Vill verja minnst hálfum milljarði dala í að mála Vegginn Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2020 16:12 Trump telur að veggurinn væri ógnvænlegri málaður svartur. EPA/David Maung Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að Veggurinn svokallaði á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó verði málaður svartur. Það myndi kosta ríkið minnst 500 miljónir dala. Ráðgjafar Trump töldu sig hafa fengið forsetann af hugmynd sinni í fyrra. Trump lýsti því hins vegar yfir á nýlegum fundi að mála ætti vegginn. Trump hefur lengi viljað hafa Vegginn svartan og telur hann það draga úr því að fólk reyni að klifra hann. Bæði verði veggurinn ógnvænlegri og þar að auki verði hann mun heitari á sumrin. Herforingjar og embættismenn sem koma að stjórn landamæranna telja málninguna vera óþarfa. Hún auki kostnað verulega og leiði til mun meira viðhalds en annars. Þá er óljóst hvernig hægt sé að mála þá hluta veggjarins sem búið er að setja upp. Mögulega þyrfti að útbúa einhvers konar bómu sem færi yfir veginn og málaði hann Mexíkómegin frá Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Washington Post mun það að mála vegginn kosta minnst 500 milljónir dala og mest þrjá milljarða, eftir því hvers konar svört málning verði fyrir valinu. Á kjörtímabili sínu hefur Trump ekki tekist að fá fé frá þinginu til að byggja nýja veggi á landamærum ríkjanna. Hvorki þegar Repúblikanar voru þar í meirihluta né Demókratar. Það fé sem hann hefur fengið hefur verið skilyrt til endurbyggingar veggja sem þegar voru á landamærunum. Því var ákveðið að nota fé úr byggingarsjóðum herafla Bandaríkjanna til að byggja nýja veggi. Trump hefur heitið því að reisa veggi eða tálma á 500 mílna hluta landamæranna en enn sem komið er hafa veggir verið reistir á 110 mílna hluta. Hluti ástæðunnar fyrir því að illa gengur að reisa nýja veggi er að landið er að mestu í einkaeigu og ríkið þarf að taka það land eignanámi. Slíkt eignanám endar iðurlega tímafrekum dómsmálum. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að Veggurinn svokallaði á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó verði málaður svartur. Það myndi kosta ríkið minnst 500 miljónir dala. Ráðgjafar Trump töldu sig hafa fengið forsetann af hugmynd sinni í fyrra. Trump lýsti því hins vegar yfir á nýlegum fundi að mála ætti vegginn. Trump hefur lengi viljað hafa Vegginn svartan og telur hann það draga úr því að fólk reyni að klifra hann. Bæði verði veggurinn ógnvænlegri og þar að auki verði hann mun heitari á sumrin. Herforingjar og embættismenn sem koma að stjórn landamæranna telja málninguna vera óþarfa. Hún auki kostnað verulega og leiði til mun meira viðhalds en annars. Þá er óljóst hvernig hægt sé að mála þá hluta veggjarins sem búið er að setja upp. Mögulega þyrfti að útbúa einhvers konar bómu sem færi yfir veginn og málaði hann Mexíkómegin frá Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Washington Post mun það að mála vegginn kosta minnst 500 milljónir dala og mest þrjá milljarða, eftir því hvers konar svört málning verði fyrir valinu. Á kjörtímabili sínu hefur Trump ekki tekist að fá fé frá þinginu til að byggja nýja veggi á landamærum ríkjanna. Hvorki þegar Repúblikanar voru þar í meirihluta né Demókratar. Það fé sem hann hefur fengið hefur verið skilyrt til endurbyggingar veggja sem þegar voru á landamærunum. Því var ákveðið að nota fé úr byggingarsjóðum herafla Bandaríkjanna til að byggja nýja veggi. Trump hefur heitið því að reisa veggi eða tálma á 500 mílna hluta landamæranna en enn sem komið er hafa veggir verið reistir á 110 mílna hluta. Hluti ástæðunnar fyrir því að illa gengur að reisa nýja veggi er að landið er að mestu í einkaeigu og ríkið þarf að taka það land eignanámi. Slíkt eignanám endar iðurlega tímafrekum dómsmálum.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira