Topp tíu 2019 Dagur B. Eggertsson skrifar 30. desember 2019 11:30 Hef verið í nánast sjálfskipuðu fjölmiðlabanni yfir jólin en viðurkenni að mér finnst skemmtilegt að horfa aðeins um öxl áður en kemur að áramótum. Áramót er bæði tími þakklætis fyrir árið sem liðið er og tími vonar þegar horft er fram á nýtt ár. Ég viðurkenni að síðasti vetur var einhver sá þyngsti sem ég man eftir og ég byrjaði árið 2019 með staf mér við hlið. En lífið varð smám saman léttara undir fæti með hækkandi sól. Stafnum hef ég getað lagt með hjálp markvissrar og öflugrar lyfjameðferðar við gigtinni. Ég sprauta mig áfram einu sinni í viku og þannig helst þessi þráláti sjúkdómur í skefjum. Þetta er miklu betri staða en ég þorði að vona fyrir rúmu ári síðan þótt ég hafi þurfti að breyta ýmsu. En það er kannski bara hollt að taka til í gömlum siðum og ósiðum af og til. Á árs afmæli veikindanna lét ég meðal annars ljósmyndara Morgunblaðsins plata mig til að klifra upp í nýja og fallega vitann okkar við Sæbraut. Það var góð tilfinning. Ég hef óneitanlega margt til að vera þakklátur fyrir. Yndislega fjölskyldu. Frábært samstarfsfólk. Lífsgæðaborg. Starfsfólk borgarinnar stendur sig Það er ekki alltaf fyrir séð hvað fær mesta athygli fjölmiðla af vettvangi borgarinnar. Á hverjum degi vinnur almennt starfsfólk borgarinnar frábær störf í umönnun, kennslu og velferðarþjónustu, snjómokstri, sorphirðu, skipulagi eða borgarhönnun og því að gera borgina fallegri svo fátt eitt sé talið. Garðyrkjudeildin er til dæmis ein þeirra sem er búin að brillera á árinu. Velferðarsviðið hefur líka verið á fleygiferð með nýjungar í þjónustu, NPA-samninga, margs konar búsetuúrræði og nýtt neyðarskýli fyrir vímuefnaneytendur. En hvað kemst í fréttir? Það getur verið önnur saga. Það kom mér reyndar skemmtilega á óvart að sjá að fréttin um „hjólandi borgarstjórann“ var sú mest lesna á árinu hjá Kjarnanum. Ekki bara af borgarfréttum heldur yfir höfuð! Það er ótrúlega margt sem hægt væri að hafa mörg orð um af vettvangi borgarinnar sem er sífellt í framþróun og miklum blóma. Ég er ekki frá því að nýliðið ár sé – ólíkt því sem einhverjir spáðu í upphafi - eitt það afkastamesta og árangursríkasta í langan tíma. Hér er einhvers konar topp tíu listi ársins af vettvangi borgarmálanna: Tímamóta samningar Samningur um Borgarlínu, Miklubraut í stokk, stórátak í gerð hjóla- og göngustíga: samgöngupakkinn. Samningur um að innanlandsflug flytjist í Hvassahraun reynist það flugvallarstæði góður kostur. Húsnæði fyrir alla Aldrei hafa fleiri íbúðir verið í byggingu í borginni og aldrei hærra hlutfall þeirra á fjölbreyttum þéttingarsvæðum og á vegum óhagnaðardrifinna byggingarfélaga sem byggja fyrir alls konar fólk. Byggingarverkefnum fyrir eldri borgara lauk í Mörk og Mjódd. Yfir fjögur hundruð stúdentaíbúðir eru langt komnar og ódýrar leiguíbúðir Bjargs eru í byggingu á fimm stöðum í borginni. Borg fyrir börn Full fjármögnuð uppbyggingaráætlun í leikskólamálum var samþykkt til að taka megi inn yngri börn og brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Börnin í borginni stóðu sig best allra landhluta í nýbirtri Pisa-könnun. Skólaþróun fékk byr í seglin með nýrri menntastefnu og nýjum þróunar- og nýsköpunarsjóði fyrir skóla- og frístund. Jafnrétti Kynbundinn launamunur sem ekki skýrist af starfsaldri, menntun og fleiri afmörkuðum þáttum er kominn í 0,06%. Reykjavíkurborg hefur fengið jafnlaunavottun. Traustur rekstur Stjórnkerfi borgarinnar var einfaldað og umbætur gerðar á fjölmörgum sviðum. Rekstur borgarinnar skilar afgangi, fjárfestingar eru í sögulegu hámarki og fjárhagsstaðan er sterk hvort sem litið er til borgarsjóðs eða fyrirtækja borgarinnar. Höfundur er borgarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Dagur B. Eggertsson Reykjavík Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hef verið í nánast sjálfskipuðu fjölmiðlabanni yfir jólin en viðurkenni að mér finnst skemmtilegt að horfa aðeins um öxl áður en kemur að áramótum. Áramót er bæði tími þakklætis fyrir árið sem liðið er og tími vonar þegar horft er fram á nýtt ár. Ég viðurkenni að síðasti vetur var einhver sá þyngsti sem ég man eftir og ég byrjaði árið 2019 með staf mér við hlið. En lífið varð smám saman léttara undir fæti með hækkandi sól. Stafnum hef ég getað lagt með hjálp markvissrar og öflugrar lyfjameðferðar við gigtinni. Ég sprauta mig áfram einu sinni í viku og þannig helst þessi þráláti sjúkdómur í skefjum. Þetta er miklu betri staða en ég þorði að vona fyrir rúmu ári síðan þótt ég hafi þurfti að breyta ýmsu. En það er kannski bara hollt að taka til í gömlum siðum og ósiðum af og til. Á árs afmæli veikindanna lét ég meðal annars ljósmyndara Morgunblaðsins plata mig til að klifra upp í nýja og fallega vitann okkar við Sæbraut. Það var góð tilfinning. Ég hef óneitanlega margt til að vera þakklátur fyrir. Yndislega fjölskyldu. Frábært samstarfsfólk. Lífsgæðaborg. Starfsfólk borgarinnar stendur sig Það er ekki alltaf fyrir séð hvað fær mesta athygli fjölmiðla af vettvangi borgarinnar. Á hverjum degi vinnur almennt starfsfólk borgarinnar frábær störf í umönnun, kennslu og velferðarþjónustu, snjómokstri, sorphirðu, skipulagi eða borgarhönnun og því að gera borgina fallegri svo fátt eitt sé talið. Garðyrkjudeildin er til dæmis ein þeirra sem er búin að brillera á árinu. Velferðarsviðið hefur líka verið á fleygiferð með nýjungar í þjónustu, NPA-samninga, margs konar búsetuúrræði og nýtt neyðarskýli fyrir vímuefnaneytendur. En hvað kemst í fréttir? Það getur verið önnur saga. Það kom mér reyndar skemmtilega á óvart að sjá að fréttin um „hjólandi borgarstjórann“ var sú mest lesna á árinu hjá Kjarnanum. Ekki bara af borgarfréttum heldur yfir höfuð! Það er ótrúlega margt sem hægt væri að hafa mörg orð um af vettvangi borgarinnar sem er sífellt í framþróun og miklum blóma. Ég er ekki frá því að nýliðið ár sé – ólíkt því sem einhverjir spáðu í upphafi - eitt það afkastamesta og árangursríkasta í langan tíma. Hér er einhvers konar topp tíu listi ársins af vettvangi borgarmálanna: Tímamóta samningar Samningur um Borgarlínu, Miklubraut í stokk, stórátak í gerð hjóla- og göngustíga: samgöngupakkinn. Samningur um að innanlandsflug flytjist í Hvassahraun reynist það flugvallarstæði góður kostur. Húsnæði fyrir alla Aldrei hafa fleiri íbúðir verið í byggingu í borginni og aldrei hærra hlutfall þeirra á fjölbreyttum þéttingarsvæðum og á vegum óhagnaðardrifinna byggingarfélaga sem byggja fyrir alls konar fólk. Byggingarverkefnum fyrir eldri borgara lauk í Mörk og Mjódd. Yfir fjögur hundruð stúdentaíbúðir eru langt komnar og ódýrar leiguíbúðir Bjargs eru í byggingu á fimm stöðum í borginni. Borg fyrir börn Full fjármögnuð uppbyggingaráætlun í leikskólamálum var samþykkt til að taka megi inn yngri börn og brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Börnin í borginni stóðu sig best allra landhluta í nýbirtri Pisa-könnun. Skólaþróun fékk byr í seglin með nýrri menntastefnu og nýjum þróunar- og nýsköpunarsjóði fyrir skóla- og frístund. Jafnrétti Kynbundinn launamunur sem ekki skýrist af starfsaldri, menntun og fleiri afmörkuðum þáttum er kominn í 0,06%. Reykjavíkurborg hefur fengið jafnlaunavottun. Traustur rekstur Stjórnkerfi borgarinnar var einfaldað og umbætur gerðar á fjölmörgum sviðum. Rekstur borgarinnar skilar afgangi, fjárfestingar eru í sögulegu hámarki og fjárhagsstaðan er sterk hvort sem litið er til borgarsjóðs eða fyrirtækja borgarinnar. Höfundur er borgarstjóri.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun