Hluthafar krefja Danske bank um milljarða vegna peningaþvættisins Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2019 13:32 Stófellt peningaþvætti fór fram í gegnum útibú Danske bank í Tallin. Vísir/EPA Hópur fagfjárfesta hefur stefnt Danske bank vegna tjóns sem þeir telja sig hafa orðið í tengslum við stórfellt peningaþvætti sem bankinn er sakaður um að hafa staðið fyrir. Fjárfestarnir krefja bankann um einn og hálfan milljarð danskra króna, jafnvirði um 27,3 milljarða íslenskra króna. Danska lögfræðistofan Nemeth Sigetty segist koma fram fyrir hönd um sjötíu fjárfesta sem stefndu bankanum. Þeirra á meðal eru lífeyrissjóðir, tryggingafélög og fjárfestingarsjóðir sem starfa í sextán löndum, að sögn Berlingske. Krafan byggir á að fjárfestarnir hafi tapað stórfé þegar hlutabréf í Danske bank hríðféllu þegar upplýst var um peningaþvættið. Stjórnendur bankans hafi veitt hluthöfum misvísandi upplýsingar og leynt því að stór hluti hagnaðar hans hafi byggst á ólöglegu og áhættusömu peningaþvætti. Fleiri mál af þessu tagi hafa þegar verið höfðuð gegn bankanum. Talið er að um fimmtán hundruð milljarðar danskra króna hafi streymt í gegnum útibú Danske bank í Eistlandi á árunum 2007 til 2015. Þar hafi verið á ferðinni illa fengið fé frá löndum eins og Rússlandi, Moldóvu og Aserbaídsjan. Danmörk Eistland Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmaður Danske Bank í Eistlandi fannst látinn Aivar Rehe fór fyrir starfsemi Danske Bank í Eistlandi á árunum 2006 til 2015, en talið er að hundruð milljarða Bandaríkjadala hafi verið þvættaðir í gegnum útibú bankans í Eistlandi. 25. september 2019 08:56 Deutsche bank tók fimm ár í að tilkynna grunsamlegar færslur Danske bank Færslurnar eru allt að fimm ára gamlar en þýski bankinn tilkynnti þær ekki til yfirvalda fyrr en í febrúar á þessu ári. 15. október 2019 12:06 Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hópur fagfjárfesta hefur stefnt Danske bank vegna tjóns sem þeir telja sig hafa orðið í tengslum við stórfellt peningaþvætti sem bankinn er sakaður um að hafa staðið fyrir. Fjárfestarnir krefja bankann um einn og hálfan milljarð danskra króna, jafnvirði um 27,3 milljarða íslenskra króna. Danska lögfræðistofan Nemeth Sigetty segist koma fram fyrir hönd um sjötíu fjárfesta sem stefndu bankanum. Þeirra á meðal eru lífeyrissjóðir, tryggingafélög og fjárfestingarsjóðir sem starfa í sextán löndum, að sögn Berlingske. Krafan byggir á að fjárfestarnir hafi tapað stórfé þegar hlutabréf í Danske bank hríðféllu þegar upplýst var um peningaþvættið. Stjórnendur bankans hafi veitt hluthöfum misvísandi upplýsingar og leynt því að stór hluti hagnaðar hans hafi byggst á ólöglegu og áhættusömu peningaþvætti. Fleiri mál af þessu tagi hafa þegar verið höfðuð gegn bankanum. Talið er að um fimmtán hundruð milljarðar danskra króna hafi streymt í gegnum útibú Danske bank í Eistlandi á árunum 2007 til 2015. Þar hafi verið á ferðinni illa fengið fé frá löndum eins og Rússlandi, Moldóvu og Aserbaídsjan.
Danmörk Eistland Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmaður Danske Bank í Eistlandi fannst látinn Aivar Rehe fór fyrir starfsemi Danske Bank í Eistlandi á árunum 2006 til 2015, en talið er að hundruð milljarða Bandaríkjadala hafi verið þvættaðir í gegnum útibú bankans í Eistlandi. 25. september 2019 08:56 Deutsche bank tók fimm ár í að tilkynna grunsamlegar færslur Danske bank Færslurnar eru allt að fimm ára gamlar en þýski bankinn tilkynnti þær ekki til yfirvalda fyrr en í febrúar á þessu ári. 15. október 2019 12:06 Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður Danske Bank í Eistlandi fannst látinn Aivar Rehe fór fyrir starfsemi Danske Bank í Eistlandi á árunum 2006 til 2015, en talið er að hundruð milljarða Bandaríkjadala hafi verið þvættaðir í gegnum útibú bankans í Eistlandi. 25. september 2019 08:56
Deutsche bank tók fimm ár í að tilkynna grunsamlegar færslur Danske bank Færslurnar eru allt að fimm ára gamlar en þýski bankinn tilkynnti þær ekki til yfirvalda fyrr en í febrúar á þessu ári. 15. október 2019 12:06
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent