Þingforseti freistar þess að ljúka umræðum um umdeilt útlendingafrumvarp Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2020 19:00 Mikið var um atkvæðagreiðslur á Alþingi í dag. Síðdegis hófust umræður um frumvörp um nýjustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Stöð 2/Einar Þingmenn hófu síðdegis aðra umræðu um bandormsfrumvarp ríkisstjórnarinnar vegna síðustu efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar. Síðar í kvöld á að ræða umdeilt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Kolbeinn Óttarsson Proppé er ekki hrifinn af málflutningi Miðflokksins í loftlagsmálum.Vísir/Vilhelm Þingfundur hófst með umræðum um störf þingsins klukkan þrjú í dag. Í þeim undraðist stjórnarþingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé málflutning þingmanna Miðflokksins í umræðum um loftslagsmál og borgarlínu á Alþingi í vikunni. Þar vissi flokkurinn alltaf betur en allir aðrir. „Og ég velti því fyrir mér margoft undir þessum umræðum; undan hvaða steini Miðflokkurinn skreið.“ „Gögn, líkön, staðreyndir. Þetta skiptir Miðflokkinn engu máli,“ sagði Kolbeinn. Þorsteinn Sæmundsson segir fulla ástæðu til að fólk kynni sér málflutning þingmanna Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins lét þessi ummæli ekki slá sig út af laginu. „Ég vil nú byrja á því að þakka háttvirtum þingmanni Kolbeinni Óttarssyni Proppé fyrir að vekja athygli á sérstöðu Miðflokksins þegar kemur að þeim málum sem hér voru rædd í gær. Og ég tek undir hvatningu hans til landsmanna til að kynna sér innihald þeirrar umræðu,“ sagði Þorsteinn. Fundurinn fór annars framan af í atkvæðagreiðslur um nokkur mál. Þær fara fram með sérkennilegum hætti þessa dagana á Alþingi vegna sóttvarna. Meðal annars voru greidd atkvæði um lengingu þingfundar í kvöld þar sem þingforseti freistar þess meðal annars að ljúka fyrstu umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir ekki til í kvöldfundi til að ljúka umræðum um umdeilt frumvarp um útlendinga.Vísir/ Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sagði flokkinn til í að funda lengi um aðgerðir vegna kórónufaraldursins, eins og bandormsfrumvarp ríkisstjórnarinnar vegna síðustu aðgerða hennar sem umræða hófst um rétt um klukkan fimm. „Við lögðum hins vegar ekki blessun okkar yfir það að vinna hér fram á kvöld í því að koma á enn ómannúðlegri Útlendingastofnun og útlendingastefnu en nú þegar er í gildi á Íslandi. Þar af leiðandi segjum við nei við lengdum þingfundi og nei við þessu óbermis frumvarpi,“ sagði Þórhildur Sunna. Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þingmenn hófu síðdegis aðra umræðu um bandormsfrumvarp ríkisstjórnarinnar vegna síðustu efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar. Síðar í kvöld á að ræða umdeilt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Kolbeinn Óttarsson Proppé er ekki hrifinn af málflutningi Miðflokksins í loftlagsmálum.Vísir/Vilhelm Þingfundur hófst með umræðum um störf þingsins klukkan þrjú í dag. Í þeim undraðist stjórnarþingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé málflutning þingmanna Miðflokksins í umræðum um loftslagsmál og borgarlínu á Alþingi í vikunni. Þar vissi flokkurinn alltaf betur en allir aðrir. „Og ég velti því fyrir mér margoft undir þessum umræðum; undan hvaða steini Miðflokkurinn skreið.“ „Gögn, líkön, staðreyndir. Þetta skiptir Miðflokkinn engu máli,“ sagði Kolbeinn. Þorsteinn Sæmundsson segir fulla ástæðu til að fólk kynni sér málflutning þingmanna Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins lét þessi ummæli ekki slá sig út af laginu. „Ég vil nú byrja á því að þakka háttvirtum þingmanni Kolbeinni Óttarssyni Proppé fyrir að vekja athygli á sérstöðu Miðflokksins þegar kemur að þeim málum sem hér voru rædd í gær. Og ég tek undir hvatningu hans til landsmanna til að kynna sér innihald þeirrar umræðu,“ sagði Þorsteinn. Fundurinn fór annars framan af í atkvæðagreiðslur um nokkur mál. Þær fara fram með sérkennilegum hætti þessa dagana á Alþingi vegna sóttvarna. Meðal annars voru greidd atkvæði um lengingu þingfundar í kvöld þar sem þingforseti freistar þess meðal annars að ljúka fyrstu umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir ekki til í kvöldfundi til að ljúka umræðum um umdeilt frumvarp um útlendinga.Vísir/ Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sagði flokkinn til í að funda lengi um aðgerðir vegna kórónufaraldursins, eins og bandormsfrumvarp ríkisstjórnarinnar vegna síðustu aðgerða hennar sem umræða hófst um rétt um klukkan fimm. „Við lögðum hins vegar ekki blessun okkar yfir það að vinna hér fram á kvöld í því að koma á enn ómannúðlegri Útlendingastofnun og útlendingastefnu en nú þegar er í gildi á Íslandi. Þar af leiðandi segjum við nei við lengdum þingfundi og nei við þessu óbermis frumvarpi,“ sagði Þórhildur Sunna.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira