Hverfisgata í Reykjavíkur verður lokuð á milli Smiðjustígs og Ingólfsstrætis vegna framkvæmda til og með föstudeginum 15. maí. Settur verða upp hraðhindranir og snjóbræðslukerfi lagt undir gangstétt á gatnamótum Ingólfsstrætis og Hverfisgötu.
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að gatan verði lokuð út vikuna vegna framkvæmdanna sem hófust í gær. Gleipnir verktakar ehf. sjá um verkið.
Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað á Hverfisgötu undanfarin ár. Síðasti hluti endurnýjunar götunnar dróst á langinn í fyrra við litla gleði rekstraraðila við götuna. Upphaflega stóð til að framkvæmdunum lyki í ágúst en gatan var ekki opnuð fyrir bílaumferð fyrr en í nóvember.
