Grunur um íkveikju: „Þetta er bara martröð“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. desember 2019 18:00 Anna Kristbjörg Jónsdóttir býr í húsinu en fjölskylda hennar er á hrakhólum eftir brunann. Vísir/Sigurjón Fjögurra manna fjölskylda er á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgina og er óvíst hvar hún getur haldið jólin hátíðleg. Grunur er um að kveikt hafi verið í húsinu. Fjölskyldan býr á annarri hæð í fjölbýlishúsi í Vestubergi í Breiðholti en eldur kom upp í húsinu á föstudaginn. Í dag fóru hjónin inn í húsið til að kanna aðstæður. Sterka brunalykt leggur um allt húsið, stigagangurinn er illa farinn eftir eldinn og veggirnir svartir af sóti. „Þetta lítur mjög illa út. Íbúðin er samt heil. Mikil lykt inni og það sem við erum að gera núna er að fara aðeins yfir föt og hvort við getum tekið með okkur einhvern fatnað en ég er nú ekki alveg að sjá það ske af því að lyktin er alveg yfirþyrmandi,“ segir Anna Kristbjörg Jónsdóttir íbúi í húsinu. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í Anna segir bæði þau hjónin og húsfélagið vera með tryggingar. Erfiðlega hafi gengið að nálgast upplýsingar hjá tryggingarfélögunum um helgina um hvað þau fái bætt og hvernig staðið verði að málum. „Það hefur enginn komið til þess að meta eða hreinsa eða neitt,“ segir Anna. Anna og maðurinn hennar eiga tvö stálpuð börn og hefur fjölskyldan þurft að skipta sér upp og dvelja hjá ættingjum og vinum síðan á föstudaginn. Þau sjá ekki fyrir sér að geta dvalið aftur heima hjá sér fyrr en í fyrsta lagi eftir áramótin. Stigagangurinn og flest sem var á honum er illa farið eftir eldinn.Vísir/Sigurjón „Ég held að það séu allir bara í áfalli enn þá. Þetta er, ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það. Þetta er bara martröð. Búin að vera matröð síðan á föstudaginn. Ég er illa sofin og áhyggjufull,“ segir Anna og að þau taki bara einn dag í einu. Eldurinn kom upp á jarðhæðinni þar sem geymslur eru. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er unnið að rannsókn málsins en grunur leikur á að kveikt hafi verið í. Anna segir óvíst hvar þau haldi jólin hátíðleg. „Það er þá einna helst hjá mömmu en hún er náttúrlega með mjög litla íbúð. Spurning hvort við getum reynt að gera eitthvað gott úr því. Ég veit það ekki en ég er ekkert rosalega bjartsýn sko því miður,“ segir Anna. Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Fjögurra manna fjölskylda er á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgina og er óvíst hvar hún getur haldið jólin hátíðleg. Grunur er um að kveikt hafi verið í húsinu. Fjölskyldan býr á annarri hæð í fjölbýlishúsi í Vestubergi í Breiðholti en eldur kom upp í húsinu á föstudaginn. Í dag fóru hjónin inn í húsið til að kanna aðstæður. Sterka brunalykt leggur um allt húsið, stigagangurinn er illa farinn eftir eldinn og veggirnir svartir af sóti. „Þetta lítur mjög illa út. Íbúðin er samt heil. Mikil lykt inni og það sem við erum að gera núna er að fara aðeins yfir föt og hvort við getum tekið með okkur einhvern fatnað en ég er nú ekki alveg að sjá það ske af því að lyktin er alveg yfirþyrmandi,“ segir Anna Kristbjörg Jónsdóttir íbúi í húsinu. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í Anna segir bæði þau hjónin og húsfélagið vera með tryggingar. Erfiðlega hafi gengið að nálgast upplýsingar hjá tryggingarfélögunum um helgina um hvað þau fái bætt og hvernig staðið verði að málum. „Það hefur enginn komið til þess að meta eða hreinsa eða neitt,“ segir Anna. Anna og maðurinn hennar eiga tvö stálpuð börn og hefur fjölskyldan þurft að skipta sér upp og dvelja hjá ættingjum og vinum síðan á föstudaginn. Þau sjá ekki fyrir sér að geta dvalið aftur heima hjá sér fyrr en í fyrsta lagi eftir áramótin. Stigagangurinn og flest sem var á honum er illa farið eftir eldinn.Vísir/Sigurjón „Ég held að það séu allir bara í áfalli enn þá. Þetta er, ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það. Þetta er bara martröð. Búin að vera matröð síðan á föstudaginn. Ég er illa sofin og áhyggjufull,“ segir Anna og að þau taki bara einn dag í einu. Eldurinn kom upp á jarðhæðinni þar sem geymslur eru. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er unnið að rannsókn málsins en grunur leikur á að kveikt hafi verið í. Anna segir óvíst hvar þau haldi jólin hátíðleg. „Það er þá einna helst hjá mömmu en hún er náttúrlega með mjög litla íbúð. Spurning hvort við getum reynt að gera eitthvað gott úr því. Ég veit það ekki en ég er ekkert rosalega bjartsýn sko því miður,“ segir Anna.
Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira