WOW Air leigir húsnæði fyrir væntanlega söluskrifstofu í Washington Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. desember 2019 11:01 Væntanleg söluskrifstofa WOW Air í Foggy Bottom hverfinu í Washington D.C. aðsend WOW Air hefur tekið húsnæði á leigu í Washingtonborg í Bandaríkjunum og merkt það félaginu. Til stendur að opna þar söluskrifstofu þegar félagið mun hefja flug á milli Washington og Keflavíkur. Þetta staðfestir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill félagsins, í samtali við fréttastofu Vísis. „Þetta er húsnæði sem búið er að taka á leigu í hverfi sem heitir Foggy Bottom í miðborg Washingon. Þetta er í raun ekkert annað en húsnæði sem bíður þess að þarna opni þegar þar að kemur söluskrifstofa,“ segir Gunnar. „Það var ákveðið að taka þetta á leigu og merkja þetta þangað til það kæmi þarna söluskrifstofa eða einhvers konar kaffihús.“ Hann segir væntanlega söluskrifstofu vonandi opna innan nokkurra vikna en Gunnar hefur áður sagt að vonast sé til þess að WOW Air byrji að fljúga innan nokkurra vikna frekar en mánaða. „Við ætlum að byrja að fljúga á milli Keflavíkur og Washington þannig að það er ekki ólíklegt að það skjóti upp kollinum söluskrifstofa í Reykjavík. Það er ekki ólíklegt en það hefur ekki verið ákveðið,“ segir Gunnar. Hann segir að endurreisnarferlið hafi reynst tímafrekara en gert var ráð fyrir en allt sé þó á réttri leið með endurreisn félagsins. „Þetta er allt saman á réttri leið en þetta er ekki á þeim hraða sem við héldum í haust að gæti verið í þessu en við förum í loftið.“ Tafirnar hafi orsakast af ýmsum ástæðum en þá hafi sérstaklega verið flóknara að endurreisa fallið flugfélag en gert var ráð fyrir og svo hafi samkeppnisumhverfið breyst töluvert. „Lággjaldaflugfélög hafa verið að reifa seglin eða jafnvel að leggja upp laupana og það hefur opnað ný tækifæri sem menn hafa viljað skoða. Þannig að bæði hefur þetta verið tímafrekara og fleiri möguleikar sem menn hafa viljað skoða.“ Bandaríkin Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sóknarfæri í ferðaþjónustu Í kjölfarið á falli WOW air hefur meira borið á umræðunni um verðmæti ferðamanna en oft áður. 11. desember 2019 12:00 Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun Bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun en hún hefur verið hér síðustu daga og unnið að endurreisn WOW Air. 15. desember 2019 12:46 Takist ekki að leysa úr ágreiningi við flugfreyjur þarf að fara með málið fyrir héraðsdóm Skiptastjórar hins fallna WOW Air hafa afgreitt kröfur allra launþegahópa flugfélagsins til Ábyrgðasjóðs launa að flugfreyjum undanskyldum. Takist ekki að leysa úr ágreiningi þeirra á milli þarf að fara með málið til héraðsdóms að sögn Sveins Andra Sveinssonar, skiptastjóra og hæstaréttarlögmanns. 6. desember 2019 13:19 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
WOW Air hefur tekið húsnæði á leigu í Washingtonborg í Bandaríkjunum og merkt það félaginu. Til stendur að opna þar söluskrifstofu þegar félagið mun hefja flug á milli Washington og Keflavíkur. Þetta staðfestir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill félagsins, í samtali við fréttastofu Vísis. „Þetta er húsnæði sem búið er að taka á leigu í hverfi sem heitir Foggy Bottom í miðborg Washingon. Þetta er í raun ekkert annað en húsnæði sem bíður þess að þarna opni þegar þar að kemur söluskrifstofa,“ segir Gunnar. „Það var ákveðið að taka þetta á leigu og merkja þetta þangað til það kæmi þarna söluskrifstofa eða einhvers konar kaffihús.“ Hann segir væntanlega söluskrifstofu vonandi opna innan nokkurra vikna en Gunnar hefur áður sagt að vonast sé til þess að WOW Air byrji að fljúga innan nokkurra vikna frekar en mánaða. „Við ætlum að byrja að fljúga á milli Keflavíkur og Washington þannig að það er ekki ólíklegt að það skjóti upp kollinum söluskrifstofa í Reykjavík. Það er ekki ólíklegt en það hefur ekki verið ákveðið,“ segir Gunnar. Hann segir að endurreisnarferlið hafi reynst tímafrekara en gert var ráð fyrir en allt sé þó á réttri leið með endurreisn félagsins. „Þetta er allt saman á réttri leið en þetta er ekki á þeim hraða sem við héldum í haust að gæti verið í þessu en við förum í loftið.“ Tafirnar hafi orsakast af ýmsum ástæðum en þá hafi sérstaklega verið flóknara að endurreisa fallið flugfélag en gert var ráð fyrir og svo hafi samkeppnisumhverfið breyst töluvert. „Lággjaldaflugfélög hafa verið að reifa seglin eða jafnvel að leggja upp laupana og það hefur opnað ný tækifæri sem menn hafa viljað skoða. Þannig að bæði hefur þetta verið tímafrekara og fleiri möguleikar sem menn hafa viljað skoða.“
Bandaríkin Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sóknarfæri í ferðaþjónustu Í kjölfarið á falli WOW air hefur meira borið á umræðunni um verðmæti ferðamanna en oft áður. 11. desember 2019 12:00 Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun Bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun en hún hefur verið hér síðustu daga og unnið að endurreisn WOW Air. 15. desember 2019 12:46 Takist ekki að leysa úr ágreiningi við flugfreyjur þarf að fara með málið fyrir héraðsdóm Skiptastjórar hins fallna WOW Air hafa afgreitt kröfur allra launþegahópa flugfélagsins til Ábyrgðasjóðs launa að flugfreyjum undanskyldum. Takist ekki að leysa úr ágreiningi þeirra á milli þarf að fara með málið til héraðsdóms að sögn Sveins Andra Sveinssonar, skiptastjóra og hæstaréttarlögmanns. 6. desember 2019 13:19 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Sóknarfæri í ferðaþjónustu Í kjölfarið á falli WOW air hefur meira borið á umræðunni um verðmæti ferðamanna en oft áður. 11. desember 2019 12:00
Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun Bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun en hún hefur verið hér síðustu daga og unnið að endurreisn WOW Air. 15. desember 2019 12:46
Takist ekki að leysa úr ágreiningi við flugfreyjur þarf að fara með málið fyrir héraðsdóm Skiptastjórar hins fallna WOW Air hafa afgreitt kröfur allra launþegahópa flugfélagsins til Ábyrgðasjóðs launa að flugfreyjum undanskyldum. Takist ekki að leysa úr ágreiningi þeirra á milli þarf að fara með málið til héraðsdóms að sögn Sveins Andra Sveinssonar, skiptastjóra og hæstaréttarlögmanns. 6. desember 2019 13:19