Lögfesting á endursendingum barna til Grikklands Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 11. maí 2020 19:00 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp dómsmálaráðherra sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Nokkuð erfitt er að átta sig á í hverju nákvæmlega breytingarnar felast nema þekkja mjög vel til mála. Sumar þær breytinga sem lagðar eru til eru til hagsbóta fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en aðrar skerða réttindi fólks á flótta verulega frá því sem nú er. Dómsmálaráðherra hefur margoft tekið fram að umsækjendur um alþjóðlega vernd séu ekki sendir til ríkja eins og Grikklands og Ungverjalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Það þýðir að fólk sem flýr heimaland sitt og kemur fyrst til t.d. Ungverjalands eða Grikklands en síðar til Íslands, án þess að hafa formlega stöðu flóttafólks, er ekki sent þangað aftur líkt og Dyflinnarreglugerðin veitir heimild til. Ástæðan fyrir því er sú að aðstæður í þessum löndum er hvorki boðlegar né tryggar fyrir fólk á flótta. Öðru gegnir um fólk sem nú þegar hefur fengið viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttafólk í ríkjum á borð við Grikkland og Ítalíu. Það fólk sem hingað kemur og er með stöðu flóttamanns er sent til baka,með örfáum undantekningum. Um það fjallaði m.a. fréttaskýringaþátturinn Kveikur í febrúar sl. Í frumvarpinu sem dómsmálaráðherra hefur lagt fram er gerð sú grundvallarbreyting að stjórnvöldum, þ.e. Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, verður ekki lengur heimilt að meta hvort einstaklingar sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í öðrum ríkjum hafi slík sérstök tengsl við Ísland að nærtækast sé að þeir fái hér alþjóðlega vernd eða hvort sérstakar ástæður mæli annars með því. Með öðrum orðum þá leiðir breytingin til þess að óhjákvæmilegt verður að endursenda viðkvæma einstaklinga til ríkja á borð við Grikkland þar sem alkunna er að aðstæður eru ekki tryggar fyrir flóttafólk. Sérstök tengsl eiga t.d. við þegar umsækjandi á nákomna ættingja með fasta búsetu hér á landi (foreldra, systkini eða börn eldri en 18 ára) og hægt er að nefna mikil og alvarleg veikindi sem dæmi um sérstakar ástæður t.d. þegar umsækjandi glímir við mikil og alvarleg veikindi, s.s. skyndilegan og lífshættulegan sjúkdóm og meðferð við honum er aðgengileg fyrir flóttafólk hér á landi en ekki í því ríki sem viðkomandi hefur alþjóðlega vernd. Rauði krossinn telur afar mikilvægt að sú heimild stjórnvalda til þess að líta til sérstakra ástæðna sé áfram fyrir hendi, enda hafa raunveruleg dæmi sýnt fram á nauðsyn þess, til að mynda í málum er varða langveik börn, samkynhneigða, fylgdarlaus ungmenni og einstæða foreldra með geðraskanir. Rauði krossinn á Íslandi telur að umrædd breyting feli í sér verulega afturför og réttarskerðingu til viðkvæmra einstaklinga sem hingað leita eftir að hafa fengið alþjóðlega vernd í þeim ríkjum Evrópu þar sem aðstæður viðurkennds flóttafólks eru bágbornar. Leggst Rauði krossinn gegn umræddri breytingu enda mun hún leiða til athafna hálfu íslenskra yfirvalda sem stríða gegn mannúðarsjónarmiðum. Kristín S. Hjálmtýsdóttir,framkvæmdastjóri Rauða krossins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Alþingi Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp dómsmálaráðherra sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Nokkuð erfitt er að átta sig á í hverju nákvæmlega breytingarnar felast nema þekkja mjög vel til mála. Sumar þær breytinga sem lagðar eru til eru til hagsbóta fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en aðrar skerða réttindi fólks á flótta verulega frá því sem nú er. Dómsmálaráðherra hefur margoft tekið fram að umsækjendur um alþjóðlega vernd séu ekki sendir til ríkja eins og Grikklands og Ungverjalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Það þýðir að fólk sem flýr heimaland sitt og kemur fyrst til t.d. Ungverjalands eða Grikklands en síðar til Íslands, án þess að hafa formlega stöðu flóttafólks, er ekki sent þangað aftur líkt og Dyflinnarreglugerðin veitir heimild til. Ástæðan fyrir því er sú að aðstæður í þessum löndum er hvorki boðlegar né tryggar fyrir fólk á flótta. Öðru gegnir um fólk sem nú þegar hefur fengið viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttafólk í ríkjum á borð við Grikkland og Ítalíu. Það fólk sem hingað kemur og er með stöðu flóttamanns er sent til baka,með örfáum undantekningum. Um það fjallaði m.a. fréttaskýringaþátturinn Kveikur í febrúar sl. Í frumvarpinu sem dómsmálaráðherra hefur lagt fram er gerð sú grundvallarbreyting að stjórnvöldum, þ.e. Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, verður ekki lengur heimilt að meta hvort einstaklingar sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í öðrum ríkjum hafi slík sérstök tengsl við Ísland að nærtækast sé að þeir fái hér alþjóðlega vernd eða hvort sérstakar ástæður mæli annars með því. Með öðrum orðum þá leiðir breytingin til þess að óhjákvæmilegt verður að endursenda viðkvæma einstaklinga til ríkja á borð við Grikkland þar sem alkunna er að aðstæður eru ekki tryggar fyrir flóttafólk. Sérstök tengsl eiga t.d. við þegar umsækjandi á nákomna ættingja með fasta búsetu hér á landi (foreldra, systkini eða börn eldri en 18 ára) og hægt er að nefna mikil og alvarleg veikindi sem dæmi um sérstakar ástæður t.d. þegar umsækjandi glímir við mikil og alvarleg veikindi, s.s. skyndilegan og lífshættulegan sjúkdóm og meðferð við honum er aðgengileg fyrir flóttafólk hér á landi en ekki í því ríki sem viðkomandi hefur alþjóðlega vernd. Rauði krossinn telur afar mikilvægt að sú heimild stjórnvalda til þess að líta til sérstakra ástæðna sé áfram fyrir hendi, enda hafa raunveruleg dæmi sýnt fram á nauðsyn þess, til að mynda í málum er varða langveik börn, samkynhneigða, fylgdarlaus ungmenni og einstæða foreldra með geðraskanir. Rauði krossinn á Íslandi telur að umrædd breyting feli í sér verulega afturför og réttarskerðingu til viðkvæmra einstaklinga sem hingað leita eftir að hafa fengið alþjóðlega vernd í þeim ríkjum Evrópu þar sem aðstæður viðurkennds flóttafólks eru bágbornar. Leggst Rauði krossinn gegn umræddri breytingu enda mun hún leiða til athafna hálfu íslenskra yfirvalda sem stríða gegn mannúðarsjónarmiðum. Kristín S. Hjálmtýsdóttir,framkvæmdastjóri Rauða krossins
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun