Kona um sextugt fannst látin í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt, en tilkynning um málið barst lögreglu um hálf tvö.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að haldið hafi verið á vettvang um leið og tilkynning barst, en konan var látin þegar að var komið.
„Tveir karlar, annar um þrítugt og hinn á sextugsaldri, voru sömuleiðis á heimilinu og voru þeir báðir handteknir í þágu rannsóknarinnar. Rannsókn málsins er á frumstigi, en hún beinist m.a. að því hvort mennirnir hafi átt þátt í andláti konunnar.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.