Árskort í sund og líkamsrækt í jólagjöf frá Rangárþingi eystra Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. desember 2019 12:30 Á Hvolsvelli er glæsileg 25 metra útilaug og á sundlaugarsvæðinu eru 2 heitir potta og vaðlaug, auk rennibrautar og gufubaðs. Rangárþing eystra Mikil ánægja er á meðal starfsmanna Rangárþings eystra með jólagjöfina sem allir fengu frá sveitarfélaginu en það er árskort í sund og líkamsræktarstöð sveitarfélagsins á Hvolsvelli. Sveitarstjórinn segir að ákveðið hafi verið að gefa þessa jólagjöf því sveitarfélagið er heilsueflandi samfélag. Það er æði misjafnt hvað sveitarfélög, ríki, fyrirtæki og stofnanir og einkafyrirtæki gefa starfsfólki sínu í jólagjöf. Starfsmenn Rangárþings eystra hafa allir fengið sína jólagjöf og eru hæst ánægðir með hana en það er ókeypis sundkort og líkamsræktarkort allt árið 2020 í sundlaugina á Hvolsvelli og líkamsræktarstöðina þar. Gjöfin nær til 213 starfsmanna sveitarfélagsins. Birna Sigurðardóttir er skólastjóri Grunnskólans á Hvolsvelli þar sem um 60 starfsmenn vinna. „Fólk er bara heild yfir mjög ánægt með þessa rausnarlegu jólagjöf, hún er ofsalega flott, ég held að hún hafi komið fólki mjög á óvart.“ Mjög góð líkamsræktaraðstaða er á Hvolsvelli og sundlaugin á staðnum er flott og til fyrirmyndar. Anton Kári, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er stoltur af jólagjöfinni 2019, sem starfsfólkið fékk.Vísir/Magnús Hlynur Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra er ánægður með að sveitarstjórn hafi ákveðið að gefa starfsfólkinu svona heilsusamlega jólagjöf. „Og vonandi að fólk verði duglegt að nýta sér þetta og þetta skili sér bara í betri heilsu og vellíðan og auknu starfsþreki okkar starfsmanna hjá Rangárþingi eystra. Ég hef ekki heyrt annað en að allir hafi bara verið virkilega ánægðir með gjöfina og það fylgdi nú í bónus smá gjafabakki frá SS, bruns, hvað er betra en að byrja á smá bruns og skella sér svo í sund og ræktina,“ segir Anton Kári. Jól Rangárþing eystra Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Mikil ánægja er á meðal starfsmanna Rangárþings eystra með jólagjöfina sem allir fengu frá sveitarfélaginu en það er árskort í sund og líkamsræktarstöð sveitarfélagsins á Hvolsvelli. Sveitarstjórinn segir að ákveðið hafi verið að gefa þessa jólagjöf því sveitarfélagið er heilsueflandi samfélag. Það er æði misjafnt hvað sveitarfélög, ríki, fyrirtæki og stofnanir og einkafyrirtæki gefa starfsfólki sínu í jólagjöf. Starfsmenn Rangárþings eystra hafa allir fengið sína jólagjöf og eru hæst ánægðir með hana en það er ókeypis sundkort og líkamsræktarkort allt árið 2020 í sundlaugina á Hvolsvelli og líkamsræktarstöðina þar. Gjöfin nær til 213 starfsmanna sveitarfélagsins. Birna Sigurðardóttir er skólastjóri Grunnskólans á Hvolsvelli þar sem um 60 starfsmenn vinna. „Fólk er bara heild yfir mjög ánægt með þessa rausnarlegu jólagjöf, hún er ofsalega flott, ég held að hún hafi komið fólki mjög á óvart.“ Mjög góð líkamsræktaraðstaða er á Hvolsvelli og sundlaugin á staðnum er flott og til fyrirmyndar. Anton Kári, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er stoltur af jólagjöfinni 2019, sem starfsfólkið fékk.Vísir/Magnús Hlynur Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra er ánægður með að sveitarstjórn hafi ákveðið að gefa starfsfólkinu svona heilsusamlega jólagjöf. „Og vonandi að fólk verði duglegt að nýta sér þetta og þetta skili sér bara í betri heilsu og vellíðan og auknu starfsþreki okkar starfsmanna hjá Rangárþingi eystra. Ég hef ekki heyrt annað en að allir hafi bara verið virkilega ánægðir með gjöfina og það fylgdi nú í bónus smá gjafabakki frá SS, bruns, hvað er betra en að byrja á smá bruns og skella sér svo í sund og ræktina,“ segir Anton Kári.
Jól Rangárþing eystra Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira