Segir starfsfólk Icelandair vera lausnina, ekki vandamálið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. maí 2020 12:02 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Egill. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, virðist ekki vera kátur með þá upplifun forstjóra Icelandair að helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair sé starfsfólkið sem starfi hjá fyrirtækinu. Hann spyr hvort að það séu frekar stjórnendurnir sem séu fyrirstaðan. Í gær var greint frá bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, til starfsmanna þar sem hann sagði að ljúka verði langtímasamningum við flugstéttir félagsins fyrir föstudaginn 22. maí. Lækka yrði launakostnað og að samningaviðræður við flugstéttir innan félagsins mættu vera á betri stað. Fjárfestar gerðu kröfu um nýja langtímasamninga við flugstéttir sem gætu gert félagið samkeppnishæft á næstu árum. Í stöðuuppfærslu á Facebook gefur Ragnar Þór lítið fyrir þessar skýringar Boga og segir að miðað við mörg samtöl við stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verslunarmanna, sem er næst stærsti eigandi Icelandair og ætla megi að eigi í viðræðum um framtíð Icelandair, hafi stjórn sjóðsins ekki farið fram á að endursemja þurfi við starfsfólk félagsis svo það verði samkeppnishæft við önnur flugfélög. „Ég get þó nánast fullyrt að lífeyrissjóðirnir opna ekki buddur sínar fyrir félag sem ætlar starfsfólki að afsala sér grundvallar réttindum,“ skrifar Ragnar og spyr hvort að stjórnendur félagsins sé helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair. Hann segist vera orðinn þreyttur á því að starfsfólkið sé gert að vandamáli þegar illa gengur þegar aðrar skýringar blasi við. Þá telur hann líkegt að Icelandair verði bjargað fari allt á versta veg, það sé ekki slæmur kostur. „En hvernig sem það verður gert munum við tryggja að réttindi og samningar við starfsfólkið verði virt svo sómi sé af. Vil að lokum senda starfsfólki Icelandair baráttukveðjur. Þið eruð lausnin ekki vandamálið,“ skrifar Ragnar Þór. Icelandair Kjaramál Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, virðist ekki vera kátur með þá upplifun forstjóra Icelandair að helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair sé starfsfólkið sem starfi hjá fyrirtækinu. Hann spyr hvort að það séu frekar stjórnendurnir sem séu fyrirstaðan. Í gær var greint frá bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, til starfsmanna þar sem hann sagði að ljúka verði langtímasamningum við flugstéttir félagsins fyrir föstudaginn 22. maí. Lækka yrði launakostnað og að samningaviðræður við flugstéttir innan félagsins mættu vera á betri stað. Fjárfestar gerðu kröfu um nýja langtímasamninga við flugstéttir sem gætu gert félagið samkeppnishæft á næstu árum. Í stöðuuppfærslu á Facebook gefur Ragnar Þór lítið fyrir þessar skýringar Boga og segir að miðað við mörg samtöl við stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verslunarmanna, sem er næst stærsti eigandi Icelandair og ætla megi að eigi í viðræðum um framtíð Icelandair, hafi stjórn sjóðsins ekki farið fram á að endursemja þurfi við starfsfólk félagsis svo það verði samkeppnishæft við önnur flugfélög. „Ég get þó nánast fullyrt að lífeyrissjóðirnir opna ekki buddur sínar fyrir félag sem ætlar starfsfólki að afsala sér grundvallar réttindum,“ skrifar Ragnar og spyr hvort að stjórnendur félagsins sé helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair. Hann segist vera orðinn þreyttur á því að starfsfólkið sé gert að vandamáli þegar illa gengur þegar aðrar skýringar blasi við. Þá telur hann líkegt að Icelandair verði bjargað fari allt á versta veg, það sé ekki slæmur kostur. „En hvernig sem það verður gert munum við tryggja að réttindi og samningar við starfsfólkið verði virt svo sómi sé af. Vil að lokum senda starfsfólki Icelandair baráttukveðjur. Þið eruð lausnin ekki vandamálið,“ skrifar Ragnar Þór.
Icelandair Kjaramál Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Sjá meira