Eiginkona Biden varði hann fyrir veganmótmælendum Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2020 16:35 Jille Biden (í grænu) hélt mótmælendum sem ruddust upp á sviðið í Los Angeles frá eiginmanni sínum með valdi. Mótmælendurnir hrópuðu „Látið mjólkuriðnaðinn deyja“. AP/Marcio Jose Sanchez Jill Biden, eiginkona fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og frambjóðanda í forvali Demókrataflokksins, hefur hlotið lof fyrir framgöngu sína á kosningafundi eigimanns hennar í Los Angeles í gærkvöldi. Gekk hún á milli veganmótmælenda sem ruddust upp á sviðið og frambjóðandans. Fjórtán ríki Bandaríkjanna auk Bandarísku Samóaeyja greiddu atkvæði í forvali demókrata í gær og vann Joe Biden sigur í níu ríkjum eftir að framboð hans hafði nánast verið í andarslitrunum eftir slæma útreið í fyrstu ríkjunum í síðasta mánuði. Þegar Biden fagnaði með stuðningsmönnum sínum í Los Angeles í gærkvöldi þustu tvær konur sem reyndu að mótmæla mjólkuriðnaðinum upp á sviðið og komust nær alveg upp að fyrrverandi varaforsetanum. Þá greip Jill Biden til sinna ráða, gekk fram fyrir skjöldu og kom í veg fyrir að mótmælendurnir kæmust nær. Aðstoðarmenn Biden komu mótmælendunum svo af sviðinu. „Það er allt í lagi með okkur,“ sagði Jill Biden á meðan mótmælendunum var fylgt burt en myndband af uppákomunni hefur farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Mótmælendur frá sama hópi hafa áður truflað kosningaviðburði annarra frambjóðenda eins og Bernie Sanders og Elizabeth Warren, að sögn Washington Post. Atvikið hefur vakið spurningar um öryggisgæslu Biden og annarra frambjóðanda í forvali demókrataflokksins. Biden átti sem fyrrverandi varaforseti rétt á öryggisgæslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna í hálft ár eftir að hann lét af embættinu árið 2017. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hins vegar hvorki boðið honum né öðrum frambjóðendum demókrata gæslu nú. Frambjóðendur þurfa sjálfir að óska eftir gæslunni að sögn USA Today en forseti þarf að samþykkja að leyniþjónustan gæti öryggis frambjóðenda. Donald Trump fékk vernd leyniþjónustunnar þegar árið 2015 þegar hann var í framboði. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Vegan Tengdar fréttir Bloomberg hættir og styður Biden Michael Bloomberg kveður sviðið. 4. mars 2020 14:19 Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Jill Biden, eiginkona fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og frambjóðanda í forvali Demókrataflokksins, hefur hlotið lof fyrir framgöngu sína á kosningafundi eigimanns hennar í Los Angeles í gærkvöldi. Gekk hún á milli veganmótmælenda sem ruddust upp á sviðið og frambjóðandans. Fjórtán ríki Bandaríkjanna auk Bandarísku Samóaeyja greiddu atkvæði í forvali demókrata í gær og vann Joe Biden sigur í níu ríkjum eftir að framboð hans hafði nánast verið í andarslitrunum eftir slæma útreið í fyrstu ríkjunum í síðasta mánuði. Þegar Biden fagnaði með stuðningsmönnum sínum í Los Angeles í gærkvöldi þustu tvær konur sem reyndu að mótmæla mjólkuriðnaðinum upp á sviðið og komust nær alveg upp að fyrrverandi varaforsetanum. Þá greip Jill Biden til sinna ráða, gekk fram fyrir skjöldu og kom í veg fyrir að mótmælendurnir kæmust nær. Aðstoðarmenn Biden komu mótmælendunum svo af sviðinu. „Það er allt í lagi með okkur,“ sagði Jill Biden á meðan mótmælendunum var fylgt burt en myndband af uppákomunni hefur farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Mótmælendur frá sama hópi hafa áður truflað kosningaviðburði annarra frambjóðenda eins og Bernie Sanders og Elizabeth Warren, að sögn Washington Post. Atvikið hefur vakið spurningar um öryggisgæslu Biden og annarra frambjóðanda í forvali demókrataflokksins. Biden átti sem fyrrverandi varaforseti rétt á öryggisgæslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna í hálft ár eftir að hann lét af embættinu árið 2017. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hins vegar hvorki boðið honum né öðrum frambjóðendum demókrata gæslu nú. Frambjóðendur þurfa sjálfir að óska eftir gæslunni að sögn USA Today en forseti þarf að samþykkja að leyniþjónustan gæti öryggis frambjóðenda. Donald Trump fékk vernd leyniþjónustunnar þegar árið 2015 þegar hann var í framboði.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Vegan Tengdar fréttir Bloomberg hættir og styður Biden Michael Bloomberg kveður sviðið. 4. mars 2020 14:19 Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46