Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2020 10:00 Trump hefur þyrlað upp ryki um alvarleika kórónuveirufaraldursins, skellt skuldinni á aðra og hafnað allri ábyrgð á mistökum sem alríkisstjórnin hefur gert. AP/Alex Brandon Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. Þess í stað stefnir í að mannskaðinn í Bandaríkjunum verði meiri en í öllum helstu stríðum þeirra frá seinni hluta 20. aldar. Hvergi hafa fleiri greinst með nýtt afbrigði kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum en í Bandaríkjunum. Þar hafa nú fleiri en 432.000 smit verið staðfest og fleiri en 14.800 hafa látið lífið þrátt fyrir að Bandaríkin búi yfir meiri sérfræðiþekkingu, búnaði, viðbragðsáætlunum og reynslu af smitsjúkdómum en fjöldi ríkja sem hafa farið skárr út úr faraldrinum til þessa. Frá fyrstu dögum faraldursins skorti Bandaríkin getu til að skima fyrir veirunni og eftir því sem smituðum fjölgaði kom í ljós að þau voru illa búin undir ástandið hvað varðar nauðsynlegar lækningavörur og hlífðarbúnað eins og öndunarvélar, grímur og fleira. Þrátt fyrir að alríkisstjórnin hefði upplýsingar um faraldurinn í Wuhan í Kína þegar um áramótin byrjuðu stofnanir hennar ekki að panta grímur, öndunarvélar og annan búnað fyrr en um miðjan mars. Lýsingin á viðbrögðum ríkisstjórnar Donalds Trump við kórónuveirufaraldrinum sem hér fer á eftir byggist á ítarlegum umfjöllunum AP-fréttastofunnar og Washington Post. Sjötíu dagar í súginn Kínversk yfirvöld létu bandarísk sóttvarnayfirvöld vita af faraldrinum í Wuhan 3. janúar en sóttvarnastofnunin CDC hafði haft spurnir af honum á gamlársdag. Ríkisstjórnin var upplýst og voru viðvaranir frá leyniþjónustunni að finna í daglegum upplýsingapökkum til Trump strax í kjölfarið. Þrátt fyrir það liðu um sjötíu dagar þar til alríkisstjórnin byrjaði að beita sér af alvöru til að koma í veg fyrir að veiran breiddist óheft um Bandaríkin með hættu á hundruðum þúsunda eða jafnvel milljóna dauðsfalla. Eins og stendur benda spálíkön til þess að mannfallið gæti orðið meira en í Kóreu-, Víetnam, Afganistan- og Íraksstríðunum samanlagt. Á þessum fyrstu dögum og vikum byrjuðu lægra settir embættismenn að móta viðbrögð alríkisstjórnarinnar. CDC bauð kínverskum stjórnvöldum aðstoð og sérfræðiþekkingu til að glíma við faraldurinn en boðið var afþakkað. Kínverjar neituðu einnig að deila sýnum af veirunni með Bandaríkjunum sem tafði þróun á lyfjum og bóluefni. Viðbrögð embættismanna beindust í fyrstu að hlutum eins og hvort og hvernig ætti að flytja Bandaríkjamenn heim frá Kína og öðrum löndum þar sem veiran var að skjóta upp kollinum frekar en að búa Bandaríkin sjálf undir að faraldurinn hefði innreið sína. Fyrsta umtalsverða tilraunin til að gera Trump hættuna ljósa var ekki fyrr en heilbrigðisráðherrann Alex Azar hringdi í Trump þegar hann var í sveitaklúbbi sínum á Flórída 18. janúar. Azar reyndist erfitt að ná athygli forsetans sem var þá meira umhugað um réttarhöld á Bandaríkjaþingi þar sem hann hafði verið kærður fyrir embættisbrot. Aukin alvara færðist í faraldurinn þegar kínversk stjórnvöld gripu til þess örþrifaráðs að banna ferðir til og frá Wuhan, ellefu milljóna manna borg og koma á útgöngubanni 23. janúar. Öllu Hubei-héraði var lokað um viku síðar. Í kjölfarið ákvað Bandaríkjastjórn að stöðva ferðalög annarra en bandarískra ríkisborgara frá Kína til Bandaríkjanna 31. janúar. Allar götur síðan hefur Trump vísað til þeirrar ákvörðunar sem sönnunar þess að hann hafi brugðist við faraldrinum af áræðni og krafist lofs fyrir það. Þegar ferðabannið var sett á höfðu þó um 300.000 manns komið frá Kína til Bandaríkjanna frá því að alríkisstjórnin fékk upplýsingar um faraldurinn. Hjúkrunarfræðingar í New York mótmæla því að þá skorti hlífðarbúnað við Montefiore-sjúkrahúsið í Bronx í síðustu viku.Vísir/EPA Talaði um að veiran hyrfi og að faraldurinn væri gabb Trump gerði frá upphafi ítrekað lítið úr alvarleika faraldursins, jafnvel eftir að fyrsta tilfellið greindist í Bandaríkjunum 21. janúar, sama dag og fyrsta tilfellið greindist í Suður-Kóreu sem hefur hlotið mikið lof fyrir sín viðbrögð. Hélt forsetinn því fram án sterkra raka að veiran ætti eftir að hverfa „eins og fyrir kraftaverk“ með vorinu og að faraldrinum væri haldið nær algerlega í skefjum í Bandaríkjunum. Fullyrti forsetinn og margir bandamenn hans í fjölmiðlum að viðvaranir um yfirvofandi faraldur væru „gabb“, runnið undan rifjum Demókrataflokksins og fjölmiðla til þess að koma höggi á hann í aðdraganda forsetakosninga í haust. Hann hélt áfram að halda kosningafundi með stuðningsmönnum sínum og ferðast í einkaklúbb sinn á Flórída til að spila golf eftir að hann var látinn vita af faraldrinum í janúar. Yfirlýsingar Trump voru á skjön við það sem lýðheilsusérfræðingar alríkisstjórnarinnar létu hafa eftir sér á sama tíma og eru líklegar til að hafa ruglað almenning í ríminu um hversu alvarlega bæri að taka veiruna. Skoðanakannanir benda til þess að stuðningsmenn Repúblikanaflokks Trump hafi verið ólíklegri en aðrir til að breyta áætlunum sínum eins og ferðalögum vegna faraldursins, fylgja tilmælum um félagslega forðun og taka hættuna alvarlega en aðrir. Þegar sérfræðingar sóttvarnastofnunarinnar (CDC) sögðu opinberlega að búast mætti við meiriháttar röskunum á bandarísku samfélagi vegna faraldursins reiddist Trump þeim og sakaði þá um að vera „hrakspámenn“ á bak við tjöldin. CDC hefur ekki haldið eigin upplýsingafundi um faraldurinn um margra vikna skeið heldur hefur Hvíta húsið tekið þá algerlega yfir. Bæði Trump og ráðgjafar hans höfðu lengi meiri áhyggjur af efnahagslegum afleiðingum faraldursins en að búa alríkisstjórnina undir að glíma við hann. Ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar er sagður hafa verið ástæða þess að mánuður leið frá því ferðabannið á Kína var sett á þar til sams konar takmarkanir voru settar á ferðalög frá stærstum hluta Evrópu um miðjan mars. „VIÐ GETUM EKKI LÁTIÐ MEÐALIÐ VERA VERRA EN VANDAMÁLIÐ SJÁLFT,“ tísti Trump 23. mars. Jafnvel þegar Trump tilkynnti um ferðabannið frá Evrópu í fátíðu sjónvarpsávarpi var hann svo óljós um hvernig það yrði útfært að það skapaði glundroða á meðal Bandaríkjamanna í Evrópu sem kepptust við að koma sér heim sem fyrst. Hvíta húsið þurfti að eyða næstu dögum í að leiðrétta misskilning um ferðabannið. Þá vildi ríkisstjórnin ekki setja of mikla fjármuni í að bregðast við veirunni í febrúar, meðal annars af ótta við að það virtust ýkt viðbrögð. Azar heilbrigðisráðherra hlaut bágt fyrir að óska eftir fjögurra milljarða dollara fjárveitingu sem Hvíta húsið taldi svívirðilega háa upphæð. Fjárlagaskrifstofa þess útvatnaði ósk Azar niður í um 2,5 milljarða dollara. Skömmu síðar samþykkti þingið tvöfalt hærri fjárveitingu en Azar óskaði upphaflega eftir í byrjun mars. Skimun tafðist um fleiri vikur Fyrsti og einn alvarlegasti brestur alríkisstjórnarinnar fólst í mistökum sem voru gerð með próf fyrir kórónuveirunni. Í stað þess að nota próf Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) til að skima fyrir veirunni ákvað bandaríska sóttvarnastofnunin að þróa sitt eigið. Nokkrar vikur tók að þróa prófið og var ekki byrjað að dreifa því um landið fyrr en í febrúar, þegar veiran hafði þegar tekið sér bólfestu í Bandaríkjunum. Fljótlega kom í ljós að prófið var gallað og umfangsmiklar skimanir fyrir veirunni drógust um margar vikur. Það stöðvaði Trump þó ekki í að lýsa prófinu sem „fullkomnu“ þegar hann heimsótti CDC 6. mars. Vegna þess hve próf voru af skornum skammti voru ströng skilyrði sett fyrir hvenær mátti nota þau. Ríkjum var sagt að taka ekki sýni úr sjúklingum með einkenni nema þeir hefðu ferðast til Kína eða hefðu verið nærri einstaklingum með staðfest smit þrátt fyrir að nær öruggt sé að samfélagslegt smit hafi verið farið af stað í landinu. Engu að síður fullyrti Trump forseti ítrekað og ranglega að próf fyrir veirunni væri almennt aðgengilegt og „hver sem er“ gæti komist í það. Eftir að Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur ríkisstjórnarinnar, viðurkenndi að mistök hefðu verið gerð með veiruprófin þvoði Trump hendur sínar af hvers kyns afglöpum. „Ég tek alls enga ábyrgð,“ sagði Trump á blaðamannafundi í Hvíta húsinu þegar hann tilkynnti um að neyðarástandi hefði verið lýst yfir vegna faraldursins 13. mars. Skortur á prófum þýddi að mun færri smit greindust hlutfallslega í Bandaríkjunum en annars staðar lengi framan af. Heilbrigðisyfirvöld höfðu því ekki yfirsýn yfir hvar veiran væri að skjóta rótum. Án gagna um útbreiðslu veirunnar drógu bæði alríkisstjórnin og einstakar ríkisstjórnir í Bandaríkjunum lappirnar í undirbúningi fyrir það sem koma skyldi. Lækningavörur í bráðabirgðasjúkrahúsi vegna kórónuveirufaraldursins í New York. Alríkisstjórnin pantaði ekki mikið magn nauðsynlegs búnaðar fyrr en faraldurinn var þegar orðinn útbreiddur þrátt fyrir að þörfin hefði legið ljós fyrir um nokkurra mánaða skeið.AP/John Minchillo „Sóuðum tveimur mánuðum“ Bandaríkjastjórn vissi af því þegar í janúar að faraldurinn hefði valdið gríðarlegu álagi á heilbrigðiskerfið í Hubei-héraði sem Wuhan tilheyrir. Þungt haldnir sjúklingar hafi þurft á öndunarvél að halda. Þegar veiran breiddist út um Ítalíu skorti sjúkrahús lækna, sjúkrarúm og búnað. Alríkisstjórnin brást þó hægt við þannig að víða um Bandaríkin glímdu heilbrigðisstarfsmenn við tilfelli veirunnar án nauðsynlegs hlífðarbúnaðar. Innkaupasamningar sem AP-fréttastofan hefur farið yfir sýna að bandarískar alríkisstofnanir byrjuðu ekki að panta N95-öndunargrímur, öndunarvélar og annan búnað sem framlínustarfsfólk og sjúklingar þurfa á að halda fyrr en um miðjan mars. Þá voru þegar þúsundir manna á sjúkrahúsum sem skorti nauðsynlegan búnað til að sinna þeim. „Við sóuðum í raun og veru tveimur mánuðum,“ segir Kathleen Sebelius, heilbrigðisráðherra í fyrri ríkisstjórn Baracks Obama. Ríkisstjórar hafa biðlað til alríkisstjórnarinnar um aðstoð og lækningabúnað úr varaforða hennar. Sá varaforði er hins vegar nærri því á þrotum. Skilaboðin frá Trump og ríkisstjórn hans hafa þó verið að alríkisstjórnin ætti ekki að hlaupa upp til handa og fóta til að bregðast við skortinum. Trump hefur þannig sagt ríkisstjórum einstakra ríkja að þeir verði að útvega sér nauðsynlegan búnað sjálfir. Ríkisstjórarnir segja að þetta hafi þrýst upp verði á lækningavörum þegar ríkin yfirbjóða hvert annað. Þau séu ennfremur í beinni samkeppni við alríkisstjórnina sjálfa í innkaupunum. „Núna hringja fyrirtæki bókstaflega í mann og segja „Jæja, Kalifornía bauð bara hærra en þið“. Þetta er eins og að vera á eBay með fimmtíu öðrum ríkjum að bjóða í öndunarvél,“ segir Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, miðpunkts faraldursins í Bandaríkjunum. Þegar álagið á sjúkrahús í New York, Seattle og New Orleans var farið að aukast verulega um miðjan mars bárust fréttir af því að læknar og hjúkrunarfræðingar kvörtuðu undan því að hlífðarbúnaður eins og grímur og svuntur væru að klárast. Trump sakaði þá ríkisstjóra úr röðum demókrata um að ýkja þörfina fyrir búnaðinn og ýjaði sterklega að því að heilbrigðisstarfsmenn væru að stela honum. Eins gagnrýndi hann að ríkisstjórarnir væru honum ekki nægilega þakklátir og sagði Pence varaforseta að tala ekki við ákveðna ríkisstjóra demókrata. Þrætur innan ríkisstjórnar um fjármuni og viðbrögð við veirunni urðu til þess að Bandaríkin misstu af tækifæri til að sanka að sér öndunarvélum, grímum og öðrum búnaði. Þegar alríkisstjórnin viðurkenndi umfang vandans var skollið á uppboð um vörurnar á milli ríkja sem glíma öll við sama heimsfaraldurinn. Ríkisstjórnin pantaði 100.000 öndunarvélar seint í mars. Það er fjarri þeim fjölda sem lýðheilsusérfræðingar stjórnarinnar og ríkisstjórar hafa sagt að þeir þurfi. Ekki er búist við því að vélarnar byrji að berast fyrr en í sumar eða haust þegar spáð er að faraldurinn verði í rénun. Mikið kapphlaup er nú á milli fjölda ríkja heims um nauðsynlegan búnað eins og öndunarvélar. Vísir/EPA Telja sig ekki geta hunsað misráðnar hugmyndir Hvíta hússins Trump hefur hringlað fram og til baka með hver ber ábyrgð á viðbrögðum við faraldrinum innan ríkisstjórnar hans. Í upphafi var það Azar heilbrigðisráðherra en síðar fól Trump Mike Pence, varaforseta, að stýra viðbragðsteyminu. Trump sjálfur hefur þó verið í forgrunni á blaðamannafundum teymisins vegna faraldursins. Á bak við tjöldin hefur forsetinn svo leitað til einstaklinga sem hafa enga sérstaka reynslu eða þekkingu á hvernig eigi að taka á heimsfaraldri af þessu tagi. Þannig er Jared Kushner, tengdasonur forsetans og ráðgjafi, búin að taka að sér hluta viðbragða alríkisstjórnarinnar. Ýmsar af þeim aðgerðum sem Trump og viðbragðsteymið hafa kynnt á upplýsingafundum sem staðreynd hafa ekki orðið að veruleika. Þannig bólar ekkert á vefsíðu sem Google átti að vera með í smíðum og átti að beina fólki með einkenni á staði til að komast í sýnatöku, né á skimunarstöðum á bílastæðum Walmart-verslunarkeðjunnar. Washington Post segir að þó að hugmyndir sem þessar hafi ekki skilað neinu hafi þær truflað annan undirbúning og viðbrögð vegna veirunnar. Þannig hafa sérfræðingar eins og Anthony Fauci sóttvarnasérfræðingur þurft að beina sjónum sínum að misráðnum hugmyndum Hvíta hússins sem þeir telja sig ekki geta hunsað. Sama er sagt gilda um ofuráherslu sem Trump forseti hefur lagt á mögulega gagnsemi malaríulyfs gegn kórónuveirunni. Þrýstingur á að fá það samþykkt frá lyfjayfirvöldum hafi dregið kraft úr tilraunum til að finna aðrar meðferðir eða bóluefni. „Hverju hefur fólk að tapa?“ sagði Trump um hvort fólk ætti að taka malaríulyfið þrátt fyrir að þekkt sé að það geti haft hættulegar aukaverkanir. Breyttu vefsíðu eftir umdeild ummæli tengdasonarins Ummæli Jareds Kushner, tengdasonar Trump og ráðgjafa sem hefur tekið að sér umsjón með viðbrögðum alríkisstjórnarinnar við faraldrinum að hluta til, um varaforða lækningavara í síðustu viku vöktu einnig furðu. Varaforðinn stóð fyrir höllum fæti vegna áralangrar vanfjármögnunar. „Hugmyndin með varaforðanum er að þetta eigi að vera varaforðinn okkar. Þetta á ekki að vera varaforði ríkjanna sem þau svo nota,“ sagði Kushner á blaðmannafundi í Hvíta húsinu á fimmtudag. Þau orð stönguðust á við lýsingu alríkisstjórnarinnar sjálfrar á varaforðanum á opinberri vefsíðu. Texta vefsíðunnar var breytt til að samræmast yfirlýsingum Kushner daginn eftir að hann lét ummælin falla. Skorturinn á lækningavörum leiddi til þess að Trump forseti virkjaði neyðarlög sem veita honum heimild til þess að láta einkafyrirtæki framleiða nauðsynlegan búnað fyrir alríkisstjórnina. Trump neitaði hins vegar að nýta lögin til að knýja fyrirtæki til þess um margra vikna skeið og sagðist telja fyrirtækin gera nóg að eigin frumkvæði. Það var ekki fyrr en í síðustu viku sem Trump lét undan og sagðist ætla að skipa fyrirtækjum að byrja að framleiða nauðsynjar. Þá voru tilfelli í Bandaríkjunum þegar orðin þau flestu í heiminum. Hunsar tilmæli eigin stjórnar Jafnvel eftir að Trump virtist verða alvarleiki faraldursins ljós og lýsti yfir neyðarástandi 13. mars hefur hann haldið áfram að grafa undan ráðleggingum sinnar eigin ríkisstjórnar. Þannig talaði hann um að hann vildi aflétta aðgerðum um félagsforðun og samkomubönn um páskana og að hann vildi sjá fullar kirkjur, þvert á álit lýðheilsusérfræðinga. Þegar heilbrigðisyfirvöld gáfu út tilmæli til Bandaríkjamanna um að nota taugrímur fyrir vit sín ef þeir þurfa að fara út á meðal fólks tók Trump strax fram að hann ætlaði sér ekki að fara að þeim tilmælum sjálfur. „Maður verður ekki að gera þetta. Ég held ekki að ég ætli að gera það,“ sagði Trump sem gat ekki séð sjálfan sig taka á móti „forsetum, forsætisráðherrum, einræðisherrum, kóngum, drottningum“ með grímu. Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Mæla ekki með notkun gríma og trefla Ekki er mælt með því að Íslendingar noti trefla til að hylja andlit sín. Ósannað sé að treflar og grímur hjálpi eitthvað og það geti gefið falska öryggiskennd og gæti þannig aukið sýkingarhættu. 5. apríl 2020 00:50 Bandaríkin undirbúa sig fyrir það versta og Evrópa vonast til að það sé yfirstaðið Yfirvöld Bandaríkjanna vöruðu við því í gær að næstu vikur yrðu erfiðar og að fjölmargir muni deyja vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 5. apríl 2020 08:02 Finnst ekki við hæfi að bera andlitsgrímu Tæplega 1.500 manns létust af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær. Er þetta mannskæðasti sólarhringurinn frá upphafi faraldursins þar í landi. 4. apríl 2020 17:43 Sjá fram á alvarlegan öndunarvélaskort og grípa til harðari aðgerða Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. 2. apríl 2020 23:12 Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. Þess í stað stefnir í að mannskaðinn í Bandaríkjunum verði meiri en í öllum helstu stríðum þeirra frá seinni hluta 20. aldar. Hvergi hafa fleiri greinst með nýtt afbrigði kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum en í Bandaríkjunum. Þar hafa nú fleiri en 432.000 smit verið staðfest og fleiri en 14.800 hafa látið lífið þrátt fyrir að Bandaríkin búi yfir meiri sérfræðiþekkingu, búnaði, viðbragðsáætlunum og reynslu af smitsjúkdómum en fjöldi ríkja sem hafa farið skárr út úr faraldrinum til þessa. Frá fyrstu dögum faraldursins skorti Bandaríkin getu til að skima fyrir veirunni og eftir því sem smituðum fjölgaði kom í ljós að þau voru illa búin undir ástandið hvað varðar nauðsynlegar lækningavörur og hlífðarbúnað eins og öndunarvélar, grímur og fleira. Þrátt fyrir að alríkisstjórnin hefði upplýsingar um faraldurinn í Wuhan í Kína þegar um áramótin byrjuðu stofnanir hennar ekki að panta grímur, öndunarvélar og annan búnað fyrr en um miðjan mars. Lýsingin á viðbrögðum ríkisstjórnar Donalds Trump við kórónuveirufaraldrinum sem hér fer á eftir byggist á ítarlegum umfjöllunum AP-fréttastofunnar og Washington Post. Sjötíu dagar í súginn Kínversk yfirvöld létu bandarísk sóttvarnayfirvöld vita af faraldrinum í Wuhan 3. janúar en sóttvarnastofnunin CDC hafði haft spurnir af honum á gamlársdag. Ríkisstjórnin var upplýst og voru viðvaranir frá leyniþjónustunni að finna í daglegum upplýsingapökkum til Trump strax í kjölfarið. Þrátt fyrir það liðu um sjötíu dagar þar til alríkisstjórnin byrjaði að beita sér af alvöru til að koma í veg fyrir að veiran breiddist óheft um Bandaríkin með hættu á hundruðum þúsunda eða jafnvel milljóna dauðsfalla. Eins og stendur benda spálíkön til þess að mannfallið gæti orðið meira en í Kóreu-, Víetnam, Afganistan- og Íraksstríðunum samanlagt. Á þessum fyrstu dögum og vikum byrjuðu lægra settir embættismenn að móta viðbrögð alríkisstjórnarinnar. CDC bauð kínverskum stjórnvöldum aðstoð og sérfræðiþekkingu til að glíma við faraldurinn en boðið var afþakkað. Kínverjar neituðu einnig að deila sýnum af veirunni með Bandaríkjunum sem tafði þróun á lyfjum og bóluefni. Viðbrögð embættismanna beindust í fyrstu að hlutum eins og hvort og hvernig ætti að flytja Bandaríkjamenn heim frá Kína og öðrum löndum þar sem veiran var að skjóta upp kollinum frekar en að búa Bandaríkin sjálf undir að faraldurinn hefði innreið sína. Fyrsta umtalsverða tilraunin til að gera Trump hættuna ljósa var ekki fyrr en heilbrigðisráðherrann Alex Azar hringdi í Trump þegar hann var í sveitaklúbbi sínum á Flórída 18. janúar. Azar reyndist erfitt að ná athygli forsetans sem var þá meira umhugað um réttarhöld á Bandaríkjaþingi þar sem hann hafði verið kærður fyrir embættisbrot. Aukin alvara færðist í faraldurinn þegar kínversk stjórnvöld gripu til þess örþrifaráðs að banna ferðir til og frá Wuhan, ellefu milljóna manna borg og koma á útgöngubanni 23. janúar. Öllu Hubei-héraði var lokað um viku síðar. Í kjölfarið ákvað Bandaríkjastjórn að stöðva ferðalög annarra en bandarískra ríkisborgara frá Kína til Bandaríkjanna 31. janúar. Allar götur síðan hefur Trump vísað til þeirrar ákvörðunar sem sönnunar þess að hann hafi brugðist við faraldrinum af áræðni og krafist lofs fyrir það. Þegar ferðabannið var sett á höfðu þó um 300.000 manns komið frá Kína til Bandaríkjanna frá því að alríkisstjórnin fékk upplýsingar um faraldurinn. Hjúkrunarfræðingar í New York mótmæla því að þá skorti hlífðarbúnað við Montefiore-sjúkrahúsið í Bronx í síðustu viku.Vísir/EPA Talaði um að veiran hyrfi og að faraldurinn væri gabb Trump gerði frá upphafi ítrekað lítið úr alvarleika faraldursins, jafnvel eftir að fyrsta tilfellið greindist í Bandaríkjunum 21. janúar, sama dag og fyrsta tilfellið greindist í Suður-Kóreu sem hefur hlotið mikið lof fyrir sín viðbrögð. Hélt forsetinn því fram án sterkra raka að veiran ætti eftir að hverfa „eins og fyrir kraftaverk“ með vorinu og að faraldrinum væri haldið nær algerlega í skefjum í Bandaríkjunum. Fullyrti forsetinn og margir bandamenn hans í fjölmiðlum að viðvaranir um yfirvofandi faraldur væru „gabb“, runnið undan rifjum Demókrataflokksins og fjölmiðla til þess að koma höggi á hann í aðdraganda forsetakosninga í haust. Hann hélt áfram að halda kosningafundi með stuðningsmönnum sínum og ferðast í einkaklúbb sinn á Flórída til að spila golf eftir að hann var látinn vita af faraldrinum í janúar. Yfirlýsingar Trump voru á skjön við það sem lýðheilsusérfræðingar alríkisstjórnarinnar létu hafa eftir sér á sama tíma og eru líklegar til að hafa ruglað almenning í ríminu um hversu alvarlega bæri að taka veiruna. Skoðanakannanir benda til þess að stuðningsmenn Repúblikanaflokks Trump hafi verið ólíklegri en aðrir til að breyta áætlunum sínum eins og ferðalögum vegna faraldursins, fylgja tilmælum um félagslega forðun og taka hættuna alvarlega en aðrir. Þegar sérfræðingar sóttvarnastofnunarinnar (CDC) sögðu opinberlega að búast mætti við meiriháttar röskunum á bandarísku samfélagi vegna faraldursins reiddist Trump þeim og sakaði þá um að vera „hrakspámenn“ á bak við tjöldin. CDC hefur ekki haldið eigin upplýsingafundi um faraldurinn um margra vikna skeið heldur hefur Hvíta húsið tekið þá algerlega yfir. Bæði Trump og ráðgjafar hans höfðu lengi meiri áhyggjur af efnahagslegum afleiðingum faraldursins en að búa alríkisstjórnina undir að glíma við hann. Ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar er sagður hafa verið ástæða þess að mánuður leið frá því ferðabannið á Kína var sett á þar til sams konar takmarkanir voru settar á ferðalög frá stærstum hluta Evrópu um miðjan mars. „VIÐ GETUM EKKI LÁTIÐ MEÐALIÐ VERA VERRA EN VANDAMÁLIÐ SJÁLFT,“ tísti Trump 23. mars. Jafnvel þegar Trump tilkynnti um ferðabannið frá Evrópu í fátíðu sjónvarpsávarpi var hann svo óljós um hvernig það yrði útfært að það skapaði glundroða á meðal Bandaríkjamanna í Evrópu sem kepptust við að koma sér heim sem fyrst. Hvíta húsið þurfti að eyða næstu dögum í að leiðrétta misskilning um ferðabannið. Þá vildi ríkisstjórnin ekki setja of mikla fjármuni í að bregðast við veirunni í febrúar, meðal annars af ótta við að það virtust ýkt viðbrögð. Azar heilbrigðisráðherra hlaut bágt fyrir að óska eftir fjögurra milljarða dollara fjárveitingu sem Hvíta húsið taldi svívirðilega háa upphæð. Fjárlagaskrifstofa þess útvatnaði ósk Azar niður í um 2,5 milljarða dollara. Skömmu síðar samþykkti þingið tvöfalt hærri fjárveitingu en Azar óskaði upphaflega eftir í byrjun mars. Skimun tafðist um fleiri vikur Fyrsti og einn alvarlegasti brestur alríkisstjórnarinnar fólst í mistökum sem voru gerð með próf fyrir kórónuveirunni. Í stað þess að nota próf Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) til að skima fyrir veirunni ákvað bandaríska sóttvarnastofnunin að þróa sitt eigið. Nokkrar vikur tók að þróa prófið og var ekki byrjað að dreifa því um landið fyrr en í febrúar, þegar veiran hafði þegar tekið sér bólfestu í Bandaríkjunum. Fljótlega kom í ljós að prófið var gallað og umfangsmiklar skimanir fyrir veirunni drógust um margar vikur. Það stöðvaði Trump þó ekki í að lýsa prófinu sem „fullkomnu“ þegar hann heimsótti CDC 6. mars. Vegna þess hve próf voru af skornum skammti voru ströng skilyrði sett fyrir hvenær mátti nota þau. Ríkjum var sagt að taka ekki sýni úr sjúklingum með einkenni nema þeir hefðu ferðast til Kína eða hefðu verið nærri einstaklingum með staðfest smit þrátt fyrir að nær öruggt sé að samfélagslegt smit hafi verið farið af stað í landinu. Engu að síður fullyrti Trump forseti ítrekað og ranglega að próf fyrir veirunni væri almennt aðgengilegt og „hver sem er“ gæti komist í það. Eftir að Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur ríkisstjórnarinnar, viðurkenndi að mistök hefðu verið gerð með veiruprófin þvoði Trump hendur sínar af hvers kyns afglöpum. „Ég tek alls enga ábyrgð,“ sagði Trump á blaðamannafundi í Hvíta húsinu þegar hann tilkynnti um að neyðarástandi hefði verið lýst yfir vegna faraldursins 13. mars. Skortur á prófum þýddi að mun færri smit greindust hlutfallslega í Bandaríkjunum en annars staðar lengi framan af. Heilbrigðisyfirvöld höfðu því ekki yfirsýn yfir hvar veiran væri að skjóta rótum. Án gagna um útbreiðslu veirunnar drógu bæði alríkisstjórnin og einstakar ríkisstjórnir í Bandaríkjunum lappirnar í undirbúningi fyrir það sem koma skyldi. Lækningavörur í bráðabirgðasjúkrahúsi vegna kórónuveirufaraldursins í New York. Alríkisstjórnin pantaði ekki mikið magn nauðsynlegs búnaðar fyrr en faraldurinn var þegar orðinn útbreiddur þrátt fyrir að þörfin hefði legið ljós fyrir um nokkurra mánaða skeið.AP/John Minchillo „Sóuðum tveimur mánuðum“ Bandaríkjastjórn vissi af því þegar í janúar að faraldurinn hefði valdið gríðarlegu álagi á heilbrigðiskerfið í Hubei-héraði sem Wuhan tilheyrir. Þungt haldnir sjúklingar hafi þurft á öndunarvél að halda. Þegar veiran breiddist út um Ítalíu skorti sjúkrahús lækna, sjúkrarúm og búnað. Alríkisstjórnin brást þó hægt við þannig að víða um Bandaríkin glímdu heilbrigðisstarfsmenn við tilfelli veirunnar án nauðsynlegs hlífðarbúnaðar. Innkaupasamningar sem AP-fréttastofan hefur farið yfir sýna að bandarískar alríkisstofnanir byrjuðu ekki að panta N95-öndunargrímur, öndunarvélar og annan búnað sem framlínustarfsfólk og sjúklingar þurfa á að halda fyrr en um miðjan mars. Þá voru þegar þúsundir manna á sjúkrahúsum sem skorti nauðsynlegan búnað til að sinna þeim. „Við sóuðum í raun og veru tveimur mánuðum,“ segir Kathleen Sebelius, heilbrigðisráðherra í fyrri ríkisstjórn Baracks Obama. Ríkisstjórar hafa biðlað til alríkisstjórnarinnar um aðstoð og lækningabúnað úr varaforða hennar. Sá varaforði er hins vegar nærri því á þrotum. Skilaboðin frá Trump og ríkisstjórn hans hafa þó verið að alríkisstjórnin ætti ekki að hlaupa upp til handa og fóta til að bregðast við skortinum. Trump hefur þannig sagt ríkisstjórum einstakra ríkja að þeir verði að útvega sér nauðsynlegan búnað sjálfir. Ríkisstjórarnir segja að þetta hafi þrýst upp verði á lækningavörum þegar ríkin yfirbjóða hvert annað. Þau séu ennfremur í beinni samkeppni við alríkisstjórnina sjálfa í innkaupunum. „Núna hringja fyrirtæki bókstaflega í mann og segja „Jæja, Kalifornía bauð bara hærra en þið“. Þetta er eins og að vera á eBay með fimmtíu öðrum ríkjum að bjóða í öndunarvél,“ segir Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, miðpunkts faraldursins í Bandaríkjunum. Þegar álagið á sjúkrahús í New York, Seattle og New Orleans var farið að aukast verulega um miðjan mars bárust fréttir af því að læknar og hjúkrunarfræðingar kvörtuðu undan því að hlífðarbúnaður eins og grímur og svuntur væru að klárast. Trump sakaði þá ríkisstjóra úr röðum demókrata um að ýkja þörfina fyrir búnaðinn og ýjaði sterklega að því að heilbrigðisstarfsmenn væru að stela honum. Eins gagnrýndi hann að ríkisstjórarnir væru honum ekki nægilega þakklátir og sagði Pence varaforseta að tala ekki við ákveðna ríkisstjóra demókrata. Þrætur innan ríkisstjórnar um fjármuni og viðbrögð við veirunni urðu til þess að Bandaríkin misstu af tækifæri til að sanka að sér öndunarvélum, grímum og öðrum búnaði. Þegar alríkisstjórnin viðurkenndi umfang vandans var skollið á uppboð um vörurnar á milli ríkja sem glíma öll við sama heimsfaraldurinn. Ríkisstjórnin pantaði 100.000 öndunarvélar seint í mars. Það er fjarri þeim fjölda sem lýðheilsusérfræðingar stjórnarinnar og ríkisstjórar hafa sagt að þeir þurfi. Ekki er búist við því að vélarnar byrji að berast fyrr en í sumar eða haust þegar spáð er að faraldurinn verði í rénun. Mikið kapphlaup er nú á milli fjölda ríkja heims um nauðsynlegan búnað eins og öndunarvélar. Vísir/EPA Telja sig ekki geta hunsað misráðnar hugmyndir Hvíta hússins Trump hefur hringlað fram og til baka með hver ber ábyrgð á viðbrögðum við faraldrinum innan ríkisstjórnar hans. Í upphafi var það Azar heilbrigðisráðherra en síðar fól Trump Mike Pence, varaforseta, að stýra viðbragðsteyminu. Trump sjálfur hefur þó verið í forgrunni á blaðamannafundum teymisins vegna faraldursins. Á bak við tjöldin hefur forsetinn svo leitað til einstaklinga sem hafa enga sérstaka reynslu eða þekkingu á hvernig eigi að taka á heimsfaraldri af þessu tagi. Þannig er Jared Kushner, tengdasonur forsetans og ráðgjafi, búin að taka að sér hluta viðbragða alríkisstjórnarinnar. Ýmsar af þeim aðgerðum sem Trump og viðbragðsteymið hafa kynnt á upplýsingafundum sem staðreynd hafa ekki orðið að veruleika. Þannig bólar ekkert á vefsíðu sem Google átti að vera með í smíðum og átti að beina fólki með einkenni á staði til að komast í sýnatöku, né á skimunarstöðum á bílastæðum Walmart-verslunarkeðjunnar. Washington Post segir að þó að hugmyndir sem þessar hafi ekki skilað neinu hafi þær truflað annan undirbúning og viðbrögð vegna veirunnar. Þannig hafa sérfræðingar eins og Anthony Fauci sóttvarnasérfræðingur þurft að beina sjónum sínum að misráðnum hugmyndum Hvíta hússins sem þeir telja sig ekki geta hunsað. Sama er sagt gilda um ofuráherslu sem Trump forseti hefur lagt á mögulega gagnsemi malaríulyfs gegn kórónuveirunni. Þrýstingur á að fá það samþykkt frá lyfjayfirvöldum hafi dregið kraft úr tilraunum til að finna aðrar meðferðir eða bóluefni. „Hverju hefur fólk að tapa?“ sagði Trump um hvort fólk ætti að taka malaríulyfið þrátt fyrir að þekkt sé að það geti haft hættulegar aukaverkanir. Breyttu vefsíðu eftir umdeild ummæli tengdasonarins Ummæli Jareds Kushner, tengdasonar Trump og ráðgjafa sem hefur tekið að sér umsjón með viðbrögðum alríkisstjórnarinnar við faraldrinum að hluta til, um varaforða lækningavara í síðustu viku vöktu einnig furðu. Varaforðinn stóð fyrir höllum fæti vegna áralangrar vanfjármögnunar. „Hugmyndin með varaforðanum er að þetta eigi að vera varaforðinn okkar. Þetta á ekki að vera varaforði ríkjanna sem þau svo nota,“ sagði Kushner á blaðmannafundi í Hvíta húsinu á fimmtudag. Þau orð stönguðust á við lýsingu alríkisstjórnarinnar sjálfrar á varaforðanum á opinberri vefsíðu. Texta vefsíðunnar var breytt til að samræmast yfirlýsingum Kushner daginn eftir að hann lét ummælin falla. Skorturinn á lækningavörum leiddi til þess að Trump forseti virkjaði neyðarlög sem veita honum heimild til þess að láta einkafyrirtæki framleiða nauðsynlegan búnað fyrir alríkisstjórnina. Trump neitaði hins vegar að nýta lögin til að knýja fyrirtæki til þess um margra vikna skeið og sagðist telja fyrirtækin gera nóg að eigin frumkvæði. Það var ekki fyrr en í síðustu viku sem Trump lét undan og sagðist ætla að skipa fyrirtækjum að byrja að framleiða nauðsynjar. Þá voru tilfelli í Bandaríkjunum þegar orðin þau flestu í heiminum. Hunsar tilmæli eigin stjórnar Jafnvel eftir að Trump virtist verða alvarleiki faraldursins ljós og lýsti yfir neyðarástandi 13. mars hefur hann haldið áfram að grafa undan ráðleggingum sinnar eigin ríkisstjórnar. Þannig talaði hann um að hann vildi aflétta aðgerðum um félagsforðun og samkomubönn um páskana og að hann vildi sjá fullar kirkjur, þvert á álit lýðheilsusérfræðinga. Þegar heilbrigðisyfirvöld gáfu út tilmæli til Bandaríkjamanna um að nota taugrímur fyrir vit sín ef þeir þurfa að fara út á meðal fólks tók Trump strax fram að hann ætlaði sér ekki að fara að þeim tilmælum sjálfur. „Maður verður ekki að gera þetta. Ég held ekki að ég ætli að gera það,“ sagði Trump sem gat ekki séð sjálfan sig taka á móti „forsetum, forsætisráðherrum, einræðisherrum, kóngum, drottningum“ með grímu.
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Mæla ekki með notkun gríma og trefla Ekki er mælt með því að Íslendingar noti trefla til að hylja andlit sín. Ósannað sé að treflar og grímur hjálpi eitthvað og það geti gefið falska öryggiskennd og gæti þannig aukið sýkingarhættu. 5. apríl 2020 00:50 Bandaríkin undirbúa sig fyrir það versta og Evrópa vonast til að það sé yfirstaðið Yfirvöld Bandaríkjanna vöruðu við því í gær að næstu vikur yrðu erfiðar og að fjölmargir muni deyja vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 5. apríl 2020 08:02 Finnst ekki við hæfi að bera andlitsgrímu Tæplega 1.500 manns létust af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær. Er þetta mannskæðasti sólarhringurinn frá upphafi faraldursins þar í landi. 4. apríl 2020 17:43 Sjá fram á alvarlegan öndunarvélaskort og grípa til harðari aðgerða Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. 2. apríl 2020 23:12 Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Mæla ekki með notkun gríma og trefla Ekki er mælt með því að Íslendingar noti trefla til að hylja andlit sín. Ósannað sé að treflar og grímur hjálpi eitthvað og það geti gefið falska öryggiskennd og gæti þannig aukið sýkingarhættu. 5. apríl 2020 00:50
Bandaríkin undirbúa sig fyrir það versta og Evrópa vonast til að það sé yfirstaðið Yfirvöld Bandaríkjanna vöruðu við því í gær að næstu vikur yrðu erfiðar og að fjölmargir muni deyja vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 5. apríl 2020 08:02
Finnst ekki við hæfi að bera andlitsgrímu Tæplega 1.500 manns létust af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær. Er þetta mannskæðasti sólarhringurinn frá upphafi faraldursins þar í landi. 4. apríl 2020 17:43
Sjá fram á alvarlegan öndunarvélaskort og grípa til harðari aðgerða Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. 2. apríl 2020 23:12