samfélaga og íbúa þeirra. Verið er að huga að íbúum á þeim svæðum þar sem húsahitun er ábótavant og tryggja öryggi, líf og heilsu íbúa. Ástand er víða slæmt á sveitabæjum vegna rafmagns- og sambandsleysis. Hætta er á að mikill skaði verði ef ekki er brugðist við skjótt. (sjálfvirkir þjarkar sjá um mjaltir, fóðurgjöf, mokstur og annað sem háð er rafmagni). Mikilvægt er á ná til bæja í strjálbýli sérstaklega þar sem rafmagnslaust hefur verið. Gera verður ráð fyrir að flytja þurfi fólk frá rafmagnslausum stöðum vegna kólnandi veðurs. Gera verður ráðstafanir svo opna megi fleiri fjöldahjálpastöðvar ef nauðsyn krefur, bæta við vélakost rafstöðva. Mikið álag er á viðbragðsaðilum og huga þarf að auknum mannskap svo tryggja megi hvíld og samfellu í störfum viðbragðsaðila,“ segir í skýrslu Almannavarna. Óveður 10. og 11. desember 2019 Tryggingar Veður Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þótt erfitt sé að meta eignatjón á þessari stundu vegna óveðursins sem geisaði á landinu frá þriðjudag og fram eftir gærdeginum er ljóst að það hleypur á hundruðum milljóna króna. Sérstaklega er tjónið mikið í raforku og fjarskiptakerfinu. Þá fylgdi mikið foktjón aftakaveðrinu. Þetta kemur fram í stöðumatsskýrslu Almannavarna sem send var fjölmiðlum á fimmta tímanum í dag en hún var rituð klukkan tólf á hádegi. Í skýrslunni eru tekin dæmi um eignatjón sem varð í Vestmannaeyjum. Hjá fiskimjölsverksmiðjunni FES hjá Ísfélagi Vestmannaeyja er áætlað tjón um 30 milljónir. Hjá Vinnslustöðinni er tjónið áætlað um 40 milljónir. Hjá Godthaab er tjónið metið um 15 milljónir og hjá Eyjablikki um 1 milljón. Um 70 fasteignir urðu fyrir foktjóni en ekki er vitað um tjónafjárhæð. Þá er ótalið annað tjón og óbeinn kostnaður sem óhjákvæmilega fylgir. Í skýrslunni kemur fram að Náttúruhamfaratrygging Íslands greiði tjón sem verði á fasteignum, innbúi og lausafé vegna sjávarflóða. Óverulegt tjón enn sem komið er vegna sjávarflóða. Einungis hafi borist tilkynningar um sjávarflóð í Straumsvík, á Bakkafirði, á Borgarfirði eystra og Raufarhöfn. 800 björgunarsveitarmenn sinnt meira en 1000 verkefnum Þá eru verkefni björgunarsveitanna rakin í skýrslunni en mikið hefur mætt á sveitunum síðustu daga: „Í heildina til hafa um 800 björgunarsveitarmenn verið við störf undanfarna daga. Þar af hafa 224 komið að leit að ungum dreng í Sölvadal. Bjargir hafa verið sóttar frá nærliggjandi svæðum auk liðsauka frá suðvesturhorninu og Vesturlandi. Um 80 björgunarsveitarmenn hafa verið við störf í Húnavatnssýslu og 75 í Skagafirði. Um 223 björgunarsveitarmenn hafa sinnt óveðurs- og ófærðarverkefnum á Norðurlandi eystra og víðar. Björgunarsveitir hafa leyst vel yfir 1000 verkefni og aðstoðarbeiðnir á landsvísu. Áður en óveðrið skall á sendi Slysavarnafélagið Landsbjörg öfluga snjóbíla á lykilstaði á Norðvesturland og Ströndum til að vera nær líklegum skaðasvæðum,“ segir í skýrslunni. Viðbragðsaðilar eru enn að störfum og verða næstu daga, sérstaklega á Norðurlandi. Segir í skýrslunni að aðgerðir viðbragðsaðila hafi gengið vel. Almenningur hafi reynst vel undirbúinn og farið að tilmælum viðbragðsaðila og yfirvalda: „Enn eru viðbragðsaðilar að störfum og verða næstu daga, sérstaklega á Norðurlandi, verkefni þeirra snúa að enduruppbyggingu samfélaga og íbúa þeirra. Verið er að huga að íbúum á þeim svæðum þar sem húsahitun er ábótavant og tryggja öryggi, líf og heilsu íbúa. Ástand er víða slæmt á sveitabæjum vegna rafmagns- og sambandsleysis. Hætta er á að mikill skaði verði ef ekki er brugðist við skjótt. (sjálfvirkir þjarkar sjá um mjaltir, fóðurgjöf, mokstur og annað sem háð er rafmagni). Mikilvægt er á ná til bæja í strjálbýli sérstaklega þar sem rafmagnslaust hefur verið. Gera verður ráð fyrir að flytja þurfi fólk frá rafmagnslausum stöðum vegna kólnandi veðurs. Gera verður ráðstafanir svo opna megi fleiri fjöldahjálpastöðvar ef nauðsyn krefur, bæta við vélakost rafstöðva. Mikið álag er á viðbragðsaðilum og huga þarf að auknum mannskap svo tryggja megi hvíld og samfellu í störfum viðbragðsaðila,“ segir í skýrslu Almannavarna.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Tryggingar Veður Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira