Fótbolti

Segir að litið verði á Liverpool sem meistara sama hvað gerist

Anton Ingi Leifsson skrifar
Salah í leik með Liverpool.
Salah í leik með Liverpool. vísir/getty

Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal, segir að sama hvað gerist á Englandi þá munu allir muna eftir þessu tímabili að Liverpool hafi orðið meistari. Hann óttast ekki að menn gleymi því.

Jurgen Klopp og lærisveinar hans eru 25 stigum á undan Man. City er lið deildarinnar eiga níu eða tíu leiki eftir. Óvíst er hvort að verði hægt að klára mótið vegna kórónuveirunnar og bíða nú allir eftir ákvörðun enska boltans.

Rætt hefur verið um að byrja aftur um miðjan júní en óvíst er hvort að það takist. Frakkinn segir þó að það muni alltaf verða minnisstætt þetta Liverpool vegna meistaratitils Liverpool.

„Jurgen Klopp hefur gert afar vel því félagið hefur beðið eftir titli í 30 ár og þeir eru með rosalegt forskot á liðið í annað sæti einnig. 25 stig er rosalegur fjöldi,“ sagði Wenger í samtali við talkSPORT.

Í Frakklandi var tímabilið blásið af og PSG afhent titilinn en þeir höfðu þá tólf stiga forskot á Marseille sem voru í öðru sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×