Greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækja Trump enn hærri en vitað var Kjartan Kjartansson skrifar 6. mars 2020 11:31 Leyniþjónustumaður stendur hjá á meðan Trump forseti flýgur burt í forsetaþyrlunni. Trump hefur rukkað eigin ríkisstjórn um jafnvirði tuga milljóna króna fyrir gistingu fyrir lífverði leyniþjónustunnar sem þurfa að fylgja honum hvert fótmál. Vísir/EPA Kvittanir og reikningar sem leyniþjónusta Bandaríkjanna sem annast öryggisgæslu Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur afhent sýna að hún hefur greitt fyrirtækjum í eigu forsetans enn hærri fjárhæðir en vitað hefur verið um til þessa. Greiðslurnar eru mun hærri en fyrirtæki forsetans hefur fullyrt að það rukki vegna gistingar og aðstöðu fyrir lífverði hans. Trump hefur var um þriðjungi forsetatíðar sinnar á gististöðum í hans eigin eigu, fyrst og fremst í golfklúbbum sínum á Flórída og í New Jersey. Á þeim tíma hefur fyrirtækið halað inn jafnvirði tuga milljóna íslenskra króna í greiðslur frá bandarískum skattgreiðendum vegna lífvarða sem þurfa að fylgja forsetanum hvert fótmál. Litlar upplýsingar hefur verið að finna um umfang þessara greiðslna þar sem leyniþjónustan hefur þráast við að gera þær opinbera. Washington Post sagði frá því í febrúar að Trump-fyrirtækið hefði rukkað leyniþjónustuna um allt að 82 þúsund krónur á nóttu þegar forsetinn dvelur í eigin klúbbum og að greiðslurnar hafi numið að minnsta kosti 59,5 milljónum króna frá janúar 2017 til apríl 2018. Sjá einnig: Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði Nú segir blaðið að leyniþjónustan hafi greitt fyrirtæki Trump að minnsta kosti 157.000 dollurum, jafnvirði 19,9 milljóna íslenskra króna, meira en vitað hefur verið til þessa. Alls nemi greiðslur bandarísks ríkissjóðs til fyrirtækja Trump um 628.000 dollurum, jafnvirði um 79,5 milljóna íslenskra króna frá því að Trump tók við embætti. Rukkað hefur verið fyrir fleiri en 590 gistinætur. Ólíkt fyrri forsetanum hefur Trump neitað að rjúfa tengsl sín við viðskiptaveldi sitt. Hann segist hafa falið sonum sínum að stýra fyrirtækinu en hann nýtur enn fjárhagslegra ávaxta rekstursins. Sem forseti hefur Trump svo dvalið í 355 daga, um 30% forsetatíðar sinnar, í eigin eignum. Trump fól eldri sonum sínum tveimur, Donald (t.v.) og Eric (t.h.) að stýra fyrirtæki sínu þegar hann varð forseti. Eric Trump hefur neitað að upplýsa hvað felist í „kostnaðarverðinu“ sem hann fullyrðir að fyrirtækið rukki leyniþjónustuna.Vísir/EPA Mun hærra en líklegt kostnaðarverð Washington Post byggir frétt sína á kvittunum og reikningum sem félagasamtökin Public Citizen óskuðu eftir strax við upphaf forsetatíðar Trump. Það tók samtökin þrjú ár að glíma við leyniþjónustuna að fá gögnin afhent og þegar þau bárust náðu þau nær eingöngu til áranna 2017 og 2018. Líklegt er því að greiðslurnar séu enn hærri en þær sem vitað er um. Gögnin sem blaðið hefur farið yfir eru í algerri mótsögn við yfirlýsingar Erics Trump, yngsta sonar forsetans, um að fyrirtæki Trump rukki leyniþjónustuna aðeins kostnaðarverð fyrir gistingu. „Við rukkum þau um eitthvað eins og fimmtíu dollara,“ fullyrti Eric Trump í viðtali við Yahoo Finance í fyrra. Hann hefur aldrei skýrt nánar hvað felist í „kostnaðarverðinu“ sem fyrirtækið rukkar. Gögn Washington Post benda til þess að Trump-fyrirtækið hafi raunverulega rukkað leyniþjónustuna um 650 dollara á nótt snemma árs 2017. Verðið hafi lækkað niður í tæpa 400 dollara þegar leið á árið. Sérfræðingur í hóteliðnaðinum sem Washington Post ræddi við hafnar því að hátt í fjögur hundruð dollarar geti verið kostnaðarverð fyrir gistingu í Mar-a-Lago-klúbbnum. Jafnvel þó að aðeins fínustu og dýrustu vörurnar væru notaðar á herbergjunum gæti kostnaðurinn aðeins náð í kringum hundrað dollurum. Leyniþjónustan er ekki bundin af reglum sem takmarka hversu mikið alríkisstofnanir mega eyða í hótelgistingu þegar hún annast öryggi forsetans og fjölskyldu hans. Forsetinn er einnig undanþeginn reglum um hagsmunaárekstra og því er fyrirtæki hans heimilt að rukka leyniþjónustuna um það sem því sýnist fyrir gistingu. Trump hefur látið mikið með að hann gefi laun sín sem forseti til góðgerðamála. Ríkisstjórn hans hefur á sama tíma reynt að koma í veg fyrir að upplýst verði um greiðslur alríkisstjórnarinnar til fyrirtækja í hans eigu.Vísir/EPA Rukkuðu tvöfalt meira en fyrir annan ríkisstarfsmann Erfitt er sagt að áætla hvað Mar-a-Lago, golfklúbbur Trump á Flórída þar sem hann hefur dvalið langdvölum sem forseti, rukkar viðskiptavini sem eru ekki á vegum alríkisstjórnarinnar. Klúbburinn birtir ekki verðskrá og er aðeins opinn fyrir meðlimi og gesti þeirra. Jafnvel meðlimir eru sagðir þurfa að hafa samband við klúbbinn til að fá gefið upp verð á herbergi. Eftir því sem Washington Post kemst næst hefur Trump-fyrirtækið þó aldrei rukkað leyniþjónustuna um minna en hundrað dollara á nóttu, þvert á það sem Eric Trump hefur fullyrt. Verðið sem leyniþjónustuna hefur greitt er jafnframt tvöfalt hærra en fyrirtækið rukkaði vegna gistingar opinbers embættismanns ráðuneytis uppgjafarhermanna. Ólíkt leyniþjónustunni gilda reglur um hámarksútgjöld vegna gistingar starfsmanna hjá ráðuneytinu. Trump-fyrirtækið rukkaði ráðuneytið um hæstu upphæð sem því var heimilt að greiða fyrir gistingu. Leyniþjónustumenn gistu í klúbbnum sama kvöld og starfsmaður ráðuneytisins. Kvittanirnar sýna að klúbburinn rukkaði leyniþjónustuna um 396 dollara á herbergi, jafnvirði rúmra 50.000 íslenskra króna, tvöfalt hærri upphæð en ráðuneytið greiddi fyrir sinn starfsmann. Engar reglur eru um að fyrirtæki Trump verði að rukka fyrir gistingu leyniþjónustumanna. Fyrir forsetar hafa leyft lífvörðum sínum að gista hjá sér leyniþjónustunni að kostnaðarlausu. Eina dæmið sem Washington Post hefur fundið um slíkar greiðslur er að Joe Biden rukkaði leyniþjónustuna um 2.200 dollara, jafnvirði um 279.000 króna, á mánuði fyrir afnot af kofa við heimili hans í Delaware í sex ár þegar hann var varaforseti. Þær greiðslur fóru fram samkvæmt formlegum samningi sem gert var grein fyrir í opinberum gagnagrönnum. Enginn samningur er um greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækis Trump sem greiðir fyrir gistinguna með greiðslukorti alríkisstjórnarinnar. Þá er greiðslnanna ekki getið í opinberum gagnagrunnum. Einu upplýsingarnar um þær hafa komið fram vegna krafna Washington Post og félagasamtaka á grundvelli upplýsingalag. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Kvittanir og reikningar sem leyniþjónusta Bandaríkjanna sem annast öryggisgæslu Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur afhent sýna að hún hefur greitt fyrirtækjum í eigu forsetans enn hærri fjárhæðir en vitað hefur verið um til þessa. Greiðslurnar eru mun hærri en fyrirtæki forsetans hefur fullyrt að það rukki vegna gistingar og aðstöðu fyrir lífverði hans. Trump hefur var um þriðjungi forsetatíðar sinnar á gististöðum í hans eigin eigu, fyrst og fremst í golfklúbbum sínum á Flórída og í New Jersey. Á þeim tíma hefur fyrirtækið halað inn jafnvirði tuga milljóna íslenskra króna í greiðslur frá bandarískum skattgreiðendum vegna lífvarða sem þurfa að fylgja forsetanum hvert fótmál. Litlar upplýsingar hefur verið að finna um umfang þessara greiðslna þar sem leyniþjónustan hefur þráast við að gera þær opinbera. Washington Post sagði frá því í febrúar að Trump-fyrirtækið hefði rukkað leyniþjónustuna um allt að 82 þúsund krónur á nóttu þegar forsetinn dvelur í eigin klúbbum og að greiðslurnar hafi numið að minnsta kosti 59,5 milljónum króna frá janúar 2017 til apríl 2018. Sjá einnig: Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði Nú segir blaðið að leyniþjónustan hafi greitt fyrirtæki Trump að minnsta kosti 157.000 dollurum, jafnvirði 19,9 milljóna íslenskra króna, meira en vitað hefur verið til þessa. Alls nemi greiðslur bandarísks ríkissjóðs til fyrirtækja Trump um 628.000 dollurum, jafnvirði um 79,5 milljóna íslenskra króna frá því að Trump tók við embætti. Rukkað hefur verið fyrir fleiri en 590 gistinætur. Ólíkt fyrri forsetanum hefur Trump neitað að rjúfa tengsl sín við viðskiptaveldi sitt. Hann segist hafa falið sonum sínum að stýra fyrirtækinu en hann nýtur enn fjárhagslegra ávaxta rekstursins. Sem forseti hefur Trump svo dvalið í 355 daga, um 30% forsetatíðar sinnar, í eigin eignum. Trump fól eldri sonum sínum tveimur, Donald (t.v.) og Eric (t.h.) að stýra fyrirtæki sínu þegar hann varð forseti. Eric Trump hefur neitað að upplýsa hvað felist í „kostnaðarverðinu“ sem hann fullyrðir að fyrirtækið rukki leyniþjónustuna.Vísir/EPA Mun hærra en líklegt kostnaðarverð Washington Post byggir frétt sína á kvittunum og reikningum sem félagasamtökin Public Citizen óskuðu eftir strax við upphaf forsetatíðar Trump. Það tók samtökin þrjú ár að glíma við leyniþjónustuna að fá gögnin afhent og þegar þau bárust náðu þau nær eingöngu til áranna 2017 og 2018. Líklegt er því að greiðslurnar séu enn hærri en þær sem vitað er um. Gögnin sem blaðið hefur farið yfir eru í algerri mótsögn við yfirlýsingar Erics Trump, yngsta sonar forsetans, um að fyrirtæki Trump rukki leyniþjónustuna aðeins kostnaðarverð fyrir gistingu. „Við rukkum þau um eitthvað eins og fimmtíu dollara,“ fullyrti Eric Trump í viðtali við Yahoo Finance í fyrra. Hann hefur aldrei skýrt nánar hvað felist í „kostnaðarverðinu“ sem fyrirtækið rukkar. Gögn Washington Post benda til þess að Trump-fyrirtækið hafi raunverulega rukkað leyniþjónustuna um 650 dollara á nótt snemma árs 2017. Verðið hafi lækkað niður í tæpa 400 dollara þegar leið á árið. Sérfræðingur í hóteliðnaðinum sem Washington Post ræddi við hafnar því að hátt í fjögur hundruð dollarar geti verið kostnaðarverð fyrir gistingu í Mar-a-Lago-klúbbnum. Jafnvel þó að aðeins fínustu og dýrustu vörurnar væru notaðar á herbergjunum gæti kostnaðurinn aðeins náð í kringum hundrað dollurum. Leyniþjónustan er ekki bundin af reglum sem takmarka hversu mikið alríkisstofnanir mega eyða í hótelgistingu þegar hún annast öryggi forsetans og fjölskyldu hans. Forsetinn er einnig undanþeginn reglum um hagsmunaárekstra og því er fyrirtæki hans heimilt að rukka leyniþjónustuna um það sem því sýnist fyrir gistingu. Trump hefur látið mikið með að hann gefi laun sín sem forseti til góðgerðamála. Ríkisstjórn hans hefur á sama tíma reynt að koma í veg fyrir að upplýst verði um greiðslur alríkisstjórnarinnar til fyrirtækja í hans eigu.Vísir/EPA Rukkuðu tvöfalt meira en fyrir annan ríkisstarfsmann Erfitt er sagt að áætla hvað Mar-a-Lago, golfklúbbur Trump á Flórída þar sem hann hefur dvalið langdvölum sem forseti, rukkar viðskiptavini sem eru ekki á vegum alríkisstjórnarinnar. Klúbburinn birtir ekki verðskrá og er aðeins opinn fyrir meðlimi og gesti þeirra. Jafnvel meðlimir eru sagðir þurfa að hafa samband við klúbbinn til að fá gefið upp verð á herbergi. Eftir því sem Washington Post kemst næst hefur Trump-fyrirtækið þó aldrei rukkað leyniþjónustuna um minna en hundrað dollara á nóttu, þvert á það sem Eric Trump hefur fullyrt. Verðið sem leyniþjónustuna hefur greitt er jafnframt tvöfalt hærra en fyrirtækið rukkaði vegna gistingar opinbers embættismanns ráðuneytis uppgjafarhermanna. Ólíkt leyniþjónustunni gilda reglur um hámarksútgjöld vegna gistingar starfsmanna hjá ráðuneytinu. Trump-fyrirtækið rukkaði ráðuneytið um hæstu upphæð sem því var heimilt að greiða fyrir gistingu. Leyniþjónustumenn gistu í klúbbnum sama kvöld og starfsmaður ráðuneytisins. Kvittanirnar sýna að klúbburinn rukkaði leyniþjónustuna um 396 dollara á herbergi, jafnvirði rúmra 50.000 íslenskra króna, tvöfalt hærri upphæð en ráðuneytið greiddi fyrir sinn starfsmann. Engar reglur eru um að fyrirtæki Trump verði að rukka fyrir gistingu leyniþjónustumanna. Fyrir forsetar hafa leyft lífvörðum sínum að gista hjá sér leyniþjónustunni að kostnaðarlausu. Eina dæmið sem Washington Post hefur fundið um slíkar greiðslur er að Joe Biden rukkaði leyniþjónustuna um 2.200 dollara, jafnvirði um 279.000 króna, á mánuði fyrir afnot af kofa við heimili hans í Delaware í sex ár þegar hann var varaforseti. Þær greiðslur fóru fram samkvæmt formlegum samningi sem gert var grein fyrir í opinberum gagnagrönnum. Enginn samningur er um greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækis Trump sem greiðir fyrir gistinguna með greiðslukorti alríkisstjórnarinnar. Þá er greiðslnanna ekki getið í opinberum gagnagrunnum. Einu upplýsingarnar um þær hafa komið fram vegna krafna Washington Post og félagasamtaka á grundvelli upplýsingalag.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira