KR-ingar sagðir búnir að reka Inga Þór og ráða Darra í staðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2020 15:34 Undir stjórn Inga Þórs Steinþórssonar þá vann KR 101 af 153 leikjum sínu í deild (66 prósent) og 23 af 40 leikjum sínum í úrslitakeppni (58 prósent). Þetta eru sjö tímabil sem Ingi hefur þjálfað KR-liðið eða 1999-2004 og 2018-20. Vísir/Daníel Ingi Þór Steinþórsson hefur verið rekinn sem þjálfari meistaraflokks karla í körfubolta hjá KR og Darri Freyr Atlason er sagður verða næsti þjálfari Íslandsmeistara KR í Domino´s deildinni. Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson sögðu frá því í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport að Ingi Þór Steinþórsson yrði ekki áfram þjálfari KR-liðsins. Þetta voru ekki staðfestar fréttir en samkvæmt heimildarmönnum þeirra í Vesturbænum. Bæði Ríkisútvarpið og karfan.is hafa líka heimildir fyrir því að KR-ingar hafi rekið Inga Þór Steinþórsson og að þeir séu að fara ráða hinn 25 ára gamla Darra Freyr Atlason. KR-ingar voru með eitt elsta liðið í deildinni á síðustu leiktíð og yrðu þá með yngsta þjálfarann í deildinni. Darri er 22 árum yngri en Ingi Þór og yngri en stór hluti KR-liðsins. Darri Freyr Atlason er 25 ára gamall og hefur ekki þjálfað áður meistaraflokk karla. Hann gerði hins vegar frábæra hluti með kvennalið Vals sem varð þrefaldur meistari undir hans stjórn í fyrra og var á góðri leið með að verja Íslandsmeistaratitilinn sinn í vor þegar keppni var hætt vegna kórónuveirunnar. Darri er uppalinn KR-ingur og þjálfaði meistaraflokk kvenna hjá KR tímabilið 2015–2016. Hann spilaði með Íslandsmeistaraliði KR tímabilið 2014-2015. Ingi Þór Steinþórsson er 47 ára gamall og er eini þjálfari KR sem hefur unnið yfir hundrað deildarleiki í úrvalsdeild karla (101) en hann sló á nýloknu tímabili met Finns Freys Stefánssonar (91) yfir flesta deildarsigra sem þjálfari KR. Alls hefur Ingi Þór unnið tvo stóra titla sem aðalþjálfari KR en það eru Íslandsmeistaratitlarnir 2000 og 2019. Dominos-deild karla KR Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Ingi Þór Steinþórsson hefur verið rekinn sem þjálfari meistaraflokks karla í körfubolta hjá KR og Darri Freyr Atlason er sagður verða næsti þjálfari Íslandsmeistara KR í Domino´s deildinni. Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson sögðu frá því í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport að Ingi Þór Steinþórsson yrði ekki áfram þjálfari KR-liðsins. Þetta voru ekki staðfestar fréttir en samkvæmt heimildarmönnum þeirra í Vesturbænum. Bæði Ríkisútvarpið og karfan.is hafa líka heimildir fyrir því að KR-ingar hafi rekið Inga Þór Steinþórsson og að þeir séu að fara ráða hinn 25 ára gamla Darra Freyr Atlason. KR-ingar voru með eitt elsta liðið í deildinni á síðustu leiktíð og yrðu þá með yngsta þjálfarann í deildinni. Darri er 22 árum yngri en Ingi Þór og yngri en stór hluti KR-liðsins. Darri Freyr Atlason er 25 ára gamall og hefur ekki þjálfað áður meistaraflokk karla. Hann gerði hins vegar frábæra hluti með kvennalið Vals sem varð þrefaldur meistari undir hans stjórn í fyrra og var á góðri leið með að verja Íslandsmeistaratitilinn sinn í vor þegar keppni var hætt vegna kórónuveirunnar. Darri er uppalinn KR-ingur og þjálfaði meistaraflokk kvenna hjá KR tímabilið 2015–2016. Hann spilaði með Íslandsmeistaraliði KR tímabilið 2014-2015. Ingi Þór Steinþórsson er 47 ára gamall og er eini þjálfari KR sem hefur unnið yfir hundrað deildarleiki í úrvalsdeild karla (101) en hann sló á nýloknu tímabili met Finns Freys Stefánssonar (91) yfir flesta deildarsigra sem þjálfari KR. Alls hefur Ingi Þór unnið tvo stóra titla sem aðalþjálfari KR en það eru Íslandsmeistaratitlarnir 2000 og 2019.
Dominos-deild karla KR Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira