Óþægilegt að vita af því að einhver gæti verið að nýta sér neyð fjölskyldunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2019 22:22 Sigurður Aðalgeirsson, Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær hafa verið búsett í Noregi frá 2015. Aðsend Sigurður Aðalgeirsson, sem ásamt fjölskyldu sinni missti allar eigur sínar í bruna í Hallingby í Noregi í byrjun desember, segir málið hafa reynst fjölskyldunni afar þungbært. Þá hafi fjölskyldan fengið fregnir af því að mögulega hefði óprúttinn aðili reynt að hafa af fólki fé í þeirra nafni heima á Íslandi. Sigurður, unnusta hans Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær, Sóley Rós, sex ára, og Bryndís Lena, fjögurra ára, sluppu naumlega þegar eldur kom upp í íbúð þeirra aðfaranótt 6. desember. Þau voru sofandi í húsinu og komust út á nærfötunum einum saman. Í kjölfarið efndu ættingjar og vinir til söfnunar fyrir fjölskylduna. Greint hefur verið frá framgangi hennar á sérstakri styrktarsíðu á Facebook. Allt á réttri leið „Ef ég á að vera hreinskilinn þá er þetta búið að vera gríðarlega erfitt og erfitt fyrir stelpurnar en er allt á réttri leið,“ segir Sigurður í samtali við Vísi í kvöld. Fjölskyldan fékk inni í nýju húsi nokkrum dögum eftir brunann en það var ekki fyrr en 18. desember sem þau fengu það staðfest að þau gætu verið þar áfram. „Það var ekki komið á hreint fyrst en við fáum að vera þarna á meðan við leysum úr tryggingamálum. Húsið er um 25 mínútum í burtu frá bænum sem við bjuggum í en það er nær skóla annarrar dóttur okkar og vinnunni minni, svo það er ágætt,“ segir Sigurður. Spáði lítið í fréttunum Sigurður sagði frá því í samtali við fréttavefinn Sunnlenska.is í dag að skömmu fyrir jól hefðu Sigurður og Hólmfríður frétt af því að einstaklingur hefði gengið í fyrirtæki á Selfossi og beðið um styrk fyrir fjölskylduna en gefið upp annað reikningsnúmer. „Stelpa sem við þekkjum tók á móti einhverjum manni á Selfossi, þannig heyrðum við fyrst af þessu, og hann hafði með sér, ef ég skildi það rétt, útprentað blað með upplýsingum af styrktarsíðunni okkar. En hún tók eftir því að reikningsnúmerið sem hann gaf upp var annað en á styrktarreikningnum okkar,“ segir Sigurður um málið í samtali við Vísi. Húsið var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang.Vísir/Per M. Haakenstad Hann segir að þau fjölskyldan hafi ekkert aðhafst í málinu en vissulega sé óþægilegt að vita af því að mögulega sé verið að nota nafn þeirra til að svíkja fé út úr velmeinandi fólki. „Ég í rauninni spáði bara voða lítið í því, ég hugsaði að ef fólk er að gera svona þá er það auðvitað ekki í lagi. En það væri þá fólk sem á eitthvað erfitt og hefur kannski ekki annarra kosta völ. En svo hafa fleiri heyrt af þessu og þetta er auðvitað leiðinlegt. Það væri sárt ef maður myndi hjálpa einhverjum og svo reyndist það svindl. Svo er óþægilegt að vita af því að einhver gæti verið að svíkja pening út úr fólki í okkar nafni.“ Hlakka til að búa sér heimili í nýja húsinu Sigurður, Hólmfríður og dætur þeirra flugu til Íslands 19. desember og héldu jólin hér í faðmi fjölskyldunnar – í fyrsta sinn í nokkur ár. Sigurður kveðst afar þakklátur fyrir það. „Það var fínt að við áttum þetta flug af því að ég var eiginlega næstum því bara að brotna áður en ég kom hingað.“ Fjölskyldan fer svo aftur heim til Noregs eftir áramót og hlakkar til að búa sér loksins heimili í nýja húsinu. „Við fljúgum út aftur 2. janúar og þá verður gott að geta fengið sér húsgögn og liðið eins og maður sé á heimili í stað þess að borða kvöldmatinn á gólfinu. Það verður erfitt að koma heim í annað hús en það verður samt frábært að koma heim.“Hér að neðan má finna upplýsingar um styrktarreikning fjölskyldunnar og umfjöllun Stöðvar 2 um brunann.Banki: 0140-26-1144KT: 030787-2939 Íslendingar erlendis Noregur Tengdar fréttir Íslensk fjölskylda missti aleiguna í bruna í Noregi Sigurður Aðalgeirsson, unnusta hans Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær Sóley Rós, 6 ára, og Bryndís Lena, 4 ára, misstu allar eigur sínar í bruna þegar eldur kviknaði á heimili þeirra í Hallingby í Noregi í gær. 7. desember 2019 22:08 Íslenska fjölskyldan í Noregi: Missti andann, sá ekki neitt og rétt komst út Íslenskt par og tvær ungar dætur þeirra sluppu naumlega þegar eldur kom upp á heimili þeirra í suðurhluta Noregs. Fjölskyldan missti aleiguna í brunanum 8. desember 2019 19:13 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Sigurður Aðalgeirsson, sem ásamt fjölskyldu sinni missti allar eigur sínar í bruna í Hallingby í Noregi í byrjun desember, segir málið hafa reynst fjölskyldunni afar þungbært. Þá hafi fjölskyldan fengið fregnir af því að mögulega hefði óprúttinn aðili reynt að hafa af fólki fé í þeirra nafni heima á Íslandi. Sigurður, unnusta hans Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær, Sóley Rós, sex ára, og Bryndís Lena, fjögurra ára, sluppu naumlega þegar eldur kom upp í íbúð þeirra aðfaranótt 6. desember. Þau voru sofandi í húsinu og komust út á nærfötunum einum saman. Í kjölfarið efndu ættingjar og vinir til söfnunar fyrir fjölskylduna. Greint hefur verið frá framgangi hennar á sérstakri styrktarsíðu á Facebook. Allt á réttri leið „Ef ég á að vera hreinskilinn þá er þetta búið að vera gríðarlega erfitt og erfitt fyrir stelpurnar en er allt á réttri leið,“ segir Sigurður í samtali við Vísi í kvöld. Fjölskyldan fékk inni í nýju húsi nokkrum dögum eftir brunann en það var ekki fyrr en 18. desember sem þau fengu það staðfest að þau gætu verið þar áfram. „Það var ekki komið á hreint fyrst en við fáum að vera þarna á meðan við leysum úr tryggingamálum. Húsið er um 25 mínútum í burtu frá bænum sem við bjuggum í en það er nær skóla annarrar dóttur okkar og vinnunni minni, svo það er ágætt,“ segir Sigurður. Spáði lítið í fréttunum Sigurður sagði frá því í samtali við fréttavefinn Sunnlenska.is í dag að skömmu fyrir jól hefðu Sigurður og Hólmfríður frétt af því að einstaklingur hefði gengið í fyrirtæki á Selfossi og beðið um styrk fyrir fjölskylduna en gefið upp annað reikningsnúmer. „Stelpa sem við þekkjum tók á móti einhverjum manni á Selfossi, þannig heyrðum við fyrst af þessu, og hann hafði með sér, ef ég skildi það rétt, útprentað blað með upplýsingum af styrktarsíðunni okkar. En hún tók eftir því að reikningsnúmerið sem hann gaf upp var annað en á styrktarreikningnum okkar,“ segir Sigurður um málið í samtali við Vísi. Húsið var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang.Vísir/Per M. Haakenstad Hann segir að þau fjölskyldan hafi ekkert aðhafst í málinu en vissulega sé óþægilegt að vita af því að mögulega sé verið að nota nafn þeirra til að svíkja fé út úr velmeinandi fólki. „Ég í rauninni spáði bara voða lítið í því, ég hugsaði að ef fólk er að gera svona þá er það auðvitað ekki í lagi. En það væri þá fólk sem á eitthvað erfitt og hefur kannski ekki annarra kosta völ. En svo hafa fleiri heyrt af þessu og þetta er auðvitað leiðinlegt. Það væri sárt ef maður myndi hjálpa einhverjum og svo reyndist það svindl. Svo er óþægilegt að vita af því að einhver gæti verið að svíkja pening út úr fólki í okkar nafni.“ Hlakka til að búa sér heimili í nýja húsinu Sigurður, Hólmfríður og dætur þeirra flugu til Íslands 19. desember og héldu jólin hér í faðmi fjölskyldunnar – í fyrsta sinn í nokkur ár. Sigurður kveðst afar þakklátur fyrir það. „Það var fínt að við áttum þetta flug af því að ég var eiginlega næstum því bara að brotna áður en ég kom hingað.“ Fjölskyldan fer svo aftur heim til Noregs eftir áramót og hlakkar til að búa sér loksins heimili í nýja húsinu. „Við fljúgum út aftur 2. janúar og þá verður gott að geta fengið sér húsgögn og liðið eins og maður sé á heimili í stað þess að borða kvöldmatinn á gólfinu. Það verður erfitt að koma heim í annað hús en það verður samt frábært að koma heim.“Hér að neðan má finna upplýsingar um styrktarreikning fjölskyldunnar og umfjöllun Stöðvar 2 um brunann.Banki: 0140-26-1144KT: 030787-2939
Íslendingar erlendis Noregur Tengdar fréttir Íslensk fjölskylda missti aleiguna í bruna í Noregi Sigurður Aðalgeirsson, unnusta hans Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær Sóley Rós, 6 ára, og Bryndís Lena, 4 ára, misstu allar eigur sínar í bruna þegar eldur kviknaði á heimili þeirra í Hallingby í Noregi í gær. 7. desember 2019 22:08 Íslenska fjölskyldan í Noregi: Missti andann, sá ekki neitt og rétt komst út Íslenskt par og tvær ungar dætur þeirra sluppu naumlega þegar eldur kom upp á heimili þeirra í suðurhluta Noregs. Fjölskyldan missti aleiguna í brunanum 8. desember 2019 19:13 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Íslensk fjölskylda missti aleiguna í bruna í Noregi Sigurður Aðalgeirsson, unnusta hans Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær Sóley Rós, 6 ára, og Bryndís Lena, 4 ára, misstu allar eigur sínar í bruna þegar eldur kviknaði á heimili þeirra í Hallingby í Noregi í gær. 7. desember 2019 22:08
Íslenska fjölskyldan í Noregi: Missti andann, sá ekki neitt og rétt komst út Íslenskt par og tvær ungar dætur þeirra sluppu naumlega þegar eldur kom upp á heimili þeirra í suðurhluta Noregs. Fjölskyldan missti aleiguna í brunanum 8. desember 2019 19:13