Höfnuðu því að bera tilboð Icelandair undir flugmenn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2020 07:14 Jón Þór Þorvaldsson er formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Vísir/Vilhelm Á fundi Icelandair og Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) í gær hafnaði FÍA þeirri beiðni fyrirtækisins að bera nýjan kjarasamning undir félagsmenn sína. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Núgildandi kjarasamningur rennur út í haust en líkt og komið hefur fram hafa forsvarsmenn Icelandair hafa sagt að gera þurfi breytingar á þeim samningi til lengri tíma svo tryggja megi samkeppnishæfni fyrirtækisins. Fyrirtækið rær nú lífróður til að bjarga sér frá gjaldþroti og stefnir á að ná allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboð fyrir 22. maí. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í bréfi til starfsmanna um helgina að lækka þyrfti laun starfsmanna til að laða að fjárfesta. Að því er segir í Fréttablaðinu í dag og haft er eftir heimildum hljóðar nýi kjarasamningurinn sem Icelandair vildi bera undir flugmenn upp á engar launahækkanir fyrstu tvö árin. Síðan hækki laun um 2,5 til 3,5% á árunum 2023 til 2025. Innleitt verði nýtt kaupaukakerfi þannig að flugmenn myndu fá tiltekna hlutdeild í rekstrarhagnaði félagsins. Þá átti einnig að breyta vakta- og hvíldartímareglu svo fjölga mætti vinnutíma flugmanna og auka hámarksflugtíma á vakt. Að auki fengju flugmenn færri orlofsdaga. Að mati Icelandair yrðu kjör flugmanna með hinum nýja kjarasamningi sambærileg við þau kjör sem eru hjá samkeppnisaðilum. Tilboð félagsins feli í sér 25% hagræðingu og því í takt við það sem forysta FÍA hefur opinberlega boðist til að taka á sig til að bjarga rekstri Icelandair. Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA, sendi félagsmönnum bréf í gærkvöldi þar sem hann sagði viðbúið að Icelandair myndi senda öllum flugmönnum félagsins gögn sem væru „einhliða samantekt á kröfum sem lagðar hafa verið fram af fulltrúum félagsins og sagðar hafa verið ófrávíkjanlegar. Flugmenn verða að taka slíkri samantekt með miklum fyrirvara, en óvanalegt er að deila slíkum gögnum með öðrum en þeim sem fundina sitja.“ Hann sagði FÍA ekki upplifa mikinn samningsvilja hjá Icelandair og hvatti flugmenn til þess að sýna áfram samstöðu. Icelandair og FÍA hafa átt í óformlegum viðræðum um nýjan kjarasamning undanfarið en að því er segir í bréfi Jóns Þórs sleit fyrirtækið viðræðunum í gær. Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Á fundi Icelandair og Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) í gær hafnaði FÍA þeirri beiðni fyrirtækisins að bera nýjan kjarasamning undir félagsmenn sína. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Núgildandi kjarasamningur rennur út í haust en líkt og komið hefur fram hafa forsvarsmenn Icelandair hafa sagt að gera þurfi breytingar á þeim samningi til lengri tíma svo tryggja megi samkeppnishæfni fyrirtækisins. Fyrirtækið rær nú lífróður til að bjarga sér frá gjaldþroti og stefnir á að ná allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboð fyrir 22. maí. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í bréfi til starfsmanna um helgina að lækka þyrfti laun starfsmanna til að laða að fjárfesta. Að því er segir í Fréttablaðinu í dag og haft er eftir heimildum hljóðar nýi kjarasamningurinn sem Icelandair vildi bera undir flugmenn upp á engar launahækkanir fyrstu tvö árin. Síðan hækki laun um 2,5 til 3,5% á árunum 2023 til 2025. Innleitt verði nýtt kaupaukakerfi þannig að flugmenn myndu fá tiltekna hlutdeild í rekstrarhagnaði félagsins. Þá átti einnig að breyta vakta- og hvíldartímareglu svo fjölga mætti vinnutíma flugmanna og auka hámarksflugtíma á vakt. Að auki fengju flugmenn færri orlofsdaga. Að mati Icelandair yrðu kjör flugmanna með hinum nýja kjarasamningi sambærileg við þau kjör sem eru hjá samkeppnisaðilum. Tilboð félagsins feli í sér 25% hagræðingu og því í takt við það sem forysta FÍA hefur opinberlega boðist til að taka á sig til að bjarga rekstri Icelandair. Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA, sendi félagsmönnum bréf í gærkvöldi þar sem hann sagði viðbúið að Icelandair myndi senda öllum flugmönnum félagsins gögn sem væru „einhliða samantekt á kröfum sem lagðar hafa verið fram af fulltrúum félagsins og sagðar hafa verið ófrávíkjanlegar. Flugmenn verða að taka slíkri samantekt með miklum fyrirvara, en óvanalegt er að deila slíkum gögnum með öðrum en þeim sem fundina sitja.“ Hann sagði FÍA ekki upplifa mikinn samningsvilja hjá Icelandair og hvatti flugmenn til þess að sýna áfram samstöðu. Icelandair og FÍA hafa átt í óformlegum viðræðum um nýjan kjarasamning undanfarið en að því er segir í bréfi Jóns Þórs sleit fyrirtækið viðræðunum í gær.
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira