Eldtungurnar stóðu út um glugga Kristín Ólafsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 20. desember 2019 10:45 Slökkviliðsmenn hlúa að íbúa í Vesturbergi í morgun. Vísir/vilhelm Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. Íbúum hússins hafi verið hætta búin en þeir hafa verið fluttir í skóla í nágrenninu nú í morgun, þar sem teymi frá Rauða krossinum hlúir að þeim. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út vegna eldsins á tíunda tímanum í morgun. Eldurinn hefur verið slökktur og unnið er að því að reykræsta. Slökkviliðsmenn við störf í morgun.vísir/vilhelm Stigagangurinn lokaðist af reyk Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri segir í samtali við fréttastofu að strax hafi legið fyrir í tilkynningunni að mikill eldur hefði komið upp, sem og að fólk væri inni í íbúðum hússins og mikill reykur í stigagangi. Íbúar hafi verið beðnir um að halda sig inni. Þegar komið var á staðinn varð ljóst að eldurinn kviknaði á fyrstu hæð hússins, þar sem eru hjólageymslur, þvottahús og annað slíkt. „Það var bara mjög mikill eldur. Stigagangurinn lokaðist af reyk. Fólkið gerði alveg hárrétt í stöðunni, það var inni í íbúðunum og fór ekki inn á stigaganginn og fór svo bara út á svalir ef það fór að finna mikla lykt. Við slökktum síðan eldinn og erum að vinna að því að taka fólkið úr íbúðunum, aðstoða það,“ segir Birgir. Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri, á vettvangi í Vesturbergi í morgun.Vísir/þorsteinn Hann hefur ekki nákvæmar upplýsingar um það hversu margar íbúðir eru í stigaganginum eða hversu margir búa í þeim. Svo virðist sem engan hafi sakað en Birgir segir að ljóst hafi verið að fólkinu var hætta búin. „Þegar eldurinn er orðinn svona mikill þá já, þetta hefði getað farið mun verr. En við sendum allar okkar stöðvar, við vorum fljótir að ná að slá niður þennan mesta eld. Það stóðu bara eldtungurnar út um glugga. Það gekk nokkuð fljótt fyrir sig og þá var staðan undir kontról,“ segir Birgir. „En svo þurfti að vinna eftirvinnuna, vera í sambandi við fólkið, segja því að halda kyrru fyrir á meðan við værum að ná að hreinsa upp reykinn svo það væri öruggara að ná því út.“ Bæði mönnum og dýrum var bjargað úr húsinu.Vísir/vilhelm Mikill mannskapur og góð tæki Inntur eftir því hvort aðstæður til slökkvistarfs hafi verið erfiðar segir Birgir að öflugt lið viðbragðsaðila hafi leyst verkið vel úr hendi. „Auðvitað er það þannig að þarna eru geymslur og annað slíkt þar sem eru einhverjir timburveggir, byggðir eftir þeim tímareglum, þannig að það var meiri eldur sjálfsagt út af því. En ekkert erfiðara fyrir okkur þannig séð. Mikill mannskapur, góð tæki og ráðist á þetta í hvelli.“ Birgir segir að ekki sé byrjað að kanna umfang tjóns vegna eldsins. Nú sé lögð áhersla á að huga að íbúum en farið hefur verið með fólkið í nærliggjandi skóla, þar sem teymi frá Rauða krossinum tekur á móti þeim. Þá verður einnig reynt að ná í þá íbúa sem ekki voru á staðnum þegar eldurinn kom upp. Inngangurinn að neðstu hæðinni er töluvert skemmdur.Vísir/vilhelm Slökkvistarf gekk vel, að sögn varaslökkviliðsstjóra.Vísir/vilhelm Slökkviliðsmenn aðstoða íbúa út úr húsinu.Vísir/vilhelm Íbúum hússins var hætta búin í morgun að sögn varaslökkviliðsstjóra.vísir/vilhelm Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. Íbúum hússins hafi verið hætta búin en þeir hafa verið fluttir í skóla í nágrenninu nú í morgun, þar sem teymi frá Rauða krossinum hlúir að þeim. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út vegna eldsins á tíunda tímanum í morgun. Eldurinn hefur verið slökktur og unnið er að því að reykræsta. Slökkviliðsmenn við störf í morgun.vísir/vilhelm Stigagangurinn lokaðist af reyk Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri segir í samtali við fréttastofu að strax hafi legið fyrir í tilkynningunni að mikill eldur hefði komið upp, sem og að fólk væri inni í íbúðum hússins og mikill reykur í stigagangi. Íbúar hafi verið beðnir um að halda sig inni. Þegar komið var á staðinn varð ljóst að eldurinn kviknaði á fyrstu hæð hússins, þar sem eru hjólageymslur, þvottahús og annað slíkt. „Það var bara mjög mikill eldur. Stigagangurinn lokaðist af reyk. Fólkið gerði alveg hárrétt í stöðunni, það var inni í íbúðunum og fór ekki inn á stigaganginn og fór svo bara út á svalir ef það fór að finna mikla lykt. Við slökktum síðan eldinn og erum að vinna að því að taka fólkið úr íbúðunum, aðstoða það,“ segir Birgir. Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri, á vettvangi í Vesturbergi í morgun.Vísir/þorsteinn Hann hefur ekki nákvæmar upplýsingar um það hversu margar íbúðir eru í stigaganginum eða hversu margir búa í þeim. Svo virðist sem engan hafi sakað en Birgir segir að ljóst hafi verið að fólkinu var hætta búin. „Þegar eldurinn er orðinn svona mikill þá já, þetta hefði getað farið mun verr. En við sendum allar okkar stöðvar, við vorum fljótir að ná að slá niður þennan mesta eld. Það stóðu bara eldtungurnar út um glugga. Það gekk nokkuð fljótt fyrir sig og þá var staðan undir kontról,“ segir Birgir. „En svo þurfti að vinna eftirvinnuna, vera í sambandi við fólkið, segja því að halda kyrru fyrir á meðan við værum að ná að hreinsa upp reykinn svo það væri öruggara að ná því út.“ Bæði mönnum og dýrum var bjargað úr húsinu.Vísir/vilhelm Mikill mannskapur og góð tæki Inntur eftir því hvort aðstæður til slökkvistarfs hafi verið erfiðar segir Birgir að öflugt lið viðbragðsaðila hafi leyst verkið vel úr hendi. „Auðvitað er það þannig að þarna eru geymslur og annað slíkt þar sem eru einhverjir timburveggir, byggðir eftir þeim tímareglum, þannig að það var meiri eldur sjálfsagt út af því. En ekkert erfiðara fyrir okkur þannig séð. Mikill mannskapur, góð tæki og ráðist á þetta í hvelli.“ Birgir segir að ekki sé byrjað að kanna umfang tjóns vegna eldsins. Nú sé lögð áhersla á að huga að íbúum en farið hefur verið með fólkið í nærliggjandi skóla, þar sem teymi frá Rauða krossinum tekur á móti þeim. Þá verður einnig reynt að ná í þá íbúa sem ekki voru á staðnum þegar eldurinn kom upp. Inngangurinn að neðstu hæðinni er töluvert skemmdur.Vísir/vilhelm Slökkvistarf gekk vel, að sögn varaslökkviliðsstjóra.Vísir/vilhelm Slökkviliðsmenn aðstoða íbúa út úr húsinu.Vísir/vilhelm Íbúum hússins var hætta búin í morgun að sögn varaslökkviliðsstjóra.vísir/vilhelm
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38