Mér ofbýður Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 3. apríl 2020 10:30 Það dylst engum að starfsemi langflestra ferðaþjónustufyrirtækja landsins er nú lömuð. Um er að ræða um það bil fjögur þúsund fyrirtæki. Langflest lítil, nokkur meðalstór og örfá stór. Þessi fyrirtæki eru nú í þeirri stöðu að tekjuinnstreymi er í besta falli í algjöru lágmarki, en í flestum tilfellum ekkert. Eftir sitja eigendur fyrirtækjanna með fastan kostnað - svo sem launakostnað, húsnæðiskostnað, afborganir af lánum og fleira. Eins og flestir vita þá hefur ríkisstjórnin nú kynnt aðgerðapakka, til þess að koma atvinnulífinu OG launþegum til aðstoðar við aðstæður sem aldrei nokkurn tímann hafa skapast áður. Sameiginlegir hagsmunir Mér ofbýður algjörlega málflutningur fólks sem setur dæmið þannig upp að einstök fyrirtæki séu að misnota þessar aðstæður, með því að láta skattgreiðendur borga rekstrarkostnað fyrirtækjanna. Mér ofbýður sömuleiðis að verið sé að stilla fyrirtækjum upp sem einhverjum óháðum einingum, ríkjum í ríkinu, sem hafa það eitt að markmiði að mergsjúga bæði launþega og sameiginlega sjóði. Fyrirtæki eru ekkert annað en fólkið sem stendur á bakvið þau. Fólk og venjulegar fjölskyldur sem hafa oft lagt allt sitt undir - hafa fjárfest bæði með fjármunum, hugviti og ómældri vinnu. Hafa greitt skatta og skyldur bæði af reglulegri starfsemi og ekki síður þeim arði sem sum þeirra hafa skilað á undanförnum árum. Fyrirtækin og launþegarnir, þ.e. heimilin í landinu, eiga sömu hagsmuna að gæta í þessu tilliti og hvorugur hópurinn getur án hins verið. Gleðiefni að greiða arð Mér ofbýður líka að það sé gert tortryggilegt að fyrirtæki skili arði og að það sé ávallt sett samasemmerki á milli arðs og einhverra myrkraverka eða hreinlega glæpsamlegrar starfsemi. Þegar fyrirtæki skila arði, þá eru það nefnilega ekki bara eigendur þeirra sem fá ávöxtun sinnar fjárfestingar heldur ekki síður sameiginlegir sjóðir okkar. Það eru einkafyrirtækin í landinu sem hafa aflað gríðarlega tekna fyrir ríkissjóð á umliðnum árum með því að greiða skatta og gjöld ásamt því að hafa skapað þúsundir starfa í landinu. Það má líka nefna að eigendur fyrirtækja nota gjarnan arðgreiðslur til að standa skil á persónulegum lánum sem þeir hafa tekið til að koma fyrirtækjum sínum á fót. Það er því í mínum huga almennt gleðiefni fyrir alla, ef fyrirtæki skila arði. Mér ofbýður þar að auki að verkalýðsforystan komi með og fái að vaða uppi með órökstuddar fullyrðingar um það að atvinnurekendur séu að nýta sér ástandið og láta launþega vinna meira en þeim ber. Það er vanvirðing bæði við atvinnurekendur og launþega, sem er stillt upp sem viljalausum verkfærum, ómeðvituðum um réttindi sín og skyldur. Ávinningurinn er ljós Hlutastarfaleiðin er mikið á milli tannanna á fólki þessa stundina. Það er vitað mál og mjög eðlilegt að langflest ferðaþjónustufyrirtæki í landinu hafa nýtt sér þessa leið til að viðhalda ráðningarsambandi og þannig komið í veg fyrir að þurfa að segja upp flestöllu sínu starfsfólki. Eftir sitja þó fyrirtækin með 25% launakostnað, sem þau þurfa að standa skil á, þó að engar tekjur komi inn. Það ber vott um mikla vanþekkingu á fyrirtækjarekstri að halda að fyrirtæki geti greitt rekstrarkostnað mánuðum saman, án þess að hafa tekjur. Launþegar geta á móti sótt um bætur til Atvinnuleysistryggingasjóðs, sem er fjármagnaður af tryggingagjaldi sem fyrirtækin greiða. Það eru því ekki fyrirtækin sem eru að fá þessa fjármuni, heldur launþegarnir. Ávinningurinn af þessu fyrirkomulagi ætti að vera öllum ljós. Þegar rofar til og fyrirtækin geta tekið upp eðlilega starfsemi, þá verður vonandi fljótlegt að koma þeim í gang. Fleiri fyrirtæki munu lifa hremmingarnar af. Við munum sárlega þurfa á því að halda að setja allt á fulla ferð um leið og skilyrði skapast. Við erum sterkari saman Ég hef oft velt því fyrir mér undanfarna daga, þegar allir eru að róa lífróður, hvort sem það er í beinni baráttu við veiruna illræmdu eða afleiðingar hennar - að það skuli vera stemning fyrir því að þyrla upp moldviðri, fara í pólítískar og hugmyndafræðilegar skotgrafir og níða skóinn af fólki og fyrirtækjum. Við erum í alvöru öll saman í þessu og verðum að vinna saman við að byggja upp atvinnulífið að nýju. Við erum sterkari saman. Það verður nægur tími til að gera málin upp síðar. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það dylst engum að starfsemi langflestra ferðaþjónustufyrirtækja landsins er nú lömuð. Um er að ræða um það bil fjögur þúsund fyrirtæki. Langflest lítil, nokkur meðalstór og örfá stór. Þessi fyrirtæki eru nú í þeirri stöðu að tekjuinnstreymi er í besta falli í algjöru lágmarki, en í flestum tilfellum ekkert. Eftir sitja eigendur fyrirtækjanna með fastan kostnað - svo sem launakostnað, húsnæðiskostnað, afborganir af lánum og fleira. Eins og flestir vita þá hefur ríkisstjórnin nú kynnt aðgerðapakka, til þess að koma atvinnulífinu OG launþegum til aðstoðar við aðstæður sem aldrei nokkurn tímann hafa skapast áður. Sameiginlegir hagsmunir Mér ofbýður algjörlega málflutningur fólks sem setur dæmið þannig upp að einstök fyrirtæki séu að misnota þessar aðstæður, með því að láta skattgreiðendur borga rekstrarkostnað fyrirtækjanna. Mér ofbýður sömuleiðis að verið sé að stilla fyrirtækjum upp sem einhverjum óháðum einingum, ríkjum í ríkinu, sem hafa það eitt að markmiði að mergsjúga bæði launþega og sameiginlega sjóði. Fyrirtæki eru ekkert annað en fólkið sem stendur á bakvið þau. Fólk og venjulegar fjölskyldur sem hafa oft lagt allt sitt undir - hafa fjárfest bæði með fjármunum, hugviti og ómældri vinnu. Hafa greitt skatta og skyldur bæði af reglulegri starfsemi og ekki síður þeim arði sem sum þeirra hafa skilað á undanförnum árum. Fyrirtækin og launþegarnir, þ.e. heimilin í landinu, eiga sömu hagsmuna að gæta í þessu tilliti og hvorugur hópurinn getur án hins verið. Gleðiefni að greiða arð Mér ofbýður líka að það sé gert tortryggilegt að fyrirtæki skili arði og að það sé ávallt sett samasemmerki á milli arðs og einhverra myrkraverka eða hreinlega glæpsamlegrar starfsemi. Þegar fyrirtæki skila arði, þá eru það nefnilega ekki bara eigendur þeirra sem fá ávöxtun sinnar fjárfestingar heldur ekki síður sameiginlegir sjóðir okkar. Það eru einkafyrirtækin í landinu sem hafa aflað gríðarlega tekna fyrir ríkissjóð á umliðnum árum með því að greiða skatta og gjöld ásamt því að hafa skapað þúsundir starfa í landinu. Það má líka nefna að eigendur fyrirtækja nota gjarnan arðgreiðslur til að standa skil á persónulegum lánum sem þeir hafa tekið til að koma fyrirtækjum sínum á fót. Það er því í mínum huga almennt gleðiefni fyrir alla, ef fyrirtæki skila arði. Mér ofbýður þar að auki að verkalýðsforystan komi með og fái að vaða uppi með órökstuddar fullyrðingar um það að atvinnurekendur séu að nýta sér ástandið og láta launþega vinna meira en þeim ber. Það er vanvirðing bæði við atvinnurekendur og launþega, sem er stillt upp sem viljalausum verkfærum, ómeðvituðum um réttindi sín og skyldur. Ávinningurinn er ljós Hlutastarfaleiðin er mikið á milli tannanna á fólki þessa stundina. Það er vitað mál og mjög eðlilegt að langflest ferðaþjónustufyrirtæki í landinu hafa nýtt sér þessa leið til að viðhalda ráðningarsambandi og þannig komið í veg fyrir að þurfa að segja upp flestöllu sínu starfsfólki. Eftir sitja þó fyrirtækin með 25% launakostnað, sem þau þurfa að standa skil á, þó að engar tekjur komi inn. Það ber vott um mikla vanþekkingu á fyrirtækjarekstri að halda að fyrirtæki geti greitt rekstrarkostnað mánuðum saman, án þess að hafa tekjur. Launþegar geta á móti sótt um bætur til Atvinnuleysistryggingasjóðs, sem er fjármagnaður af tryggingagjaldi sem fyrirtækin greiða. Það eru því ekki fyrirtækin sem eru að fá þessa fjármuni, heldur launþegarnir. Ávinningurinn af þessu fyrirkomulagi ætti að vera öllum ljós. Þegar rofar til og fyrirtækin geta tekið upp eðlilega starfsemi, þá verður vonandi fljótlegt að koma þeim í gang. Fleiri fyrirtæki munu lifa hremmingarnar af. Við munum sárlega þurfa á því að halda að setja allt á fulla ferð um leið og skilyrði skapast. Við erum sterkari saman Ég hef oft velt því fyrir mér undanfarna daga, þegar allir eru að róa lífróður, hvort sem það er í beinni baráttu við veiruna illræmdu eða afleiðingar hennar - að það skuli vera stemning fyrir því að þyrla upp moldviðri, fara í pólítískar og hugmyndafræðilegar skotgrafir og níða skóinn af fólki og fyrirtækjum. Við erum í alvöru öll saman í þessu og verðum að vinna saman við að byggja upp atvinnulífið að nýju. Við erum sterkari saman. Það verður nægur tími til að gera málin upp síðar. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar