Manshaus vildi keyra niður sem flesta í miðborg Oslóar Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2020 07:41 Verjandi Manshaus, Audun Beckstrøm (til vinstri) og ákærði, Philip Manshaus (til hægri) í dómsal í morgun. EPA Norðmaðurinn Philip Manshaus var með áætlanir um að keyra niður sem flesta í miðborg Oslóar. Það kemur fram í skrifuðum athugasemdum hans sem hafa verið lagðar fyrir dóm, en réttarhöld hófust í máli Manshaus í morgun. Hinn 22 ára Manshaus er ákærður fyrir morð og brot á hryðjuverkalögum eftir að hann drap sautján ára stjúpsystur sína á heimili í Bærum og réðst að því loknu á moskuna al-Noor Islamic Centre þann 10. ágúst síðastliðinn. Fór hann þangað með með skotvopn og með það að markmiði að „drepa eins marga múslima og mögulegt væri“, líkt og segir í ákæru. Gestum í moskunni tókst hins vegar að yfirbuga Manshaus áður en hann náði að slasa nokkurn. Hann hafði þó hleypt af nokkrum skotum. Manshaus hefur viðurkennt gjörðirnar, en neitar þó sök. Verjandi Manshaus segir ákærða bera fyrir sig neyðarrétt. Lögregla vill meina að Manshaus hafi drepið stjúpsystur sína, Johanne Zhangjia Ihle-Hansen, þar sem hún var ekki af norskum uppruna. Þegar Manshaus mætti fyrir dómara í dag brosti hans og heilsaði að nasistasið, áður en hann settist við hlið verjenda síns. Í skjölum sem fundust í herbergi Manshaus við húsleit mátti svo sjá áætlanir um að keyra niður gangandi vegfarendur í hverfinu Grønland í Osló. Þar mátti líka sjá lista um kosti og galla slíkrar árásar. Sagði meðal annars að Grønland væri hverfi með mikið af ungu fólki, sem hann taldi vera kostur. Áætlað er að réttarhöldin standi í þrjár vikur og eru alls um þrjátíu manns á vitnalista, þar á meðal faðir Manshaus og svo móðir hinnar látnu. Noregur Tengdar fréttir Ákærður fyrir morð og brot á hryðjuverkalöggjöfinni Saksóknarar í Noregi hafa ákært hinn 22 ára Philip Manshaus fyrir morð og brot gegn hryðjuverkalöggjöfinni. 17. febrúar 2020 14:02 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Norðmaðurinn Philip Manshaus var með áætlanir um að keyra niður sem flesta í miðborg Oslóar. Það kemur fram í skrifuðum athugasemdum hans sem hafa verið lagðar fyrir dóm, en réttarhöld hófust í máli Manshaus í morgun. Hinn 22 ára Manshaus er ákærður fyrir morð og brot á hryðjuverkalögum eftir að hann drap sautján ára stjúpsystur sína á heimili í Bærum og réðst að því loknu á moskuna al-Noor Islamic Centre þann 10. ágúst síðastliðinn. Fór hann þangað með með skotvopn og með það að markmiði að „drepa eins marga múslima og mögulegt væri“, líkt og segir í ákæru. Gestum í moskunni tókst hins vegar að yfirbuga Manshaus áður en hann náði að slasa nokkurn. Hann hafði þó hleypt af nokkrum skotum. Manshaus hefur viðurkennt gjörðirnar, en neitar þó sök. Verjandi Manshaus segir ákærða bera fyrir sig neyðarrétt. Lögregla vill meina að Manshaus hafi drepið stjúpsystur sína, Johanne Zhangjia Ihle-Hansen, þar sem hún var ekki af norskum uppruna. Þegar Manshaus mætti fyrir dómara í dag brosti hans og heilsaði að nasistasið, áður en hann settist við hlið verjenda síns. Í skjölum sem fundust í herbergi Manshaus við húsleit mátti svo sjá áætlanir um að keyra niður gangandi vegfarendur í hverfinu Grønland í Osló. Þar mátti líka sjá lista um kosti og galla slíkrar árásar. Sagði meðal annars að Grønland væri hverfi með mikið af ungu fólki, sem hann taldi vera kostur. Áætlað er að réttarhöldin standi í þrjár vikur og eru alls um þrjátíu manns á vitnalista, þar á meðal faðir Manshaus og svo móðir hinnar látnu.
Noregur Tengdar fréttir Ákærður fyrir morð og brot á hryðjuverkalöggjöfinni Saksóknarar í Noregi hafa ákært hinn 22 ára Philip Manshaus fyrir morð og brot gegn hryðjuverkalöggjöfinni. 17. febrúar 2020 14:02 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Ákærður fyrir morð og brot á hryðjuverkalöggjöfinni Saksóknarar í Noregi hafa ákært hinn 22 ára Philip Manshaus fyrir morð og brot gegn hryðjuverkalöggjöfinni. 17. febrúar 2020 14:02