Vernd barna - þú skiptir sköpum Heiða Björg Pálmadóttir og Páll Ólafsson skrifa 3. apríl 2020 12:30 Börn á tímum kórónaveiru Börn virðast ekki vera sérstaklega næm fyrir kórónaveirunni en þau eru samt sem áður viðkvæmur hópur sem huga þarf að vegna faraldursins. Félagsleg einangrun er einn af fylgifiskum veirunnar. Nauðsynleg í sóttvarnarskyni en getur verið börnum skaðleg og jafnvel hættuleg. Erfiðara er fyrir skóla, heilbrigðisstarfsfólk, ættingja, vini og nágranna að fylgjast með líðan og stöðu barna á sama tíma og kvíði, álag og streita eykst hjá foreldrum. Þetta ástand eykur líkur á ofbeldi og vanrækslu og börn eiga erfiðara með að láta vita ef eitthvað er að. Hvað er til ráða? Nú skiptir mjög miklu máli að samfélagið allt taki sig saman með það að markmiði að vernda börnin okkar. Við getum tilkynnt um slæmar aðstæður barns með símtali við Neyðarlínuna 112 sem hefur beina tengingu við allar barnaverndarnefndir landsins. Barnaverndin er opin allan sólarhringinn. Íslendingar búa við þá gæfu að hafa lög um almenna tilkynningarskyldu í landinu. Þetta þýðir að okkur öllum er skylt að láta barnaverndarnefnd vita ef við höfum áhyggjur af því að barn búi við óviðunandi aðstæður. Á sama tíma tryggja lögin einstaklingum nafnleynd þegar þeir tilkynna. Þið vinir og ættingjar, sem hafið áhyggjur af barni á heimili sínu, hikið ekki við að hafa samband og koma áhyggjum ykkar á framfæri. Sama gildir um kunningja, samstarfsfólk, nágranna og aðra sem kunna að hafa upplýsingar um aðstæður barna. Þið þurfið ekki að rannsaka málið eða vera alveg viss í ykkar sök áður en þið hafið samband við 112, það er hlutverk barnaverndar að komast að því hvort áhyggjurnar eru á rökum reistar. Stundum höldum við að einhver annar hafi tilkynnt. Tilkynnum samt og gerum það aftur ef þörf er á. Fleiri tilkynningar geta gefið skýrari mynd af aðstæðum barns. Foreldrar, sem upplifa erfiðleika, eru að missa tökin, geta ekki komið rétt fram við börnin sín. Þið eigið bakland í barnaverndinni. Þið getið haft samband og leitað aðstoðar. Barnavernd er stuðningur fyrir foreldra. Síðast en ekki síst, börn sem eru hrædd eða eru í aðstæðum þar sem þið eru ekki örugg – þið getið haft samband við 112. Barnaverndin er ykkar stuðningsaðili. Við stöndum vaktina Neyðarlínan 112 tekur við símtölum allan sólarhringinn og um allt land standa barnaverndarnefndir vaktina og eru tilbúnar að bregðast við þegar tilkynningar koma. Þær geta brugðist við hvenær sem er sólarhringsins ef barn er í hættu eða þörf er á tafarlausum viðbrögðum. Hér skiptir engu þó að einstaklingar á heimili séu í sóttkví eða einangrun, öllum málum er sinnt. Meðferðarkerfi Barnaverndarstofu stendur líka vaktina og er undir það búið að sinna börnum í sóttkví eða einangrun. Vert er að þakka þessari framvarðarsveit barnaverndar hjá ríki og sveitarfélögum sem hefur staðið vörð um þau börn sem standa höllustum fæti í dag og mun standa hann áfram þar til lífið færist í eðlilegt horf – og áfram eftir það. Saman getum við sem samfélag haldið verndarhendi yfir börnunum okkar. Börnin treysta á okkur. Við treystum á ykkur. Við erum öll barnavernd. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Börn á tímum kórónaveiru Börn virðast ekki vera sérstaklega næm fyrir kórónaveirunni en þau eru samt sem áður viðkvæmur hópur sem huga þarf að vegna faraldursins. Félagsleg einangrun er einn af fylgifiskum veirunnar. Nauðsynleg í sóttvarnarskyni en getur verið börnum skaðleg og jafnvel hættuleg. Erfiðara er fyrir skóla, heilbrigðisstarfsfólk, ættingja, vini og nágranna að fylgjast með líðan og stöðu barna á sama tíma og kvíði, álag og streita eykst hjá foreldrum. Þetta ástand eykur líkur á ofbeldi og vanrækslu og börn eiga erfiðara með að láta vita ef eitthvað er að. Hvað er til ráða? Nú skiptir mjög miklu máli að samfélagið allt taki sig saman með það að markmiði að vernda börnin okkar. Við getum tilkynnt um slæmar aðstæður barns með símtali við Neyðarlínuna 112 sem hefur beina tengingu við allar barnaverndarnefndir landsins. Barnaverndin er opin allan sólarhringinn. Íslendingar búa við þá gæfu að hafa lög um almenna tilkynningarskyldu í landinu. Þetta þýðir að okkur öllum er skylt að láta barnaverndarnefnd vita ef við höfum áhyggjur af því að barn búi við óviðunandi aðstæður. Á sama tíma tryggja lögin einstaklingum nafnleynd þegar þeir tilkynna. Þið vinir og ættingjar, sem hafið áhyggjur af barni á heimili sínu, hikið ekki við að hafa samband og koma áhyggjum ykkar á framfæri. Sama gildir um kunningja, samstarfsfólk, nágranna og aðra sem kunna að hafa upplýsingar um aðstæður barna. Þið þurfið ekki að rannsaka málið eða vera alveg viss í ykkar sök áður en þið hafið samband við 112, það er hlutverk barnaverndar að komast að því hvort áhyggjurnar eru á rökum reistar. Stundum höldum við að einhver annar hafi tilkynnt. Tilkynnum samt og gerum það aftur ef þörf er á. Fleiri tilkynningar geta gefið skýrari mynd af aðstæðum barns. Foreldrar, sem upplifa erfiðleika, eru að missa tökin, geta ekki komið rétt fram við börnin sín. Þið eigið bakland í barnaverndinni. Þið getið haft samband og leitað aðstoðar. Barnavernd er stuðningur fyrir foreldra. Síðast en ekki síst, börn sem eru hrædd eða eru í aðstæðum þar sem þið eru ekki örugg – þið getið haft samband við 112. Barnaverndin er ykkar stuðningsaðili. Við stöndum vaktina Neyðarlínan 112 tekur við símtölum allan sólarhringinn og um allt land standa barnaverndarnefndir vaktina og eru tilbúnar að bregðast við þegar tilkynningar koma. Þær geta brugðist við hvenær sem er sólarhringsins ef barn er í hættu eða þörf er á tafarlausum viðbrögðum. Hér skiptir engu þó að einstaklingar á heimili séu í sóttkví eða einangrun, öllum málum er sinnt. Meðferðarkerfi Barnaverndarstofu stendur líka vaktina og er undir það búið að sinna börnum í sóttkví eða einangrun. Vert er að þakka þessari framvarðarsveit barnaverndar hjá ríki og sveitarfélögum sem hefur staðið vörð um þau börn sem standa höllustum fæti í dag og mun standa hann áfram þar til lífið færist í eðlilegt horf – og áfram eftir það. Saman getum við sem samfélag haldið verndarhendi yfir börnunum okkar. Börnin treysta á okkur. Við treystum á ykkur. Við erum öll barnavernd. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar