Hver ertu? Sigríður Karlsdóttir skrifar 6. apríl 2020 12:30 Kórónuveiran heimsótti mig í nótt. Að minnsta kosti í myndgervi. Hún var í bláum kjól með sítt svart hár og skærustu augu sem ég hef séð. Kannski er ég búin að vera of lengi heima hjá mér, en ég ætla að deila samtali mínu við hana. Þið sækið þá bara um á viðeigandi stofnun fyrir mig ef ykkur finnst eins og það sé vandamálið. „Hver ertu?“ spyr hún og horfir á mig með stingandi augnaráði. „Ég?“ Ég fékk ekki einu sinni að svara. Ég sá strax að hún var agressíf. „Ertu týpan sem fer út í happy hour með vinkonunum og drepur svo sjötuga konu í úthverfi Reykjavíkur?“ „Vá, ert þú leiði(n)leg eða?“ spyr ég. Finnst hún frekar leiðinleg gella. Hún hélt áfram. „Ert þú konan sem þværð þér ekki, hlærð að hættunum og snertir síðan nokkra kexpakka í Bónus og maðurinn með sykursýkina kaupir svo pakkann og endar í öndunarvél.“ Ég var orðin fokill út í hana. Hvað er að henni? Veit hún ekki að ég hef hangið heima hjá mér í svo marga daga að ég er hætt að klæða mig? „Hver ertu?“ hélt hún áfram. Vá, hún er ógeðslega pirrandi. Ég sagði það við hana. Hún hlustaði ekki. Spurði bara aftur: „Hver ertu?“ „Þegar ég hef tekið í burtu allt sem þú notaðir til að forðast sjálfan þig. Fólk, skemmtanir, utanaðkomandi upplifanir. Hver ertu þá? Hver ertu þegar þú mætir þér? Þarf ég að taka Internetið líka, svo þú getir svarað þessari spurningu?“ Hún var alveg tryllt. Ég svaraði henni að ég hugleiddi nú klukkustund á dag og dansaði og söng meðan ég eldaði. Væri það ekki nóg? Hún horfði á mig eins og ég væri lítill krakki. „Elskan, ef þú getur setið heima hjá þér, án nokkurra skemmtunar og dvalið inn í þér og náð sátt við þig sjálfa í 21 dag - þá fer ég.“ GLÆTAN! Af hverju? Hún horfði enn dýpra inn í augun á mér. „Af því þá sjáið þið ykkar sannleika. Þá hættið þið þessu kjaftæði sem er að tortíma ykkur sjálfum.“ Ok. got the point here! „En af hverju ertu að þröngva þessu upp á mig, mér finnst ég bara ógeðslega góð í þessari tækni þinni.“ „Því þú átt að segja hinum,“ sagði hún og glotti. Fyrsta skiptið sem hún varð aðeins mildari. „Nei ég nenni því ekki. Búin að tala nóg um þetta. Fólk nennir ekki meir. Ég nenni ekki meir.“ Hún tók sig til og ætlaði að fljúga burt. „OOOHHHH, ok þá! Hvað á ég að þá segja við þau???” Sagði ég með pirruðu röddinni minni. Hún var farin á flug og hún ætlaði ekki að svara mér. Ég kallaði enn þá hærra: „Hvað á ég að segja við fólkið?“ Hún sneri höfðinu við - kallaði hátt og skýrt: „Segðu þeim…. ………...að hlýða Víði!“ Svo flaug hún upp í skýin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kórónuveiran heimsótti mig í nótt. Að minnsta kosti í myndgervi. Hún var í bláum kjól með sítt svart hár og skærustu augu sem ég hef séð. Kannski er ég búin að vera of lengi heima hjá mér, en ég ætla að deila samtali mínu við hana. Þið sækið þá bara um á viðeigandi stofnun fyrir mig ef ykkur finnst eins og það sé vandamálið. „Hver ertu?“ spyr hún og horfir á mig með stingandi augnaráði. „Ég?“ Ég fékk ekki einu sinni að svara. Ég sá strax að hún var agressíf. „Ertu týpan sem fer út í happy hour með vinkonunum og drepur svo sjötuga konu í úthverfi Reykjavíkur?“ „Vá, ert þú leiði(n)leg eða?“ spyr ég. Finnst hún frekar leiðinleg gella. Hún hélt áfram. „Ert þú konan sem þværð þér ekki, hlærð að hættunum og snertir síðan nokkra kexpakka í Bónus og maðurinn með sykursýkina kaupir svo pakkann og endar í öndunarvél.“ Ég var orðin fokill út í hana. Hvað er að henni? Veit hún ekki að ég hef hangið heima hjá mér í svo marga daga að ég er hætt að klæða mig? „Hver ertu?“ hélt hún áfram. Vá, hún er ógeðslega pirrandi. Ég sagði það við hana. Hún hlustaði ekki. Spurði bara aftur: „Hver ertu?“ „Þegar ég hef tekið í burtu allt sem þú notaðir til að forðast sjálfan þig. Fólk, skemmtanir, utanaðkomandi upplifanir. Hver ertu þá? Hver ertu þegar þú mætir þér? Þarf ég að taka Internetið líka, svo þú getir svarað þessari spurningu?“ Hún var alveg tryllt. Ég svaraði henni að ég hugleiddi nú klukkustund á dag og dansaði og söng meðan ég eldaði. Væri það ekki nóg? Hún horfði á mig eins og ég væri lítill krakki. „Elskan, ef þú getur setið heima hjá þér, án nokkurra skemmtunar og dvalið inn í þér og náð sátt við þig sjálfa í 21 dag - þá fer ég.“ GLÆTAN! Af hverju? Hún horfði enn dýpra inn í augun á mér. „Af því þá sjáið þið ykkar sannleika. Þá hættið þið þessu kjaftæði sem er að tortíma ykkur sjálfum.“ Ok. got the point here! „En af hverju ertu að þröngva þessu upp á mig, mér finnst ég bara ógeðslega góð í þessari tækni þinni.“ „Því þú átt að segja hinum,“ sagði hún og glotti. Fyrsta skiptið sem hún varð aðeins mildari. „Nei ég nenni því ekki. Búin að tala nóg um þetta. Fólk nennir ekki meir. Ég nenni ekki meir.“ Hún tók sig til og ætlaði að fljúga burt. „OOOHHHH, ok þá! Hvað á ég að þá segja við þau???” Sagði ég með pirruðu röddinni minni. Hún var farin á flug og hún ætlaði ekki að svara mér. Ég kallaði enn þá hærra: „Hvað á ég að segja við fólkið?“ Hún sneri höfðinu við - kallaði hátt og skýrt: „Segðu þeim…. ………...að hlýða Víði!“ Svo flaug hún upp í skýin.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar