Vill frekar nýta fjármagnið í störf en atvinnuleysisbætur Sylvía Hall skrifar 11. maí 2020 18:59 Ásmundur Einar Daðason, barna- og félagsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segist frekar vilja nýta það fjármagn sem færi í atvinnuleysisbætur til þess að byggja upp störf fyrir námsmenn. Ásmundur var harðlega gagnrýndur af námsmönnum í gær eftir ummæli sem hann lét falla í Silfrinu, þar sem hann sagði alla vilja fá fjármagn fyrir að „gera ekki neitt“. Ummælin féllu í grýttan jarðveg, þá sérstaklega hjá námsmönnum sem eiga ekki rétt til atvinnuleysisbóta. Þúsundir námsmanna eru án vinnu í sumar og segir Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs, að þau störf sem boðuð hafa verið muni ekki duga fyrir þann fjölda sem er án vinnu. Í viðtali við Kvöldfréttir Stöðvar 2 sagði Ásmundur kerfið vera hugsað fyrir fólk sem er í virkri atvinnuleit. Hann vilji frekar byggja upp störf fyrir þennan hóp og koma ungu fólki í virkni samhliða vinnu. „Það gafst vel hér á árunum eftir efnahagshrunið með því að, í samstarfi sveitarfélaga og opinberra stofnana og eftir atvikum fleiri aðila, að þá myndum við nýta sama fjármagn til þess að byggja upp störf, skapa verðmæti og koma þessu unga fólki í virkni samhliða vinnu,“ sagði Ásmundur. Umræður sköpuðust um málið á Alþingi í dag og fullyrti Ásmundur að nú þegar væru 3.076 störf í pípunum. Atvinnuleysisbætur væru neyðarúrræði en hann vonaðist til að það gengi vel að útvega störf fyrir þá námsmenn sem eru án vinnu í sumar. Hann segir þó eðlilegt að það séu skiptar skoðanir á aðgerðum ríkisstjórnarinnar. „Það væri mjög óeðlilegt ef svo væri ekki. Mér finnst hins vegar ríkisstjórnin, hún er að fara sterk í gegnum þetta en auðvitað er þetta þannig að um einstaka atriði eru skiptar skoðanir en af festu erum við að taka hvern pakkann á fætur öðrum, við ætlum að komast saman í gegnum þetta og það er verkefni dag frá degi og viku frá viku og ríkisstjórnin er algjörlega samstíga hvað það snertir.“ Hagsmunir stúdenta Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ásmundur Einar ætlar sér að skapa störf fyrir ungt fólk Helga Vala Helgadóttir saumaði að ráðherra á þinginu vegna umdeildra ummæla hans. 11. maí 2020 16:23 „Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“ Í gær lét hæstvirtur félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, orð falla í Silfrinu um kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta sem ég hef ekki enn náð utan um. 11. maí 2020 08:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segist frekar vilja nýta það fjármagn sem færi í atvinnuleysisbætur til þess að byggja upp störf fyrir námsmenn. Ásmundur var harðlega gagnrýndur af námsmönnum í gær eftir ummæli sem hann lét falla í Silfrinu, þar sem hann sagði alla vilja fá fjármagn fyrir að „gera ekki neitt“. Ummælin féllu í grýttan jarðveg, þá sérstaklega hjá námsmönnum sem eiga ekki rétt til atvinnuleysisbóta. Þúsundir námsmanna eru án vinnu í sumar og segir Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs, að þau störf sem boðuð hafa verið muni ekki duga fyrir þann fjölda sem er án vinnu. Í viðtali við Kvöldfréttir Stöðvar 2 sagði Ásmundur kerfið vera hugsað fyrir fólk sem er í virkri atvinnuleit. Hann vilji frekar byggja upp störf fyrir þennan hóp og koma ungu fólki í virkni samhliða vinnu. „Það gafst vel hér á árunum eftir efnahagshrunið með því að, í samstarfi sveitarfélaga og opinberra stofnana og eftir atvikum fleiri aðila, að þá myndum við nýta sama fjármagn til þess að byggja upp störf, skapa verðmæti og koma þessu unga fólki í virkni samhliða vinnu,“ sagði Ásmundur. Umræður sköpuðust um málið á Alþingi í dag og fullyrti Ásmundur að nú þegar væru 3.076 störf í pípunum. Atvinnuleysisbætur væru neyðarúrræði en hann vonaðist til að það gengi vel að útvega störf fyrir þá námsmenn sem eru án vinnu í sumar. Hann segir þó eðlilegt að það séu skiptar skoðanir á aðgerðum ríkisstjórnarinnar. „Það væri mjög óeðlilegt ef svo væri ekki. Mér finnst hins vegar ríkisstjórnin, hún er að fara sterk í gegnum þetta en auðvitað er þetta þannig að um einstaka atriði eru skiptar skoðanir en af festu erum við að taka hvern pakkann á fætur öðrum, við ætlum að komast saman í gegnum þetta og það er verkefni dag frá degi og viku frá viku og ríkisstjórnin er algjörlega samstíga hvað það snertir.“
Hagsmunir stúdenta Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ásmundur Einar ætlar sér að skapa störf fyrir ungt fólk Helga Vala Helgadóttir saumaði að ráðherra á þinginu vegna umdeildra ummæla hans. 11. maí 2020 16:23 „Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“ Í gær lét hæstvirtur félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, orð falla í Silfrinu um kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta sem ég hef ekki enn náð utan um. 11. maí 2020 08:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Ásmundur Einar ætlar sér að skapa störf fyrir ungt fólk Helga Vala Helgadóttir saumaði að ráðherra á þinginu vegna umdeildra ummæla hans. 11. maí 2020 16:23
„Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“ Í gær lét hæstvirtur félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, orð falla í Silfrinu um kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta sem ég hef ekki enn náð utan um. 11. maí 2020 08:30