Tvískinnungur barnaverndarnefnda Sævar Þór Jónsson skrifar 28. desember 2019 07:00 Undirritaður hefur, skemmst frá að segja, unnið í fjölda mála er varða málefni tengd barnavernd og ítrekað vakið máls á brestum í regluverkinu á þessu sviði ásamt mistökum sem gerð hafa verið í meðferð ýmissa mála hjá barnaverndaryfirvöldum. Núverandi kerfi er að ýmsu leyti óheppilegt. Í því eru fjölmörgar gloppur sem nauðsynlegt er að fylla upp í. Þá eru enn fremur önnur atriði sem eru hreinlega úreld. Að gera grein fyrir öllum þessum vanhöldum í þessum stutta pistli er ógerningur og þarf ítarlegri umfjöllun um öll þessi vanhöld að bíða betri tíma. Mig langar þó að greina frá nýlegu atviki sem að mínu mati afhúpar enn eina brotalömina í regluverkinu. Um er að ræða mál sem snýr að ósk móður sem fer ekki með forræði yfir syni sínum um að hún fái hvoru tveggja upplýsingar og umgengni við son sinn. Einnig að honum verði ráðstafað í fóstur hjá öðrum en föður sínum. Þessi afstaða móðurinnar, sem við fyrstu sýn kann að virðast einkennileg, helgast af því að faðirinn hefur nýlega verið dæmdur fyrir að misnota barnungan son sinn. Af þessu tilefni fór móðirin fram á að barnaverndarnefnd beitti sér og sínu valdi við að taka barnið úr forsjá föðurins. Ósk móðurinnar laut að því að fá sjálf tímabundna forsjá eða að barninu yrði komið í aðra tímabundna fósturráðstöfun. Framangreindri beiðni móður, sem allajafna mætti telja eðlilega og forsvarsanlega með tilliti til alvarleika lögbrota forsjáraðila, var hins vegar hafnað á þeim grundvelli annars vegar að ekki þótti neitt benda til þess að umrætt barn væri í hættu á að vera misnotað enda þó að hálfsystkini þess hefði því miður verið fórnarlamb og hins vegar vegna þess að mál umrædds föður hefði verið áfrýjað til æðra dómsstigs. Það þykir mikilli furðu sæta að mati höfundar að barn sé ekki látið njóta vafans líkt og gert er í öðrum málum. Alkunnugt er að barnaverndarnefndir hafa meinað aðilum, sem grunaðir eru um kynferðisbrot gagnvart börnum, að umgangast börn, svo dæmi sé nefnt. Í þessu máli virðist það þó ekki duga til að koma barninu annað í vistun þrátt fyrir að viðkomandi aðili hafi hlotið dóm fyrir nýlegt brot. Jafnframt þekkir undirritaður mýmörg dæmi þess að foreldrar þurfi að undirgangast próf í því skyni að athuga hvort þeir séu í neyslu áður en þeir fá að hitta börn sín. Hvað veldur þessum tvískinningi er höfundi óljóst. Er það ekki alltaf velferð barnsins sem á að njóta vafans? Rétt er að taka fram í þessu samhengi að það má ekki rugla saman rétti föðurins annars vegar til að njóta réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi og rétti barnsins hins vegar til að njóta öryggis. Réttindi barnsins eru fráskilin og óháð rétti föður enda er það velferð barnsins sem ræður ferðinni þegar kemur að barnaverndarmálum. Í slíkum málum á ávallt að vinna með því augnmiði að gæta að réttindum og hag barnsins.Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Fjölskyldumál Sævar Þór Jónsson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Undirritaður hefur, skemmst frá að segja, unnið í fjölda mála er varða málefni tengd barnavernd og ítrekað vakið máls á brestum í regluverkinu á þessu sviði ásamt mistökum sem gerð hafa verið í meðferð ýmissa mála hjá barnaverndaryfirvöldum. Núverandi kerfi er að ýmsu leyti óheppilegt. Í því eru fjölmörgar gloppur sem nauðsynlegt er að fylla upp í. Þá eru enn fremur önnur atriði sem eru hreinlega úreld. Að gera grein fyrir öllum þessum vanhöldum í þessum stutta pistli er ógerningur og þarf ítarlegri umfjöllun um öll þessi vanhöld að bíða betri tíma. Mig langar þó að greina frá nýlegu atviki sem að mínu mati afhúpar enn eina brotalömina í regluverkinu. Um er að ræða mál sem snýr að ósk móður sem fer ekki með forræði yfir syni sínum um að hún fái hvoru tveggja upplýsingar og umgengni við son sinn. Einnig að honum verði ráðstafað í fóstur hjá öðrum en föður sínum. Þessi afstaða móðurinnar, sem við fyrstu sýn kann að virðast einkennileg, helgast af því að faðirinn hefur nýlega verið dæmdur fyrir að misnota barnungan son sinn. Af þessu tilefni fór móðirin fram á að barnaverndarnefnd beitti sér og sínu valdi við að taka barnið úr forsjá föðurins. Ósk móðurinnar laut að því að fá sjálf tímabundna forsjá eða að barninu yrði komið í aðra tímabundna fósturráðstöfun. Framangreindri beiðni móður, sem allajafna mætti telja eðlilega og forsvarsanlega með tilliti til alvarleika lögbrota forsjáraðila, var hins vegar hafnað á þeim grundvelli annars vegar að ekki þótti neitt benda til þess að umrætt barn væri í hættu á að vera misnotað enda þó að hálfsystkini þess hefði því miður verið fórnarlamb og hins vegar vegna þess að mál umrædds föður hefði verið áfrýjað til æðra dómsstigs. Það þykir mikilli furðu sæta að mati höfundar að barn sé ekki látið njóta vafans líkt og gert er í öðrum málum. Alkunnugt er að barnaverndarnefndir hafa meinað aðilum, sem grunaðir eru um kynferðisbrot gagnvart börnum, að umgangast börn, svo dæmi sé nefnt. Í þessu máli virðist það þó ekki duga til að koma barninu annað í vistun þrátt fyrir að viðkomandi aðili hafi hlotið dóm fyrir nýlegt brot. Jafnframt þekkir undirritaður mýmörg dæmi þess að foreldrar þurfi að undirgangast próf í því skyni að athuga hvort þeir séu í neyslu áður en þeir fá að hitta börn sín. Hvað veldur þessum tvískinningi er höfundi óljóst. Er það ekki alltaf velferð barnsins sem á að njóta vafans? Rétt er að taka fram í þessu samhengi að það má ekki rugla saman rétti föðurins annars vegar til að njóta réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi og rétti barnsins hins vegar til að njóta öryggis. Réttindi barnsins eru fráskilin og óháð rétti föður enda er það velferð barnsins sem ræður ferðinni þegar kemur að barnaverndarmálum. Í slíkum málum á ávallt að vinna með því augnmiði að gæta að réttindum og hag barnsins.Höfundur er lögmaður.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar