Fótbolti

Þriðji leikmaður Brighton greindist með veiruna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik hjá Brighton í vetur en óvíst er hver það er sem greindist með veiruna.
Úr leik hjá Brighton í vetur en óvíst er hver það er sem greindist með veiruna. vísir/getty

Þrír leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Brighton hafa nú greinst með kórónuveiruna en enska úrvalsdeildin stefnir á að hefja leik aftur í júní. Það verður fróðlegt að sjá hvort það takist.


Paul Barber, stjórnarformaður Brighton, staðfesti í morgun að þriðji leikurinn hafi nú greinst í gær en áður höfðu tveir greinst; einn í mars en óvíst er hvenær leikmaður númer tvö á að hafa smitast af veirunni.

Brighton er í hættu á að falla úr ensku úrvalsdeildinni sem stefnir á að fara af stað um miðjan næsta mánuð. Brighton er í 15. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá fallsæti.

Brighton er einnig eitt þeirra liða sem hefur neitað að spila leikina sem eftir eru á hlutlausum völlum en Watford og Aston Villa hafa einnig reynt að koma í veg fyrir að sú hugmynd verði að veruleika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×