Íslenskir grunnskólakennarar synda björgunarsund á hverjum degi Hlín Bolladóttir skrifar 10. desember 2019 11:00 Það er merkileg lífsreynsla fyrir kennara sem er kominn nærri sextugu og hefur kennt í rúm 30 ár að hlusta á umræðu um læsi íslenskra barna. Það væri hreinlega undarlegt ef ég teldi mig ekki hafa nokkurt vit á þessu, bæði vegna þess að ég er og hef alltaf verið staðsett með börnunum og á rúmum 30 árum get ég sagt að ég muni tímana tvenna. Auðvitað gæti ég verið alveg galin yfir því að flestir kenni íslenskum grunnskólakennurum um hvernig börnum fer stöðugt aftur í lestri. Ég er ekki brjáluð yfir þessu, einmitt vegna þess að ég þekki aðstæðurnar of vel. Það sem hefur alveg vantað inn í umræðuna er grundvallaratriðið sem allir virðast sneiða hjá vegna þess að það er svo óþægilegt. Kári Stefánsson reyndi að komast á þessa braut í Silfrinu sem ég horfði á áðan og freistaði þess að draga fram séreinkenni þjóðarinnar. Ég er hins vegar ekki sammála honum um að íslensk börn séu verr gefin en börn annars staðar. Meinið er að mínu viti samfélagslegt. Íslenskir grunnskólakennarar hafa lítinn tíma til að kenna vegna þess að mestallur þeirra tími fer í að ala börnin upp og freista þess að leysa úr allskyns vandamálum sem börnin glíma við. Sá vandi verður ekki til í skólunum. Ef börnum líður illa, eru óörugg, kvíðin og þunglynd þá á sér ekki stað neitt nám, því miður! Umræðan öll hefur þannig áhrif á mig að mér líður eins og sparkað sé í mig liggjandi. Þegar ég var að alast upp þá fór íslenskunám aðallega fram á heimavelli. Mismunandi lesefni var haldið að manni og það var rætt. Þannig lærðist manni að lesa á milli lína, draga ályktanir og færa rök. Í skóla lærði maður málfræðina til þess að hafa þekkingu á því hvernig móðurmálið manns er uppbyggt, þurfti að læra ljóð utan að, festa í minni orðaforða og hugtök. Í dag hlífum við börnum við þessum kröfum. Stóra meinið er að við hlífum börnum of mikið, það má ekki gera kröfur til þeirra vegna þess að þau eiga of upptekna foreldra og þau eru sjálf svo upptekin eftir skóla. Friður og ró eru ekki í boði og allir eru örþreyttir og glíma við kulnun í versta falli. Hvernig getur þetta hugsanlega verið skólunum að kenna? Þegar kennarar eru komnir á minn aldur hafa þeir fæstir einhverjar hugmyndir um að þeir þurfi að vera sérlegir "skemmtikraftar" til að fanga athygli barna. Ég vel frekar þá leið að tala við unglinga eins og þeir séu að verða fullorðið fólk með öllum þeim réttindum og SKYLDUM sem því fylgir. Umræða um skyldur gleymist oft og víða. Það eiga allir svo mikinn RÉTT á öllu! Ég myndi örugglega njóta mín betur í starfi ef ég fengi að sinna því fyrst og fremst að kenna og undirbúa kennslu og nemendur mínir myndu eflaust ná betri árangri ef námi þeirra væri almennt fylgt eftir heima. Þar sem það er gert næst tvímælalaust betri árangur! Það þarf að tala við börn til að kenna þeim orðaforða og þeir sem tala við þau þurfa að hafa orðaforða! Þegar ég segi unglingum frá því í dag að ég hafi aðallega fengið bækur í jólagjöf þegar ég var að vaxa úr grasi, bæði vegna þess að ég óskaði eftir því sjálf og að bækur hafi þótt góðar gjafir, þá fæ ég gjarnan þessa spurningu: „Og fékkstu þá engar almennilegar gjafir?“ Mín niðurstaða er sú að við búum í dekurslegu samfélagi sem vinnur gegn sjálfu sér og fáir vilji horfast í augu við það enda getur það reynst erfitt og sársaukafullt að horfast í augu við rætur vanda og við jafnvel þurft að setja skyldurnar ofar réttindum! Annars á ég eftir 11 ár í þessu dýrmæta starfi mínu og hef hugsað mér að klára það og jafnvel nota gamaldags aðferðir.Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Það er merkileg lífsreynsla fyrir kennara sem er kominn nærri sextugu og hefur kennt í rúm 30 ár að hlusta á umræðu um læsi íslenskra barna. Það væri hreinlega undarlegt ef ég teldi mig ekki hafa nokkurt vit á þessu, bæði vegna þess að ég er og hef alltaf verið staðsett með börnunum og á rúmum 30 árum get ég sagt að ég muni tímana tvenna. Auðvitað gæti ég verið alveg galin yfir því að flestir kenni íslenskum grunnskólakennurum um hvernig börnum fer stöðugt aftur í lestri. Ég er ekki brjáluð yfir þessu, einmitt vegna þess að ég þekki aðstæðurnar of vel. Það sem hefur alveg vantað inn í umræðuna er grundvallaratriðið sem allir virðast sneiða hjá vegna þess að það er svo óþægilegt. Kári Stefánsson reyndi að komast á þessa braut í Silfrinu sem ég horfði á áðan og freistaði þess að draga fram séreinkenni þjóðarinnar. Ég er hins vegar ekki sammála honum um að íslensk börn séu verr gefin en börn annars staðar. Meinið er að mínu viti samfélagslegt. Íslenskir grunnskólakennarar hafa lítinn tíma til að kenna vegna þess að mestallur þeirra tími fer í að ala börnin upp og freista þess að leysa úr allskyns vandamálum sem börnin glíma við. Sá vandi verður ekki til í skólunum. Ef börnum líður illa, eru óörugg, kvíðin og þunglynd þá á sér ekki stað neitt nám, því miður! Umræðan öll hefur þannig áhrif á mig að mér líður eins og sparkað sé í mig liggjandi. Þegar ég var að alast upp þá fór íslenskunám aðallega fram á heimavelli. Mismunandi lesefni var haldið að manni og það var rætt. Þannig lærðist manni að lesa á milli lína, draga ályktanir og færa rök. Í skóla lærði maður málfræðina til þess að hafa þekkingu á því hvernig móðurmálið manns er uppbyggt, þurfti að læra ljóð utan að, festa í minni orðaforða og hugtök. Í dag hlífum við börnum við þessum kröfum. Stóra meinið er að við hlífum börnum of mikið, það má ekki gera kröfur til þeirra vegna þess að þau eiga of upptekna foreldra og þau eru sjálf svo upptekin eftir skóla. Friður og ró eru ekki í boði og allir eru örþreyttir og glíma við kulnun í versta falli. Hvernig getur þetta hugsanlega verið skólunum að kenna? Þegar kennarar eru komnir á minn aldur hafa þeir fæstir einhverjar hugmyndir um að þeir þurfi að vera sérlegir "skemmtikraftar" til að fanga athygli barna. Ég vel frekar þá leið að tala við unglinga eins og þeir séu að verða fullorðið fólk með öllum þeim réttindum og SKYLDUM sem því fylgir. Umræða um skyldur gleymist oft og víða. Það eiga allir svo mikinn RÉTT á öllu! Ég myndi örugglega njóta mín betur í starfi ef ég fengi að sinna því fyrst og fremst að kenna og undirbúa kennslu og nemendur mínir myndu eflaust ná betri árangri ef námi þeirra væri almennt fylgt eftir heima. Þar sem það er gert næst tvímælalaust betri árangur! Það þarf að tala við börn til að kenna þeim orðaforða og þeir sem tala við þau þurfa að hafa orðaforða! Þegar ég segi unglingum frá því í dag að ég hafi aðallega fengið bækur í jólagjöf þegar ég var að vaxa úr grasi, bæði vegna þess að ég óskaði eftir því sjálf og að bækur hafi þótt góðar gjafir, þá fæ ég gjarnan þessa spurningu: „Og fékkstu þá engar almennilegar gjafir?“ Mín niðurstaða er sú að við búum í dekurslegu samfélagi sem vinnur gegn sjálfu sér og fáir vilji horfast í augu við það enda getur það reynst erfitt og sársaukafullt að horfast í augu við rætur vanda og við jafnvel þurft að setja skyldurnar ofar réttindum! Annars á ég eftir 11 ár í þessu dýrmæta starfi mínu og hef hugsað mér að klára það og jafnvel nota gamaldags aðferðir.Höfundur er kennari.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun