Dallas bjargaði stigi fyrir Leeds Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. desember 2019 19:00 Dallas bjargaði stigi fyrir Leeds. vísir/getty Stuart Dallas kom í veg fyrir að Leeds United tapaði öðrum leiknum í röð þegar hann jafnaði gegn Preston þegar mínúta var til leiksloka. Lokatölur 1-1. Leeds hefur aðeins fengið tvö stig í síðustu þremur leikjum sínum. Strákarnir hans Marcelos Bielsa eru í 2. sæti ensku B-deildarinnar með 48 stig, þremur stigum á eftir toppliði West Brom. Alan Browne kom Preston yfir á 22. mínútu og það mark virtist ætla að duga gestunum til sigurs. En Dallas var á öðru máli og jafnaði á 89. mínútu. Preston er í 6. sæti deildarinnar með 39 stig. Enski boltinn
Stuart Dallas kom í veg fyrir að Leeds United tapaði öðrum leiknum í röð þegar hann jafnaði gegn Preston þegar mínúta var til leiksloka. Lokatölur 1-1. Leeds hefur aðeins fengið tvö stig í síðustu þremur leikjum sínum. Strákarnir hans Marcelos Bielsa eru í 2. sæti ensku B-deildarinnar með 48 stig, þremur stigum á eftir toppliði West Brom. Alan Browne kom Preston yfir á 22. mínútu og það mark virtist ætla að duga gestunum til sigurs. En Dallas var á öðru máli og jafnaði á 89. mínútu. Preston er í 6. sæti deildarinnar með 39 stig.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti